Frjáls verslun - 01.08.1953, Side 10
tíðum hafi það komið fyrir, að innfætt fólk liafi leit-
að til skipverjanna og beðið um læknishjálp, sem þeir
reyndu að veíla eftir beztu getu. Var mikið um ýmis-
konar sjúkdóma á þessum slóðum en heilsuvernd íbú-
anna aftur á móti ekki til að gorta sig af. Víða, þar sem
komið var að landi, voru hafnleysur og því stundum
erfitt að athafna sig. Hinir innfæddu virtust í fyrstu
vera hálf hræddir við þessa fölleitu gesti, og forðuðu
sér oft undan í miklum flýti, þegar þá bar að garði.
Hins vegar varð forvitnin í flestum tilfellum hræðslunni
yfirsterkari, því þeir innfædu komu venjulega ti! baka
til að athuga, hvað hinir hvítu væru að aðhafasl. Seg-
ir Helgi, að sælgæti og ýmsir smá munir hafi haft
mesta aðdráttaraflið, því hinir innfæddu höfðu mikið
dálæti af þess konar varningi. Gáfu þeir skipverjum
oft margvíslegar upplýsingar, sem að gagni mátti
koma í sambandi við leitina. Sumir sögðust hafa séð
stóra fugla koma fijúgandi yfir eyjarnar og vísuðu í
nokkrum tilfellum á staði, þar sem flugvélar höfðu
farizt. Gestrisni þeirra gagnvart skipverjum reyndist
líka stundum vera helzt til of mikil. Sérstaklega urðu
þeir varir við það, þegar þeim var boðið inn í kofa
þeirra eyjaskeggja til að smakka á kókoshnetumjólk.
Var þá sezt á gólfið og kókoshnetan síðan látin ganga
frá manni til manns. Þeim skipverjunum fannst þessi
aðferð ekki sem hreinlegust, en þó vildu þeir ekki
móðga gestgjafana með því að afþakka þátttöku í
þessari drykkjarveizlu.
Bandarísk borgararéttindi.
Helgi og félagar hans héldu frá Austur-Indíu áleið-
is til Manila í ágúst 1948. Hafði leitin borið lítinn ár-
angur, því að ekki höfðu fundist nema átta lík á átta
mánuðum. Fannst bandarísku stjórninni of kostnaðar-
samt að halda leitinni áfram, og var því skipið kall-
að til Manila. Þegar þangað kom var ákveðið að senda
Helga aftur til Bandaríkjanna, og sigldi hann eftir
stutta viðdvöl áleiðis til San Francisco. Þar var hann
settur sem 2. stýrimaður á skip af nákvæmlega sömu
gerð og Tröllafoss. Var Helgi eini útlendingurinn á
skipinu. Sigldi hann með því á vegum hersins þar til í
desember 1949, en þennan tíma var það aðallega í
flutningum milli Manila, Okinawa og Yokohama í
Japan. Nú var svo komið, að útlendingum var yfirleilt
ekki leyft að sigla á bandarískum skipum, þar sem at-
inna sjómanna hafði dregist mjög saman, og varð því
Helgi að fara af skipinu, þegar það kom aftur til San
Francisco. Þar sem hann stóð nú uppi atvinnulaus á
vesturströndinni og ógerningur var fyrir hann að kom-
ast á sjóinn, vegna þess að hann var útlendingur, ákvað
hann að fara til New York og athuga þar möguleika
I liópi Filipseyjabúa. Helgi er á miðri myndinai.
á því að fá bandarísk borgararéttindi. Gekk það mun
greiðlegar en hann hafði búizt við, eða aðeins þrjá
mánuði. Ástæðan fyrir því, að Helga gekk svona vel
að fá pappírana, var sú, að hann átti orðið svo langa
þjónustu að baki sér á ýmsum skipum, sem siglt höfðu
á vegum hersins, bæði meðan á stríðinu stóð og eins
eftir að því lauk.
Slys í Bombay.
Fór nú Helgi aftur á námskeið og tók 2. stýrimanns-
próf. Fékk hann þó enga vinnu sem stýrimaður, þótl
hann hefði bandarískt próf upp á vasann. Réðist hann
þá bátsmaður á 15 þúsund smálesta skip, sem var í
kola- og járnmálmsflutningum á Stóru-Vötnunum. Um
haustið 1950 hafði Kóreustyrjöldin brotizt út, og
glæddist þá vinna fyrir stýrimenn. Var hann nú ráðinn
sem 3. stýrimaður á stórt vöruflutningaskip, sem flytja
átti gjafahveiti til Indlands. Fór Helgi þrjár slíkar
ferðir með skipinu, og tók hver ferð um þrjá mánuði.
Hveitið hlóðu þeir á austurströnd Bandaríkjanna, en
síðan var siglt sem leið Hggur til Spönsku Marokkó,
þar sem skipið tók olíu. Þaðan var haldið um Mið-
jarðarhaf, í gegnum Súezskurðinn, um Rauðahafið og
síðan yfir Indlandshafið allt til Bombay. I janúar
1952 var skip Helga statt í höfninni í Bombay, og var
það þriðja ferð hans þangað. Þurfti hann þá að fara
niður í lest, en svo slysalega tókst til, að rimlar í stig-
anum brotnuðu, og féll hann ofan í lestina. Var hann
fluttur á spítala rifbeinsbrotinn með heilahristing og
brákaða hauskúpu. Þar lá hann í tíu daga, en var þá
fluttur um borð, og sigldi hann með skipinu til Banda-
ríkjanna reifaður og illa á sig kominn. Var höfð við-
koma á leiðinni í hafnarbænum Aden við Rauðahaf
66
FRJÁLS VERZLUN