Frjáls verslun - 01.08.1953, Síða 28
hreppti Hjörtur önnur þessara verðlauna. Var það
pappírshnífur útskorinn úr fílabeini, og var letrað á
hann: „Gluggaverðlaun Vísis 1913“.
Hjörtur stunaði nú ýmis verzlunarstörf næstu árin.
M. a. fór hann til Siglufjarðar árið 1914 á vegum
Jensen Bjerg, eiganda Vöruhússins í Revkjavík, og rak
jsar fyrir hann verzlun yfir síldartímann. Þá vann
Hjörtur sem sölumaður hjá Cuðmundi Eiríkssvni um
þriggja ára skeið og ferðaðist umhverfis landið í er-
indum umboðs- og heildverzlur.ar þeirrar, er Guð-
mundur rak. Árið 1919 réðst Hjörtur til Sigurjóns
Pétursonar, sem rak þá veiðarfæraverzlun í Hafnar-
stræti 18 i Reykjavík. Vann HjörLur við verzlunina í
þrjú ár, eða þar til hún hætti árið 1923. Sama ár setti
hann á stofn umboðs- og heildverzlun, sem hann hefur
rekið ætíð síðan, eða um þrjátíu ára skeið.
Hjörtur hefur jafnan unnið margvísleg önnur störf
samhliða eigin atvinnurekstri. Um tírna hafði hann á
hendi bókhald, gjaldkerastörf og sölumennsku fyrir
Kexverksmiðjuna Frón og veitti Verzluninni V7aðnes
forstöðu um eins árs skeið. Þá sá Hjörtur um útgáfu
á Upplýsingaskrá kaupsýslumanna, annaðist fjársöfn-
un vegna vörusýningarinnar í New York 1939 og tví-
vegis fyrir Verzlunarskóla íslands. Frá því 1920 hef-
ur Hjörtur gegnt margháttuðum störfum fyrir Verzl-
unarmannafélag Reykjavíkur og ávallt verið boðinn og
búinn til að vinna að hagsmunamálum þess félags.
Hann hefur verið kosinn í margar nefndir innan fé-
lagsins og þá sérslaklega skemmtinefndir, og unnið
hefur hann að flestum þeim jólatrésskemmtunum, sem
félagið hefur haldið s.l. 30 ár. Hjörtur hefur átt sæti
í stjórn V.R. og varastjórn í mörg ár, verið formaður
þess í tvö ár og sömuleiðis framkvæmdarstjóri. Hann
var kjörinn heiðursfélagi V.R. órið 1945, en þá hafði
hann verið 40 ár í félaginu. 1 stjórn Byggingarsam-
vinnufélags verzlunarmanna hefur Hjörtur átt sæti
frá stofnun þess, 20. nóvember 1946.
Auk þess hefur Hjörtur starfað mikið fyrir önnur
félagasamtök og verið í stjórnum Jieirra. Má þar til
nefna Dýraverndunarfélag Islands, Reykvíkingafélag-
ið, Iþróttafélag Reykjavíkur og Knattspyrnufélag
Reykjavíkur. í stjórn Námssjóðs Thor Jensen hefur
Hjörtur ótt sæti frá stofnun hans.
Sungið fyrir Hannes Hafstein.
Snemma hneigðist hugur Hjartar að tónlist og söng,
og er ekki ólíklegt, að hann hefði verið látinn ganga
braut hljómlistarinnar hefði hann notið föður síns
lengur en raun varð á. Þegar Hjörtur var 11 ára gam-
all, var honum gefin einföld harmonika, og lærði hann
fljótlega að spila á hana. Síðar eignaðist hann tvöfalda
Frá jólatrésskemmtun V.K.
Lárus Blöndal, Hjörtur Hansson og Guðniundur Hansson.
harmoniku, og var hann oft fenginn til að spila á
böllum og í brúðkaupum. Þá smíðaði Hjörtur sér
langspil, þegar hann var á tólfta ári, og gat hann spil-
að á það öll algeng lög. Fimmtán ára gamall gerðist
hann einn af stofnendum söngfélags K.F.U.M., en
það var blandaður kór undir stjórn Brynjólfs Þor-
lókssonar, organleikara. Hjörtur var einnig einn af
þeim fáu drengjum, er stóðu að stofnun K.F.U.M.
ásamt séra Friðrik Friðrikssyni. Þá söng Hjörtur í
karlakórnum „Kátir pillar“ og sömuleiðis í ýmsum
kirkjukórum. Um tíma nam hann söng hjá Sigfúsi
Finarssyni, tónskáldi. Hafði Hjörtur háa og bjarta
tenórrödd, og var Sigfús eindregið þeirrar skoðunar,
að hann ætti að fara utan til frekara náms. Söng-
skemmlanir hélt Hjörtur nokkrar í félagi við aðra
músikkrafta, og mun hann senilega hafa verið með
fyrstu einsöngvurum í Reykjavík, sem aðstoðaður var
með fleiru en einu hljóðfæri. Söngskemmtanirnar
voru ýmist haldnar í Bárunni (síðar K.R. húsinu) eða
Iðnaðarmannahúsinu. l eitt skiptið var öllum alþingis-
84
FRJALS VERZLUN