Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Page 19

Frjáls verslun - 01.08.1953, Page 19
tvö borð og sett á gólfið miðsvæðis og á þau settir eir- bakkar kringlóttir, meter í þvermál. Nú gengu inn 4 Arabar, tveir og tveir saman, og báru á milli sín lambskrokkana, rjúkandi á prikunum. Þeir lögðu skrokkana á bakkana þannig, að hryggurinn vissi upp og drógu úr þeim prikin. Skrokkarnir voru sem fyrr segir með haus og hala. Þá gekk fram gestgjafinn, ung og tíguleg kona, greip með fingrunum bita úr hrygg- lengju annars lambsins og bauð gestunum að fá sér kjöt. Gengu sumir að með diska, en aðrir með hnífa og gaffla, en öllum slíkum gestum var snúið til baka, því áhöld öll voru óþörf. Skildum við þá, að okkur bar að rífa kjötið með fingrunum, hver sem betur gæti, og hófst nú sá atgangur. Gengu menn í skrokk á lömbunum, klipu, kreystu og slitu og fékk einn það, sem annar losaði, og svo framvegis. Bezt þótti kjötið með hryggnum, og var það brátt allt slitið af, enda þótt heitt væri innst við hryggjarliðina. Klijiu þá sum- ir í lærin og rifu vöðvann sem hann var langur, en oft slapp þar gómur af, því fast héldu taugar og sinar. Einhver sagðist helzt sviðin vilja, og var sá brátt búinn að rífa kjálkann neðan af höfðinu, og var það ein- hver stærsti bitinn, sem nokkur hafði úr krafsi þar. Þegar gekk á upphluta skrokksins, og þá var hann ljótur á að sjá, kom ógleðisvipur á sumar konurnar, og leituðu þær sæta sinna, en karlmennir vellu þá hræinu til og tókst sumum að rífa af legg og naga. Skal ekki orðlengja þetta né dylja, að ofarlega sýndisl sumum villimaðurinn í Frónsbúanum, ekki síður en sléttulýðn- um þá stundina. Nú var kjötveizlan á enda, og báru þjónar þá fram vatnsketil og þóu mönnum um hendurnar, því við vorum orðin flotug eins og hvalskurðarmenn. Hinn 5. réltur var „salad“, hinn 6. ostur, hinn 7. ávextir og var þá veizlan öll. Undir borðum stigu 8 Arabameyjar listdansa. Voru þær allar ungar og fríðar. Dönsuðu fyrst allar saman, en síðan ein og ein, og loks allar saman. Undir dans- inum léku 3 Arabar. Börðu tveir geitarskinnsbumbur, en sá þriðji blés skrækt á reyrflautu og var lagið oft all æst. Meyjarnar voru svo búnar, að sú fyrsta var í grænni peysu, ermalangri, en glitofinn kjóll úr þunnu efni yfir. Hún var mjög æfð í að yj:>ta maganum svo með ólíkindum þótti, og var þetta uj3jjáhalds-,,variat- ion“ þeirra allra í dansinum. Sú næsta var í bleikri peysu, þykkri, og bar skósítt klæði, glitofið, og var það grænt. Hún yppti og mag- anum og hringlaði mjög lendunum, en þrátt fyrir alls konar fettur og brettur stóð rauðvínsflaska jafnan á höfði henni, sem samgróin væri. Hinn fjórði dans var sverðdans. Stigu hann tvær Fararstjórinn, Erling:ur I»orsteinsson læknir, á baki úlfaidans. Ali Baba Mohamed leiðsögumaður, sézt til vinstri. meyjar saman. Þær höfðu korða langa, slóu þeim sam- an og yptu mögum sínum drjúgum. Önnur var rauð- klædd, en hin bláklædd og í blárri peysu. Báðar döns- uðu berfættar. Nú dansaði ein og var sú gulklædd. Á henni héngu jreningafestar margar og síðar lét hún alla vöðva og limi hristast ákaflega, án þess það kæmi henni sjálfri við. Enn kom ein hvítklædd og „broderuð“ öll. Virtist hún peysulaus, en þó mjög hlýlega búin, enda varla meira en þrjátíu gráðu hiti þarna. Hún var fríð og kvenleg og alsett peningaskrauti. Loks dansaði ein og var í kjól, blágrænum, með bleikum leggingum. Höfuðdjásn bar hún gulllilað og hékk úr því glingur niður með kinnunum. Að endingu dönsuðu meyjarnar allar 8, tvær og tvær saman og í hring. Voru þær þá allar í ilskóm, tá- skreyttum, og brostu nú hið fyrsta sinn. Ekki vorum við karlmennirnir neitt hissa á því, þó stúlkum þessum litist vel á okkur, enda unnu þær það til félagsskapar okkar að taka konur okkar með, og buðu okkur til eftirdans nokkurs þar sammt frá. Þar var gengið í skála, sem tjaldaður var innan á- breiðum. Abreiður voru á gólfi og setbekkjum með öllum veggjum. Var okkur vísað til sætis þarna og var þá skálinn þéttskipaður. Við inntum af hendi fyr- FRJÁLS VERZLUN 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.