Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Page 29

Frjáls verslun - 01.08.1953, Page 29
mönnum boðið, þar á meðal Hannesi Hafstein, ráð- herra. Kom hann til Hjartar að lokinni söngskemmtun, tók í hönd hans og þakkaði honum fyrir sönginn. Kvað hann slíka rödd verðskulda góða þjálfun hjá útlend- um söngkennurum. í hlutverki „Lohengrin”. Árið 1911 var Hjörtur fenginn til að syngja ein- söng á grímudansleik, sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hélt að Hótel Reykjavík við Austurstræti. Þ,ar var hann klædur sem „Lohengrin" og söng nokk- ur lög úr samnefndri óperu. Var búningur þessi snið- inn eftir fyrirmyndum úr „Lohengrin“, og fékk Hjört- eina af listakonum hæjarins til að sauma búning þennan, en það var mikið verk, þar sem hann var með- al annars allur lagður „paliettum“ frá hvirfli til ylja. Auk þess fylgdi honum síð slá, sem sett var yfir herð- arnar. Það tók heila viku að sauma búninginn, og kost- aði hann uppsettur með vinnu og efni kr. 45.00, en það þótti stór upphæð í þá daga. Á höfði bar Hjörtur uppstoppaðan svan og gilda spöng um ennið. Magnús Vigfússon, dyravörður í Stjórnarráðinu. sá um upp- setningu svansins sem og andlitsgerfi, en hann hafði æfingu á því sviði. Um mittið hafði Hjörtur sjálft Glímubelti íslands, er hann fékk að láni hjá Sigurjóni Péturssyni glímukappa, sem þá var handhafi þess, og við hlið sér bar hann skrautbúinn korða, er Obenhaupt farandsali hafði lánað honum. Mun þetta hafa verið í fyrsta og eina skiptið, sem „Lohengrin“ hefur verið uppfærður í sinni eiginlegu mynd hér á landi. Þá má geta þess, að Iljörtur söng í nokkur skipti um borð í danska herskipinu „Heimdal“, sem hér var við strandgæzlu. Hljómsveit var um borð í skipinu, en hljómsveitarstjórinn, sem kallaði Hjört „den islandske Herold“, bauð honum frítt uppihald á heimili sínu í Danmörku, ef hann færi til frekara söngnáms hjá dönskum söngkennara. Tilboð þetta og reyndar fleiri, sem Hirti barzt, voru mjög freistandi, en hann sá sér þó ekki fært að leggja út í fjárfrekt nám á þeim tím- um, þegar engrar fjárhagslegrar aðstoðar var að vænta frá mönnum eða stofnunum. Árið 1911 kvæntist Hjörtur Unu Brandsdóttur, ætt- aðri frá Snæfellsnesi. Ilafa þau hjónin eignast fjögur mannvænleg börn, og eru þrjú þeirra á lífi. Á þessum tímamótum ævi sinnar, getur Hjörtur verið hreykinn af því að líta yfir farinn veg. Menn kunna að meta hans mikla starf í þágu þeirra fjölmörgu félagasam- taka, þar sem hann hefur verið virkur þátttakandi. Hann hefur ávallt verið kjörinn til vandasamra verka í þeim félögum, sem hann hefur látið sig skipta, og er það engin tilviljun. Hjörtur er einn ;af þeim mönnum, SEMENTSVERKSMIÐJAN — framh. af bls. 70. vík þó fyrir valinu, heldur Akranes, og ber margt til, einkum þó það, er nú skal greina: 1. Flutningur seljasands er stytztur til Akraness. 2. Framan við verksmiðjusvæðið á Akranesi má fá fjörusand lil framleiðslunnar, og er hann bland- aður að 1/3 úr skeljasandi og 2/3 úr basaltsandi. 3. Flutmngur líparítsins úr Hvalfirði er lang- stytztur til Akraness. 4. Fyrir hendi var mjög hentug lóð undir verk- smiðjuna innan hafnar á Akranesi, en góð höfn er sementsverksmiðjunni brýn nauðsyn. Þótt ekki kæmi fleira til, myndu þessi atriði ein saman gera meira en að vega upp á móti því óhag- ræði, sem er því samfara að þurfa að flytja frá Akra- nesi til Reykjavíkur sement það, sem þar verður notað. ★ Fastlega má gera ráð fyrir, að hafizt verði handa með framhald á byggingu sementsverksmiðjunnar á Akranesi á vori komandi. Því til staðfestingar má benda á yfirlýsingu fjármálaráðherra nú nýverið, er hann lét svo um mælt, að góðar horfur væru á því, að lán fengizt til verksmiðjunnar innan skamms frá Al- þjóðabankanum í Washington, og ekki síður til sam- komulags þess, er varð milli núverandi stjórnarflokka við myndun ríkisstjórnarinnar, þar sem skýrt er tek- ið fram, að sementsverksmiðjan eigi að ganga fyrir öllum öðrum framkvæmdum um lánsútvegun. Er því líklegast að farið verði að framleiða sement hér á landi á árinu 1956. Verða notuð í það innlend hráefni, eins og að framan getur, að öðru leyti en því, að flytja þarf inn eldsneyti til brennslunnar og lítið eitt af gipsi (um 2 þús. tonn á ári), sem malað er saman við sementssteininn. Verður því mikill gjald- eyrissparnaður að hinni innlendu sementsframleiðslu. Ráðgert er að byggja verksmiðju, er getur framleitt 75 þús. tonn á ári. Framleiðsluverð er áætlað kr. 340.00 pr. tonn af sekkjuðu sementi með fullri nýtingu af- kastagetu verksmiðjunnar. Er það rniklu lægra verð en verið hefur undanfarið á sementi, en það hefur verið tæpar kr. 600.00 pr. tonn í Reykjavík. Jón E. Vestdal. sem mikla ánægju hefur haft af því að vinna fyrir gott málefni, svo framarlega, sem það hefur mátt verða mönnum eða málleysingjum til gagns og bóta. Um leið og FRJÁLS VERZLUN árnar Hirti heilla og blessunar á þessum tímamótum ævi hans, væntir hún þess, að hinna giftudrjúgu starfa hans megi njóta sem lengzt. FRJÁLSVERZLUN 85

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.