Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.08.1953, Qupperneq 33
Viðskiptasamningurinn milli ís- lands og Sovétríkjanna, er undirrit- aður var 1. ágúst s.l., er sá stærsti, sem íslendingar liafa gert fram til þessa. Mun viðskiptaupphæðin nema um 170 millj. króna. Samningur- inn gildir fyrst um sinn til tveggja ára, en að þeim tíma liðnum má segja honum upp með þriggja mán- aða fyrirvara. Samningnum fylgja vörulistar, er gilda í eitt ár. Viðskiptasamningurinn gerir ráð fyrir, að flutt verði út til Sovétríkj- anna á næstu 12 mánuðum 21 þús. tonn af freðfiski, allt að 100 þús. tonn af saltaðri Faxasíld og allt að 3000 tonn af frystri Faxasíld. Frá Sovétríkjunum verða keypt í staðinn 200 þús. tonn af brennsluoh'um og benzíni, 2100 tonn af hveitiklíð, 360 tonn af hrísgrjónum, 3000 tonn af rúgmjöli, 300 tonn af kartöflumjöli, 160 tonn af steypustyrktarjárni, allt að 50,000 tonn af sementi og allt að 2000 tonn af járnpípum. Auk þess var samið um sölu á allt að 80 þús. tunnum af Norðurlandssíld. Vöruskiptajöfnuðurinn i ágúst- mánuði varð hagstæður um 12,3 millj. kr. 1 mánuðinum voru flutt- ar út vörur fyrir 75,3 millj. kr., en inn fyrir 63 millj. kr. Eftir fyrstu átta mánuði ársins er vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 217,6 millj. kr. Hinn 3. júlí s.I. var undirrituð bókun um framlengingu á samkomu- lagi um viðski])ti milli Islands og Svíþjóðar. Gildir samkomulagið til 31. marz 1954 og er byggt á sama viðskipta- grundvelli og var áður. Noregur. Hafin er bygging stærstu alum- inium-verksmiðju landsins í Sunn- dalsöra (Vestur-Noregi) og er bú- izt við að framleiðsla geti hafizt á næsta ári. Á verksmiðja þessi að geta framleitt 40 |)ús. tonn á ári, en möguleikar fyrir aukningu upp í 50 þús. tonn síðar. Aluminium- framleiðsla landsins nemur nú um 50 þús. tonn á ári, svo að nýja verk- smiðian kemur til með að tvöfalda árlega framleiðslu. myndara), með því einu að lesa ljósmyndabækur og blöð. En slíkur lestur og kynni við aðra áhugamenn getur auðveldað fyrir menn að gera sér ljóst, til hvers hann sjálfur helzt kýs að nota sína ljósmyndatækni. Alltaf skal þess þó minnzt, að raunverulegur árangur í ljósmyndun byggist einvörðungu á hverjum einum sjálfum, en aldrei á öðrum. Því miður hafa margir ágælir áhugaljósmyndarar misst sjónar á eiginlegu markmiði sínu, með því að eyða ónauðsvnlegum tíma og peningum að ráði ann- arra, sem talið hafa þeim trú um, að öll góð mvnda- taka byggðist á því einu að þekkja nógu marga undra- framkallara, eða að allt stæði og félli með því einu að kaupa einn eða annan undragrip til myndatöku. Bezta ráðið, sem hægt er að gefa, er án efa að kynn- ast þeim tækjum, sem hver og einn hefur umráð yfir, það vel, að tæknilega atriðið sé orðið leikur einn. Þá fyrst er hægt að leggja áherzluna á það, sem fyrir flestum er aðalatriðið, myndirnar. í raun og veru er ljósmyndatæknin sjálf ákaflega einföld og auðskilin, ef ekki eru farnar neinar krókaleiðir til að kvnnast því sem er mergur málsins. Auðvitað vilja flestir vera sem færastir, einnig á tæknilegum vettvangi Ijósmyndunarinnar. Þó er vert að benda á, að þó nokkrir frægustu ljósmyndarar heims- ins eru það dáðir mynda sinna vegna, að ekki er dæmd léleg mynd eftir þá, þótt greinilega sé kornótt eða illa upph'md. Þeir eru þó auðvitað ekki orðnir frægir vegna þessarra tæknilegu ágalla, heldur þrátt fyrir þá. Enn- þá hefur engin mynd verið dáð eingöngu vegna lélegr- ar tækni, en framúrskarandi tækni í myndatöku er ein heldur aldrei nóg. í ljósmynduninni er og verður það maðurinn bak við myndavélina, en ekki myndavélin sjálf né önnur tækni myndatökunnar, sem veldur því, hvort mynd er að- eins af ákveðnum hlut eða persónu, eða mynd með myndrænu gildi, mynd vegna myndarinnar sjálfrar, en ekki vegna þess af hverju hún er. FRJÁLS VERZLUN 89

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.