Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.08.1953, Blaðsíða 11
til að fá læknir handa Helga, sem var þá all þungt haldinn. Varð nú hlé á Indlandsferðum hans í bili, þar sem hann var undir læknishendi hátt á þriðja mánuð í New York. Ekki lagði Helgi þó alveg árar í bát þennan tíma, því hann notaði tækifærið til að lesa undir 1. stýrimannspróf, sem hann tók strax og heils- an leyfði. í vinnu hjá Isbrandtsen. Helgi getur ekki unað sér mjög lengi í landi enda virðist svipað vera ástatt með margra, sem lengi hafa verið í siglingum. Þegar hann var búinn að ná sér nokkurn veginn eftir slysið í Bombay, býðst honum staða sem 2. stýrimaður hjá hinu víðfræga skipa- félagi Isbrandtsen, þar sem Carlsen skipstjóri og fleiri góðir menn vinna. Isbrandtsen, eigandi skipafélags- ins, dó fyrir ári síðan, en hann var danskur að ætterni. Sonur hans tók þá við fyrirtækiu, en það á nú um 20 skip, sem sigla undir bandarískum fána og leigir auk þess ein 30 skip, sem sigla undir fánum ýmissa annarra þjóða. Helgi byrjaði að vinna hjó Isbrandtsen í maímánuði 1952 og starfar þar enn. Má heyra það á Helga, að honum líki vel hjá þessu félagi, sem er stjórnað af miklum myndarskap. Réðist hann sem 2. stýrimaður á 8 þúsund smálesta vöruflutningaskip, s.s. Remsen Heights, sem er í stöðugum hnaltsiglingum. Þegar Helgi kom hingað í ágúst í sumar, hafði hann farið þrisvar sinnum umhverfis hnöttinn með skipinu, en hver ferð tekur um fjóra mánuði. Skipstjórinn er danskur eins og Carlsen hinn frægi og heitir Möller. Helga líkar prýðilega við þennan yfirmann sinn og segir hann vera einn þann bezta skipstjóra, sem hann hefur siglt með frá því hann fór til sjós. Helgi var eini ís- lendingurinn á skipinu. Annars er mikill fjöldi af yfirmönnum á skipum Isbrandlsen félagsins af nor- rænu bergi brotinn, og er engu líkara en forráða- menn þess geri sér far um að velja menn af þessum þjóðernum á skip félagsins. Aðspurður segir Helgi allan aðbúnað á skipum Is- hrandtsen vera til fyrirmyndar. Vistaverur eru hrein- legar og þægilegar og matur mikill og góður. Á s.s. Remsen Heights eru 50 manns og auk þess getur skip- ið tekið 12 farþega. Mikið af farþegum frá Banda- ríkjunum eru trúboðar á leið lil Indlands, en frá Jap- an ber einna helzt á japönsku námsfólki og bandarísk- um trúboðum, sem taka sér far til San Francisco. Segja má, að Helgi hafi notað vel frívaktina um borð, því hann greip tækifærið og las undir skipstjórapróf á sjónum. I marz í vor tók hann sér tveggja vikna frí í Bandaríkjunum meðan skipið fór á ströndina og gekk undir skipstjórapróf í Baltimore. Náði hann svo skip- inu aftur í New York, en þaðan sigldi hann í þriðju og síðustu hnattferðina með s.s. Remsen Heights áð- ur en hann tók sér frí frá störfum og flaug heim til íslands. Þegar Ilelgi er spurður að því, hvort hinar löngu hnattierðir séu ekki nokkuð þreytandi til lengdar, þá vill hann sem minnst úr því gera, en segir þó, að gift- um mönnum finnist stundum útivistin vera orðin helzt til of löng. Að vísu hafa skipstjóri og 1. vélstjóri. sem sigla á þessu löngu leiðum, leyfi til þess að hafa kon- ur sínar með sér um borð, en fáir notfæra sér það. Undantekning er þó eistlenzki skipstjórinn, sem gift- ist norskri konu og tók liana með í brúðkaupsferð. Síðan eru liðin fimm ár, en sú norska er enn um borð og er nú búin að fara tólf ferðir umhverfis hnöttinn. Er hún skráð á skipið sem bókavörður og hefur 1 cer.t í kaup á mánuði. Virðist hún una sér hið bezta um borð. Bœði í Súez og Hafnarhúsinu. Helgi Loftsson er nú aftur kominn á sjóinn eftir nokkurra vikna frí heima á íslandi. F.nn einu sinni siglir hann um úthöfin og heimsækir fjarlægar heims- álfur flytjandi varninginn milli ólíkra landa. Ekki er ósennilegt að Helga hafi einhverntíma dreymt um fjar- læg lönd og ferðast með töfrateppum vítt um heim á þeim árum, sem hann sótti kennslustundir upp á Grund- arstíg hjá þeim heiðursmönnunum Vilhjálmi, Þor- steini, Elís og Jóni. Hitt er þó ósennilegra, að hann hafi nokkurn tíma órað fyrir því, að vélritunin, sem hann nam hjá Elís, bókfærslan hjá Þorsteini, enskan hjá Jóni, eða bókfræðin hjá Vilhjálmi ætti eftir að koma honum að gagni um borð í stórum skipum, hvort sem það var á Kyrrahafi eða Indlandshafi. í Balboa eða Yokohama. Verzlunarskólinn hefur fyrst og fremst verið skoðaður sem skóli fyrir þá, sem leggja ætla stund á kaupsýslustörf, þegar úl í lífið kemur. Örlögin vísa þó sumum inn á aðrar brautir, eins og sjá má af því, að vélritunarkennslan hans Elísar hefur komið 2. stýrimanni að jafn miklu gagni um borð í s.s. Remsen Heights út á miðju Rauðahafi og skrifstofu- stúlkunni í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Helgi Loftsson á margar ánægjulegar endurminningar frá skóladög- unum, og í dag þegar hann siglir um eitthvert úthafið, hvort sem það er á austur eða vesturhveli jarðar, þá er ekki ósennilegt, að hann láti hugann reika heim til gamla Fróns, og velti því fyrir sér um leið, hvort sé nú betra hlutskipli að vera sjómannsblók á llauðahafi eða skrifstofuþræll í Miðbænum. N. S. FRJÁLSVERZLUN 67

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.