Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Síða 20

Frjáls verslun - 01.08.1953, Síða 20
irfram gjald nokkurt og fannst mörgum eiginmanni kaldhæðnislegt að borga fyrir eiginkonu sína slíka skemmtun. Hófst þá dansinn. Allar dönsuðu konurnar i Evu- klæðum einum ein og ein í senn, og heyrðist varla stuna né hósti frá gestunum. Hefur sjaldan sézt prúð- ari hópur áhorfenda, það elztu menn muna. Arabar þeir, er fyrr er frá sagt, spiluðu fyrir dans- inum og snéru sér til veggjar á meðan. Að dansinum afstöðnum birtust meyjarnar alklædd- ar á ný, og komu menn þá til sjálfs sín aftur, gripu þær á "hné sér og létu að þeim blíðlega. En eiginkon- urnar sátu gneypar á pöllunum og mátti heyra margt hnuss og stunu þaðan. Tungl var hátt gengið á loft yfir ,,Borg hamingjunn- ar“, þegar veizlugestirnir héldu úr skálanum. Gengu konur fyrir, en eiginmenn töltu letilega á eftir, og varð mörgum þeirra litið lil baka. Næsta dag fórum við í útreiðartúr á úlföldum og verð- ur okkur það án efa minnisstætt. Reiðverin voru ótrú- lega ómerkileg og skepnurnar ljótar. Ulfaldasveinn teymdi undir hverjum riddara og var næsta ómögulegt að láta tindabykkjur fara harðara en fetið, en færu þær það, voru þær gaddhastar og kvimleiðar á að sitja. En ævintýri var þetta engu að síður, og mun margur hugsa til þessarar lestaferðar síðar með ánægju. Við skoðuðum nú bæinn og höfðum nýjan leiðsögu- mann, er Dokman Amed hét. Hann var skrafhreyfinn, sagðist tala ensku ágætlega og liafa farið 102 sinnum til útlanda. Hann sýndi okkur ýmislegt, þar á meðal tvo kirkjugarða. Þar nota menn engar kistur, heldur fara menn úr heiminum eins og þeir koma í liann. sagði Amed. Einn steinn var á barnsgröfum, tveir steinar á kai'lmannsgröfum, en þrir steinar á gröfum kvenna. Amed fór með okkur í musteri borgarinnar, sem var steinkumbaldi, grár utan sem innan, og óvist- legur mjög. Strámottur voru á gólfinu, og á þær mátti ekki stíga. Leiðsögumaðurinn mun hafa séð á okkur, að við furðuðum okkur á helgidóminum, því hann sagði, að hér kæmust menn í beint samband við guð sinn og þyrftu ekki skraut og glingur, eins og katólsk- ir menn hefðu. Er við fórum úr musterinu urðum við að ganga mjög bogin, því lágar voru dyrnar. Musterið heitir Bou-Saada og dregur borgin nafn af því. Götur voru víða svo mjóar, að aðeins tveir gátu gengið samsíða, og stóðu oft smábörn berfætt og skít- ug úti fyrir dyrum. Á einum stað stóð kofahurð í hálfa gátt og litum við þar inn. Kona lá á fótum sér á gólfinu framan við hlóðirnar. Smábörn lágu á mold- argólfinu í kringum hana, og var hún að elda i nokkuð stórum, svörtum potti. Revkinn lagði svo lágt, að hann náði niður á höfuð konunni, og hóstaði hún í svælunni, en bræluna lagði út um lágar kofadvrnar. Við gengum eftir götum, mjóum og skítugum. Hit- inn var mikill og ólyktin stæk, svo mörgum þótti nóg um. Við komum að gröf listamannsins Pinai, en safn hans sáum við ekki. Þar eru 3 grafir, tvær fvrir Pinai og konu hans, en sú þriðja bíður eftir syni hans, sem enn er á lífi. Loks komum við á aðalgötu borgarinnar. Þar fór fram verzlun, iðnaður og hverskonar athafnalíf stað- arins. Þar voru margar járnsmiðjur, og sátu járnsmið- irnir allstaðar flötum beinum við steðjana og smíðuðu þannig. Þar eftir voru allar aðfarir í þessari götu. Kona gekk framhjá og hafði hvolft potti yfir höf- uðið, en aðrar eigur sínar hafði hún í teppisgarmi á bakinu. Á torgi einu, sem þarna var, voru nokkur borð, og sátu menn þar og spiluðu á spil og teninga. Þetta var í rauninni eini sjálfstæði atvinnuvegurinn, sem við komum auga á í þessari borg. Þegar maður stendur á þaki hótelsins og lítur yfir þessa litlu borg, þá má segja, að hún sé stílhrein í sínum vesaldómi. Húsarústirnar falla vel við gulhvít- ann sandinn og klettabeltin, en yfir henni hvílir þó þunglamaleg stemmning einmanaskapar og umkomu- leysis. Pálmarnir standa stoltir og fagrir mitt í þessum auðnardal, og manni finnst ástæða til þess að spyrja, hvað þessi fallegu tré séu að gera þarna. En þarna eru þessir runnar og mikilfenglegu pálmagarðar, en án þeirra væri borgin steinrunnin mynd til varnaðar og áminningar þeim, sem koma þar og ekki eru ánægðir með sitt hlutskipti. Við héldum svo úr borginni sömu leið til baka, unz komið var til Omahle, en ókum þá nýja leið um fjöll og dali. Við s'cönsuðum í þorpi einu, og var þá hitinn 38 gróður í skugganum. Margt Araba lá undir veggj- um húsanna, þar sem skugga bar á, en aðrir voru við iðju sína á götunni, sem lielzt var verzlun. Þar voru á boðstólum alls kyns ávextir og margs- konar vörur aðrar. Vörurnar lágu víða á flekum fyrir ulan húsin. Diiðlupoki var á einum flekanum. Það var strigajioki, sem döðlurnar höfðu verið pressaðar í, þegar þær voru tíndar. Nú reif kaupmaðurinn pokann ulan af jafnóðum og hann seldi og var nú búinn að selja drjúgt horn af honum. En það sem mesta furðu vakti hjá okkur, og varð til þess að við höfðum litla lyst á þessari vöru, var það, að hvergi sást í döðlurnar fyrir stórum, svargulum flugum, sem voru um þuml- ungur á lengd. Flugurnar skiptu hundruðum og litu ekki upp úr döðlunum. Kaupmaðurinn stuggaði þeim frá, þegar hann þurfti að afgreiða viðskijitamennina. 76 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.