Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1953, Síða 34

Frjáls verslun - 01.08.1953, Síða 34
Bjarni Sighvatsson hanku- stjóri andaðist 20. ágúst s. 1. Fæddur var hann í Reykjavík 22 júlí 1891, sonur hjónanna 4gústu Sigfúsdóttur og Sighvats Rjarnasonar bankastjóra við Islandsbanka. Strax eftir fermingar- aldur hóf Bjarni störf í íslandsbanka og etarfaði þar fram á mitt árið 1915, að hann varð að hverfa frá störfum sökum sjúkleika og leita sér heilsubótar erlendis. Er hann kom heim aftur, hóf hann að starfa að útgerðarmálum í Vestmannaeyjum, og nokkrti síð- ar tókst hann á hendur forstjórastarf við togaraútgerð- arfélag hér í Reykjavík. Einnig fékkst hann um skeið við innflutningsverzlun. Árið 1934 hóf hann bankastörf að nýju við Utvegs- hanka íslands h.f. hér í bæ og starfaði þar, unz hann tók við forstöðu útibú bankans í Vestmannaeyjum 1. sept. 1946. Gegndi hann bankastjórastarfinu þar til dauðadags. Hann tók virkan þátt í starfsemi bankamanna og átti um skeið sæti í stjórn Sambands ísl bankamanna. Eirnig hafði hann afskipti af ýmsum fleiri félags- málum og vann m.a. mikið starf í þágu Oddfellow- reglunnar. Vararæðismaður Norðmanna í Vestmannaevjum var hann síðustu æviár. Biarni var prúðmenni mikið, góður félagi, einlægur, starfsfús og starfsglaður. Vinfastur var hann og vin- tryggur. Kvæntur var hann Kristínu Gísladóttur og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi. Guðmundur Gamalíelsson bóksali andaðist 30. sept. s. 1., hátt á 83. aldursári. Hann var fæddur í Hæk- ingsdal í Kjós 25. nóvem- ber 1870. Foreldrar hans voru Garnaliels Oddsson hóndi og Þuríður Jörunds- dóttir kona lians. Tíu ára gamall missti Guðmundur föður sinn, og ólst hann upp úr því hjá skyldmenn- um sínum. Átján ára að aldri flultist hann hingað til Reykjavíkur, ásamt móð- ur sinni, og hóf að nema bókbandsiðn. Sveinspróf í þeirri iðn tók hann 1895. Fór hann utan sama ár og dvaldi næstu árin erlendis, aðallega í Danmörku og Þýzkalandi, til að afla sér aukinnar þekkingar í iðn- grein sinni. Heim kom hann aftur 1901 og réðst sem verkstjóri við bókbandsvinnustofu Björns ritstjóra Jónssonar. Skömmu síðar selti hann á stofn sína eigin bókbandsvinnustofu. Árið 1904 byrjaði hann hókaútgáfu og bókasölu og fékkst við þau störf til æviloka. Var hann löngu þjóð- kunnur maður sem bókaútgefandi og bóksali og vann giftudrjúgt starf í þágu alþjóðar. Má í því sambandi minna á hina umfangsmiklu kennslubókaútgáfu lians. Guðmundur var félagslyndur mjög. Tók hann virk- an þátt í starfi ýmsra félaga hér í bæ. Hann beitti sér m. a. fyrir stofnun Iðnskólans, þegar eftir heimkom- una til íslands, og bar hag skólans ávallt fyrir brjósti. Var hann áhugasamur um iðnaðarmálefni og lengi framarlega í félagsskap iðnaðarmanna. Hann var gáfaður maður, hugkvæmur og fjölfróður. Skvldurækni hans og ]>rúðmennsku var viðbrugðið. Hjálpsemi hans og góðvild var rómuð af öllum. Hann var einstakur iðiumaður alla tíð. Er með fráfalli hans horfinn mætur maður og góður. Einn son harna átti hann, uppkominn. 90 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.