Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.08.1953, Qupperneq 18
sandar með grashnjúskum og brúskum, ekki allsend- is ólíkt því, sem er á söndum á Fróni. Sumstaðar þrífst gróður þarna illa vegna hita og vatnsleysis. Um þrjúleytið ókum við inn um borgarhliðin á Aumale eftir 5 tíma akstur, og var fyrirfram ákveðið að borða þar. Heitt var í veðri og margur feginn að stíga út. Óskar Þórðarson, laíknir, gekk þá út að borg- armúrnum, sem var þarna skammt frá, og tók kvik- myndir af umhverfinu. Tvær Arabakonur komu gang- andi neðan brattann og höfðu lekið blæjurnar frá and- litunum, þar eð þær voru einar og uggðu ekki að sér. en þegar myndavélin tók að urra, brugðu þær við skjótt og huldu andlitin með blæjunni, svo ekki sá nema í augun ein. Varla verður lengra haldið í frásögninni um ferð þessa, að ekki sé þess getið, að Erlingur Iæknir Þor- steinsson tók strax að sér forustuna í bílnum og fórst hún með ágætum til enda, og víst er það, að við hefð- um öll haft nokkuð verri sögu að segja, ef hans Jóns Helgasonar, kaupmatins, hefði ekki notið við, því það voru þeir einir að kalla, sem mæltu á franska tungu og báru hitann og þungann af forustunni, meðal ann- ars þess vegna. Við tókum þarna til snæðings og var allt hreint og þokkalegt, en matseðillinn varð torskilinn, jafnvel for- ingjunum, og ekki skal honum lýst frekar hér, því að matur sá, er fyrir okkur var borinn, var nálega alls- staðar hinn sami og verður honum stuttlega lýst, er við sátum veizluna í Bou-Saada. Frá Aumale héldum við kl. 4 og fórum um Dirah- skarðið, sem okkur fannst fátl um, og út á sandgrés- una. Þar voru hjarðmenn með fé, geitur og úlfalda, oft í stórum hópum. Gróður er hér rýr og skepnurnar eft- ir því að sjá. Á einstöku stað eru pálmaþyrpingar, einkum þar sem byggð ból eru, en þau eru fá og fá- tækleg. Fólkið býr þarna í kofum hlöðnum úr grjóti og smurðum utan með leir. Við stönsuðum lítillega við keldu eina, og þustu þar að okkur strákar og buðu til sölu steinrósir og skriðkvikindi einhver í líkingu við eðlur. Verzluðum við dálílið við þessa pilta, on héld- um svo áfram. Landið var nú bert. Gróðurlaus fjöll risu til hægri handar og eins framundan. Tóku menn nú að gerast dasaðir og var farið að lengja eftir Borg hamingj- unnar. Þess vegna var því tekið með mikilli gleði, er Ali Baba Mohamed reis á fætur og sagði með virðu- legri hrifningu, um leið og hann benti fram á leið: Bou-Saada — Bou-Saada. Litu nú allir fram og sáu móta fyrir pálmaskógi og húsaþyrpingu undir fjallshlíðinni. Ali Baba var að því leyti ólíkur nafna sínum í Mogganum, að þessi vissi fátt mjög vel, og átti fullt í fangi með að ráða við venjulega hluti hvað þá yfirnáttúrlega. Ali Baba var þó vinsæll og þekkur okkur öllum og teiknaði Kristján Friðriksson, liirð- teiknari okkar, hann Ijóslifandi, Ali Baba til óbland- innar ánægju. Tíu mínútum yfir sex ókum við inn fyrir borgar- múra Bou-Saada og héldum til hótela okkar, Hótel Sahara, Hotel du Caid og Hotel Oase. Borg þessi tel- ur 10 þús. íbúa að því er okkur var sagt. Við borðuðum á Hótel du Caid, sem er annað af tveim beztu hótelunum í Bou-Saada. Vorum við þar öll samankomin. Áður en sezt var að borðum komum við á barinn, og bauð Oddur í Glæsi öllum vín er vildu. Barþjónn- inn hellti á skálarnar, en ákafamanninum Oddi fannst liægt ganga, vatt sér inn fyrir bardiskinn og skipti það engum togum, að öll glös fylllust eins og af sjálfu sér. Fórst Oddi þetta mjög vel, og höfðu menn aldrei bragð- að betri veigar en þær, sem hann blandaði. í þriggja metra háum kaktusrunna handan götunnar við anddyri hótelsins voru þrjú bál, sem vöktu athygli okkar í kvölddimmunni, og gengum við þangað. Sáum við þá þrjá Araba í venjulegum skrúða, og voru þeir að steikja kjötið fyrir kvöldverð okkar. Þcir voru með tvö lömb og hafði skafti verið stungið í gegnum þau frá endilöngu og komu þau út um kjaftinn, og lágu þau þannig yfir eldunum, sem voru Iogalausar sedrusvið- arglóðir. lnnýflin höfðu verið tekin úr skrokkunum og saman nældur huppurinn. Einn Arabi snéri hvoru lambi, en sá þriðji var með prik og var drusla á end- anum, sem hann deif ofan í hvítlauk og olíu og strauk yfir skrokkana, milli þess sem liann studdi sig við það. Mörgum þótti þetta nýstárleg matreiðsla. f anddyri hótelsins sat Arabi nokkur með fæturna fyrir framan sig, eins og þeirra er siður, og spáði í sand. Konur vorar komu fljótt auga á hann og settust í hvirfingu um spekinginn. Sá talaði arabisku og hafði túlk, sem snéri á frönsku, en Jón Helgason snéri aftur á íslenzku. Kvenfólkið, sem þarna sat, var svo hug- fangið af framtíð sinni, að jafnvel arabisk og illileg padda, sem spásséraði yfir spásandinn í állina til þeirra, og sem í öllum venjulegum tilfellum hefði komið þeim til að þjóta hljóðandi á fætur, — raskaði ekki hið minnsla áhuga þeirra. Ekki vita menn hvað Arabinn sagði Jóni, en allt sem Jón sagði á íslenzku eftir honum, var heldur kraftlítið. Borðhaldið hófst með því, að við fengum brauð, vín og öl. Næst fengum við smásaxaðar kartöflur með purrum, þá radísur og brúnar smábaunir, líkastar kaffibaunum að sjá. Að þessu loknu voru borin inn 74 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.