Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.08.1953, Qupperneq 23
Pólski flóttamaðurinn, Leon Jolson, kom tómhentur til Bandaríkjanna árið 1947. 1 dag- er hann forstjóri fyrirtækis, sem selur ítalskar saumavélar fyrir $25 millj- ónir á ári. ótvírætt í skyn, að Necchi mætti auðveldlega selja í Bandaríkjunum. „Spyrjið mig ekki að því, hversvegna Necchi var ekki komin á ameríska markaðinn fyrr,“ segir Jolson. „Sennilega er ástæðan sú, að eftirspurn- in var nægileg í Evrópu.“ Jolson hafði kynnst tveimur mönnum, sem voru í saumavélaiðnaðinum, Benjamín Krisiloff og Milton Heimlich, og voru þeir af evrópisku bergi brotnir eins og hann. Þeir voru báðir sannfærðir um það, að ef Jolson ætlaði sér að vinna stóran markað í Banda- ríkjunum, þá yrði hann að hafa dreifingakerfi um allt landið og senda yrði sýnishorn til væntanlegra selj- anda. Sýnishornin kosta svo aftur á móti peninga. Jolson var að kalla peningalaus, en þeir Krisiloff og Heimlich, sem höfðu mikinn áhuga og sterka trú á málinu, lögðu fram $50.000. Jolson og Krisiloff lögðu nú land undir fót og héldu á fund „gamla mannsins" í Pavia, Vittorio Necchi, uppfinningamanns sauma- vélarinnar. Þegar þeir höfðu vakið áhuga hans á am- eríska markaðnum, sömdu þeir um kaup á 135 vélum. Á heimleið til New York datt þeim í hug snjöll sölu- hugmynd. Þeir mundu eftir því, að á Times Square er blaðasala, sem hefur á boðstólum dagblöð frá flest- um helztu borgum Bandaríkjanna. Sama daginn og þeir komu til New York keyptu Jolson og Krisiloff eitt eintak af hverju blaði. Þeir flettu í gegnum aug- lýsingarnar og skrifuðu niður þær verzlanir, sem lík- legar voru til að selja saumavélar. Sendu þeir síðan bréf til 350 verzlana, þar sem lýst var kostum Necchi saumavélarinnar auk þess, sem boðizt var til að veita frekari upplýsingar, taka á móti pöntunum og veita söluumboð. Á einni viku streymdu inn pantanir á 3500 vélum út á bréfið og innan tveggja vikna voru þær komnar upp í 7000! Nú reis sú spurning, hvort ítalska verksmiðjan gæti tekið við þessu pantanaflóði. Jolson gerði sér aðra ferð til Italíu og lagði pantanirnar fvrir Vittorio Necchi. Kraftaverkið skeði — Necchi gat afgreitt þær — var einmitt verið að ljúka við stækkunarfram- kvæmdir á verksmiðjunni. Jolson, Krisiloff og Heimlich opnuðu nú skrifstofu og vöruhús á 1151 Broadway, og tilkynntu þeir hin- um bandarísku söluumboðsmönnum strax um það, þeg- ar sendingar af saumavélum komu til landsins. Marg- ir viðskiptavinanna komu með eigin vörubifreiðar til að sækja Necchi vélarnar. Hver var nú ástæðan fyrir því, að þessar ítölsku saumavélum var tekið svona vel? Mest af þeim vélum, sem keyptar voru fyrir heimanotkun í Bandaríkiunum, voru seldar af Singer Co. í gegnum þeirra eigin um- boðsmenn og af White Co. í gegnum deildarverzlanir, sem höfðu sérstakt leyfi. Jolson gaf með þessu hinum smærri kaupmönnum tækifæri til að komast inn á saumavélamarkaðinn, sem selur fyrir $250 milljónir á ári. Þetta var tækifæri, sem aðeins fáum gafst kost- ur á áður. I dag eru 2000 sjálfstæðir kaupmtnn í Bandaríkjunum og 500 í Kanada, sem selja Necclii saumavélar. Nauðsynlegt var nú að auglýsa saumavélarnar, og ákváðu því Jolson og félagar hans að leggja til hliðar 10% af brúttótekjum til auglýsingastarfsemi. Jolsori tók sér einnig fyrir hendur að halda námskeið fyrir lítinn hóp manna, sem áttu að fá þann starfa að heim- sækja verzlanir, er seldu Necchi vélar, og sýna almenn- ingi fram á, hvaða verkefni þær gætu leyst af hendi án sérstakra fylgitækja. Þegar salan nálgaðist $10 milljónir á öðru ári, var farið að auglýsa Necchi saumavélarnar í hinum stærri FRJÁLS VERZLUN 79

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.