Frjáls verslun - 01.08.1953, Page 38
Bókadálkur
í sumar sem leið kom út þriðja útgáfa hinnar ágætu
bókar Björns Þórðarsonar, fyrrverandi forsælisráð-
herra, Iceland, past and present. Er þessi nýja útgáfa
bókarinnar aukin og endurbætt. Hefur HlaðbuS séð
um útgáfuna með sérstöku leyfi fyrri útgefenda, Ox-
ford University Press.
Margar fagrar myndir prýða þessa nýju útgáfu, og
liefur Hjálmar R. Bárðarson, verkfræðingur, tekið
myndirnar.
Aftast í bókinni eru svo nokkrar almennar upplýs-
ingar, ætlaðar ferðamönnum, um land, þjóð, atvinnu-
vegi og fyrirtæki.
Bók sína, Iceland, past and present, reit dr. Björn
Þórðarson í byrjún seinustu heimsstyrjaldar og sá ís-
landsvinurinn Sir William Craigie um þýðingu henn-
ar á enska tungu.
Kom fyrsta útgáfa bókarinnar út 1941. Fékk bók-
in þegar í upphafi mikla viðurkenningu sem traust og
ábyggilegt rit. Onnur útgáfa bókarinnar kom út 1945.
og eru þessar tvær útgáfur þegar fyrir löngu upp-
seldar.
Miklum og góðum fróðleik um land og þjóð er sam-
anþjappað í þessa litlu en snotru bók.
Er þessi bók mjög til þess fallin að senda útlend-
ingum, er vilja fræðast um sögu lands og þjóðar.
Einnig má benda íslenzkum kaupsýslumönnum á, að
bókin er hentug til að senda erlendum viðskiptavinum.
Þessi nýja útgáfa bókarinnar er útgefenda til mik-
ils sóma, enda þekktur af vandvirkni.
Þa3 borgar sig að auglýsa!
Skozk stúlka auglýsti í blaði, að hún óskaði eftir að
kynnast manni með hjónaband fyrir augum. Auglýs-
ingin kostaði stúlkuna 12 shillinga, en hún var hepp-
in. Giftingin kostaði aðeins 5 sterlingspund. Eigin-
maður hennar lifði í aðeins 9 mánuði, en lét eftir sig
líftryggingu upp á tvö þúsund sterlingspund.
(Efficiency Magazine).
steinssonar. Síðustu áratugi hefur hann starfrækt eig-
in vefnaðarvöruverzlun, sem nú er til húsa á Vestur-
götu 27.
Innan Góðtemplarareglunnar hefur Jón starfað
mikið.
Jón er prúðmenni mikið og snyrtimenni í hvívetna.
FRJÁLS VERZLUN sendir honum heztu árnaðar-
óskir í tilefni afmælisins.
BYIa^niál
Hátíðahöld verzlunarmanna í Tivoli, helgina 2. og
3. ágúst s.L, voru fjölsótt, þrátt fyrir fremur óhag-
stætt veður. Skemmtiskráin var mjög fjölbreytt. Á
miðnætti á mánudag var skotið skrautlegum flugeld-
um úr skemmtgarðinum. Fóru hátíðahöldin í alla staði
vel fram.
Dagskrá Ríkisútvarpsins á mánudagskvöldið var að
nokkru leyti helguð frídegi verzlunarmanna. Fluttu
þar ávörp Björn Ólafsson, viðskiptamálaráðherra,
Helgi Bergsson, skrifstofustjóri Verzlunarráðsins, og
Guðjón Einarsson, formaður. V.R.
Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, flutli erindi
um Tryggva Gunnarsson, og Hjörtur Jónsson, kauji-
maður, sagði ferðasögu.
Stari'siiiaður kvaddur
— og' nýjniifi fagiiað
í byrjun októbermánaðar urðu starfsmannaskipti hjá
V.R. Indriði Bogason, skrifstofustjóri félagsins, sagði
starfi sínu lausu frá og með 1. okt. og hyggst helga
hugðarefni sínu, tónlistinni, starfskrafta sína framveg-
is. Starfsmaður félagsins liefur Indriði verið frá 1939,
er það opnaði fyrst skrifstofu, og fram lil þessa. Er
hann verzlunar- og kaujisýslumönnum þessa bæjar
löngu kunnur fyrir lipurð og prúðmennsku í starfi.
Starfstími Indriða eru mestu umbrotatímar í sögu
félagsins. Félagsmönnum hefur fjölgað stórlega og öll
starfsemi félagsins orðið umfangsmikil og erilsöm.
V. R. þakkar honum vel unnin störf í þágu félagsins.
Við starfi Indriða hjá félaginu
tók Ólafur í. Hannesson, lök-
fræðingur.
Ólafur er fæddur 8. okt. 1924
og lauk stúdentsprófi frá Verzl-
unarskólanum árið 1946. Hann
tók mikinn og virkan þátt í félags-
lífi nemenda á skólaárunum.
I skemmtinefnd V.R. var hann
í þrjú ár og hefur unnið önnur
störf í þágu félagsins.
Ólafur er ötull og duglegur starfsmaður og er fé-
laginu fengur að njóta starfskrafta hans. Býður V.R.
hann vel kominn til starfs.
94
FRJÁLS VERZLUN