Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Side 30

Frjáls verslun - 01.08.1953, Side 30
Ntefna ber ad fullkoiiiniiistii vörBivöinlini Rætt viö Þorbjörn Jóhannesson, form. Félags kjötverzlana Hvað er hœgt að segja um kjötsöluna í ór? Kjötframleiðslan er í stuttu máli sagt of lítil fyrir innanlandsþörfina. Algjört kjötleysi hefði verið í júní og júlí mán s.l., ef nýting hvalkjöts og sjávar- fugla hefði ekki tekizt svo vel sem raun varð á. Hefur ekki meðferð kjötvara stórum fleygt fram? Þann 2. jan. s.I. voru gefin út fyrstu meistarabréf í kjötiðnaði hér á landi, en það er upphaf að betri nýt- ingu á kjötframleiðslu bœnda. Það skapar möguleika á aukinni framleiðslu og tryggir neytendum kiötvara meira öryggi um vöruvöndun. Kjötframleiðsluna þarf að auka og bæta alla með- ferð kjötvara. Hinar nýju reglur um kjötmat og flokk- un stórgripakjöts eru að byrja að bera árangur, en vegna vöntunar á kjöti almennt hafa þær ekki komið að fullum nolum ennþá og koma ekki, fyrr en betri skilnings gætir hjá þeim, er setja reglur um kjötsöl- una, en það er Framleiðsluráð Landbúnaðarins, og telja ekki eftir sér að sjá um, að þeim sé framfylgt. f dag er þessu þannig varið, að starfandi eru í Reykja- vík kjötmatsmenn undir eftirliti yfirkjötsmanns, sem um leið er skrifstofumaður Framleiðsluráðs og hefur því takmarkaðan tíma til þess að sjá um samræmi á kjötmati samkv. hinum nýju flokkunarreglum, sem þó eiga að vera til þess að tryggja bændum tekjur af framleiðslu sinni og neytendum góða vöru. Hvaða aðilar sjá um verðskráningu kjötvara? Verðskráningu kjötvara er hagað þannig í dag, að Framleiðsluráð Landbúnaðarins ákveður hcildsöluverð á öllu kjöti, öðru en svínakjöti og fuglakjöti, en það ákveður Félag kjötverzlana í samráði við framleið- endur þessarra vara. Smásöluverð er ákveðið af Félagi kjörtverzlana, nema verð á súpukjöti, dilka- og ali- kálfakjöti, sem Framleiðsluráðið gerir í samráði við Fé- lag kjötverzlana. Verðskráning á unnum kjötvörum er gerð af Félagi kjötverzlana með þeirri undantekningu þó, að Fjárhagsráð hefur ákveðið verð á kjötfarsi og wienerpylsum, bæði í heildsölu og smásölu, og hefur það oft orðið á eftir tímanum eins og í fleiru. Hvað er helzt framundan, sem nauðsynlegt er að gera til hagsbóta fyrir neytendur, og til þess að tryggja bœndum öruggan markað í Reykjavík? 1. Að koma upp í Reykjavík kjötmóttökustöð fyrir allt kjöt, sem ætlað er neytendum kjötvara í Reykja- vík, sem jafnframt væri dreyfingarstöð og kjötvinnslu- stöð fyrir smásalana, og mætti þar veita bændum ýmsa fyrirgreiðslu vegna framleiðslu þeirra. (Fé í þessar framkvæmdir mætti t.d. veita úr Mótvirðissjóði að einhverju leyti). 2. Að lögum um Framleiðsluráð Landbúnaðarins sé betur framfylgt. í þeim eru mörg ákvæði, er varða hag bænda og neytenda, sem ekki er framfylgt að neinu leyti. 3. Að kjötmat og allri meðferð sláturgripa á slátr- unarstöðum verði stórum bælt frá því sem nú er, til þess að betri nýting fáist á allar slálurafurðir. 4. Að ekki verði unnið að útflutningi kjötvara á meðan framleiðslan fullnægir hvergi nærri innan- landsþörfinni. Ef um útflutningsmöguleika verði að ræða, þá séu athugaðir möguleikar á unnum kjötvör- um að einhverju leyti, eins og t.d. hluta af dilka- skrokkum, læri, hryggi o.fl., sem seljast fyrir marg- falt verð á erlendum markaði, ef vel og snyrtilega væri frá vörunni gengið. 86 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.