Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Qupperneq 21

Frjáls verslun - 01.08.1953, Qupperneq 21
COMET III. Bandaríska flugfélagið Pan Am- erican World Airways hefur ný- lega gert pöntun á þremur þrýsti- loftsfarþegaflugvélum hjá brczku Ilavilland verksmiðjunum, og verða flugvélar þessar af gerðinni Comet III. Gert er ráð fyrir, að þær verði tilbúnar til afhendingar árið 1956, en möguleiki er fyrir því, að fé- lagið kaupi til viðbótar sjö flug- vélar af sömu gerð, en afhending þeirra myndi þá fara fram ári síð- ar. — Hinar nýju þrýstiloftsflug- vélar PAA koma til með að verða notaðar á öllum helztu flugleiðuin félagsins, en þær munu geta flog- ið í einum áfanga um 5000 km. leið með fulla hleðslu. Er það svipuð vegalengd og milli Bretlands og New York. Miklar vonir eru tengd- ar við þessar nýju flugvélar, sem eiga eftir að stytta flugtímann á liinum lengri flugleiðum til mik- illa muna. Gaman var að líta inn í eina vefnaðarvöruverzlun þarna. Hún var að sjálfsögðu æði fábrotin og laus við hverskonar te])ruskap, en afgreiðslumaðurinn, sem var karlmaður, lá endilangur up]) á búðarborðinu og las í bók. Hann hafði ekkert undir höfðinu, en annan fót- inn kreppti hann um hnéð og stóð þannig í hann á borðinu. Við gengum að lionum, en hann var niður- sokkinn í söguna og leit aldrei af bókinrii meðan við horfðum á hann. Á miðri götunni var strákur og steikti kartöflur á pönnu. Hann rak upp skerandi öskur með vissu milli- bili til þess að lýsa ágæti kartaflanna. Þó hitinn væri þarna nokkuð yfir 40 gráður í sólinni, þá var alls ekki óþolandi úti á götunni. Loftið var þurrt og frekar létt, og þoldum víð þetta vel. 1 þorpinu var allt fátæklegt, en þcgar við héldum upp hæðina út úr því, mátli líla vel byggð hús og falleg, sem stóðu á hæðadrögunum, sýnilega bústaðir herraþjóðarinnar, Frakka. Oft var keyrt á efstu eggjum, og var vegurinn næsta glæfralegur að sumum fannst. Bílstjórinn ók sem óður væri, og var svo komið síðast, að karlmönnum fannst óhætt að viðurkenna hræðslu sína. Allar hlíðar voru nýsánar hveiti, og var gaman að sjá akrana í snarbrötlum hlíðunum. Láréttar vatns- rennur voru mokaðar upp í akrana með vissu milli- bili, til þess að taka við regnvatninu, og síast svo úr þeim niður hlíðarnar. 011 önduðum við léttara, þegar bíllinn kom niður á jafnsléttuna og til Algier komum við heilu og höldnu kl. 5. Þessi ferð til Bou-Saada varð sérstæð. Við keyrðum á sjö límum 2000 ár aftur í tímann. Litum nú með eigin augum, í stað þess að lesa um það. okkur óþekkt menningarstig, og sáum, til dálítillar vanvirðu fyrir hinn mikla hraða og hávaða í löndum liins menntaða lieims, að þama í Bou-Saada er sálarró fólksins meiri. Maðurinn, sem harpaði grjótið úr leirnum fyrir utan borgarnnirana og flutti síðan í tágakörfum á asnanum sínum þangað, sem hann byggði kofann sinn, hefur vafalaust haft sínar áhyggjur, en ekki varð séð, að þær væru meiri en áhyggjur milljónamæringsins. sem framhjá reið á úlfalda sér til afþreyingar og lét teyma undir sér. Ferðin til Bou-Saada stöðvaði okkur í flug- hraða framvindunnar eitt augnablik. Það kom yfir okkur ró, eins og þegar skyndilega lygnir eftir storm. Notalegt sálarástand. En við nutum þessa sálarástands samt fyrst og fremst vegna þessa, að við vissum, að okkar beið ekki sú nauð að deila kjörum við þetta fólk. En á öllum hlutum eru margar hliðar. Sú mynd, sem skýrast er mörkuð í huga okkar úr þessari ferð, er ekki dregin úr lægð þessa menningarstigs, sem við sáum, heldur er hún tekin af þaki hótelsins, þegar kvöldhúmið dregst eins og mjúk slæða yfir loft og láð og viðburðir dagsins móka í hugum okkar. Við stör- um undrandi og lnigfangin yfir ævintýraland, húsa- rústirnar verða að höllum, og pálmakrónurnar stærri og fegurri, en fram úr húminu stígur Ali Baba, bendir fram og segir: Bou-Saada, Bou-Saada. FRJÁLS VERZLUN 77

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.