Frjáls verslun - 01.08.1953, Side 32
Ilendur úr djúpinu. — Ljósm.: Hjálmar R. Bárðarson.
fullkomna mynd. Hér er ekki átt við þann áhuga,
heldur áhugan á að reyna nýjar myndavélar, nýjar
gerðir af filmum, af pappír, af framköllurum o.s.frv.
Mikið er nú t.d. rætt um nýjustu framkallarana, sem
talið er að ged margfaldað svo ljósnæmi filmanna,
að hægt sé að taka myndir svo til í myrkri. Einkan-
lega hafa Ameríkumenn verið mjög áhugasamir í
þessu, en árangurinn valdið miklum deilum. „Heita
súpan“ (hot soup) er gælunafn á þessum framköll-
urum, og munu þeir vantrúaðri á nýtni þeirra vera
allmiklu fleiri en þeir trúuðu. — Þessi tækniáhugi
á ljósmynduninni er auðvitað ekki á neinn hátt víta-
verður, því ekki er neitt óeðlilegt, að sumir hafi áhuga
á efnafræðilegum tilraunum, og það er ef til vill lil-
viljun, að þeir hafa valið ljósmyndaefni að verkefni.
Hinsvegar er rétt að geta þess, að ekki munu vera
nema mjög fáir þessarra Ijósmyndatækr.i-áhugamanna,
sem einnig geta tekið myndir svo nokkru nemi.
Sannleikurinn í þessum málum mun vera sá, að
margir þeirra, sem fremst standa í myndrænni ljós-
myndun á alþjóðavettvangi, nota mjög einfaldan ljós-
myndaútbúnað og ákaflega takmarkaðan fjölda filmu-
og framkallara-tegunda. Hinsvegar þekkja þessir menn
út og inn sín tæki. Þau leika í höndum þeirra, af því
þau eru gamlír ferðafélagar. Myndirnar verða marg-
ar hverjar til að prýða veggi alþjóðaljósmyndasýning-
anna um allan heim, ekki vegna þess að myndavélin var
„model 1953“ með öllum nýtízku búnaði, heldur vegna
þess, að maðurinn að baki myndavélarinnar þekkir
tækin sín það vel, að hann veit hvað hann má bjóða
þeim, og hann þarf ekki að eyða dýrmætum tíma í
tæknilegar bolialeggingar, heldur einbeitir huga sín-
um við myndina sjálfa, upjibyggingu hennar, línur og
fleti myndflatarins, jafnvægi myndarinnar o.s.frv.
Hvað merkja nú öll þessi hugtök í heimi ijósmynd-
unarinnar? Svarið er mjög einfalt. Nákvæmlega sama
og þau merkja i málaralist, einkanlega þó í svartlist-
armyndum, ef um svart-hvíta ljósmyndun er að ræða.
Of langt mál yrði hér að fara út í nánari skýringar
þessarra hugtaka, þótt freistandi væri að ræða þau
sérstaklega frá sjónarmiði ljósmyndunarinnar. Enda
er myndræn ljósmyndun aðeins ein grein ljósmyndun-
arinnar, þótt hún óneitanlega beri hæst á alþjóðavett-
vangi í samkeppnum þjóða á milli á alþjóðasýning-
unum.
Þó skal einnig varast að fylgja allt of mikið föstum
reglum í uppbyggingu mynda, þótt góðar geti verið
til stuðnings og skilnings á myndunum. Sagt hefur
verið, að þessar reglur og lögmál um línur og fleti
komi að beztum notum hjá þeim, sem hefur kynnt sér
þær og þekkl vel, en er búinn að gleyma þeim það
mikið aftur, að hann er ekki þrælslega bundinn þeim.
Og hver var svo mergur málsins í þessu stutta rabbi?
Nokkur sundurlaus liugtök um ljósmyndun, ætluð
jafnt þeim, sem aðeins hafa ánægju af góðum mynd-
um, og einnig þeim, sem líka eru færir um að taka
sh'kar myndir. Það er nauðsynlegt hverjum þeim, sem
tekur myndir, að þekkja vel myndavélina sína og film-
ur þær og framkallara, sem hann hefur vanizt á að
nota. Einnig er gagnlegt að lesa greinar ljósmynda-
blaða og skoða myndir eftir vel hæfa Ijósmyndara, og
þannig læra að mela að verðleikum góðar ljósmvndir,
reyna að gera sér sjálfum grein fyrir sínum eigin
skoðunum á því, hvers vegna ein mynd er betri en
önnur. Á þennan hátt tekst bezt að skapa eigin skoð-
anir, sjálfstæðar skoðanir, sem geta orðið að gagni í
eigin myndatökum, án þess að þurfa að eftirlíkja aðr-
ar myndir.
Enginn má vænta þess að verða nokkurn tíma í
fremstu röð ljósmyndara (áhuga- eða atvinnu-ljós-
88
FRJALS VERZLUN