Frjáls verslun - 01.08.1953, Qupperneq 37
á Kerlingarskarði eða sólaruppkoma í Borgarfirði,
]>að eru stundir, sem hrífa huga hans og gleymast ekki.
Hlýlegt bros hans, prúðmannleg framkoma og vin-
gjarnlegt viðmót hefur aflað honum fjölda vina, seni
allir óska honum gæfu og gengis um ókomin ár.
B.G.B.
Jón GuSmundsson jor-
stjóri átti sextugsafmæli 28.
júlí s.l., en hann er fædd-
ur að Hvallátrum á Rauða-
sandi árið 1893. Er hann
hafði aldur til, hóf hann að
stunda sjóróðra, og lauk
síðar prófi frá Stýrimanna-
skólanum. Ura margra ára
skeið var hann skipstjóri á
fiskiskipum hér við land
og erlendis.
Árið 1934 stofnsetti Jón
fyrirtækið Belgjagerðina h.f., sem fvrir löngu er orð-
ið landsþekkt fyrir framleiðsluvörur sínar. Með stofn-
un þessa fyrirtækis ruddi hann nýjum iðnaði braut
hér á landi. Efnin voru lítil í upphafi, en undir góðri
stjórn hans hefur fyrirtækið aukizt og dafnað og er nú
í fremstu röð iðnfyrirtækja landsins.
FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla á
þessum tímamótum.
Axel Jónsson kaupmci'öur
í Sandgerði varð sextugur
29. júlí s.l. Hann er Akur-
nesingur að ætt, fæddur að
Smiðjuvöllum þar í bæ ár-
ið 1893. Um fermingaald-
ur byrjaði hann að vinna
við fiskverkun og lifrar-
bræðslu, bæði á Akranesi
og í Sandgerði. Hann hóf
snemma verzlunarstörf hjá
Böðvari Þorvaldssyni og
var hjá honum, þar til
hann fluttist með Haraldi syni hans til Sandgerðis ár-
ið 1915. í þjónustu hans var Axel fram til ársins
1920, en réðst þá lil verzlunarstarfa hjá Lofti Lofts-
syni í Sandgerði og síðar til H.f. Miðness.
Árið 1949 stofnsetti hann svo sína eigin verzlun
þar í kauptúninu og hefur starfrækt hana síðan.
Auk umfangsmikilla daglegrar umsýslu hefur Axel
sinnt margvíslegum störfum fyrir sveitarfélag sitt, t.d.
verið í skattanefnd Miðneshrepps í yfir 30 ár, átt sæti
í hreppsnefnd í fjölda ára o.fl. Hann er maður vel
látinn og vinsæll.
FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla með
sextugsafmælið.
Ölafur Ölajsson kaup-
maöur í Vestmannaeyjum
varð áttræður 8. ágúst s.l.
Hann er fæddur að Stóru-
Mörk undir Eyjafjöllum
1873. Ólst upp í foreldra-
húsum fram undir tvítugs-
aldur, réðst þá í vinnu-
mennsku til annarra. Stund-
aði búskap í níu ár. Árið
1924 fluttist hann til Vest-
mannaeyja, keypti sér
verzlunarleyfi, stofnsetti
verzlun og hefur stundað það starf óslitið síðan Þrátt
fyrir háan aldur afgreiðir hann ennþá viðskiptavini
sína. — Ólafur er grandvar og áreiðanlegur maður í
hvívetna, og ljúfmennsku hans er viðbrugðið.
Árnar FRJÁLS VERZLUN honum heilla með átt-
ræðisafmælið.
Þórhallur Daníelsson,
fyrrv. kaupmaSur varð átt-
ræður 21. ágúst s.l. Hann
gekk ungur í Möðruvalla-
skóla og fluttist síðar til
Austurlands. Setti hann á
stofn verzlun og útgerð í
Höfn í Hornafirði. Bvggði
hann þar verstöð mikla og
gerðist umsvifamikill vinnu
veitandi og sveitarhöfð-
ingi um margra ára skeið.
Þórhallur er mannkosta-
maður mikill, hjálpsamur og réttsýnn. Dugnaði hans
hefur löngum verið viðbrugðið, og enn gengur hann
til starfa í fullu fjöri við bókhald og skriftir.
FRJÁLS VERZLUN óskar honum allra heilla með
afmælið.
Jón B. Helgason kaup-
maSur varð sextugur 14.
okt. s.l. Hann er Akurnes-
ingur að a*tt, fæddur að
Litla-Bakka árið 1893.
Ungur að árum hóf hann
að stunda verzlunarstörf
hjá Vilhjálmi kaupmanni
Þorvaldssyni, er lengi starf-
rækti verzlun á Akranesi,
Frá Akranesi fluttist Jón
hingað til Reykjavíkur og
stundaði verzlunarstörf hjá
ýmsum firmum, lengst af við verzlun Jónathans Þor-
FEJÁLS VERZLUN
93