Frjáls verslun - 01.11.1961, Side 28
litlu niáli máli og illa var það séð ef ekki var róið
taktfast og hávaðalítið. Eftir að vélbátarnir komu
til sögunnar upp úr aldamótum, voru nótabátarnir
dregnir áleiðis þangað sem síldar var leitað, en þá
var þeim sleppt úr togi og róðurinn hóst. Nótabát-
arnir höfðu stýri með langri stýrissveif og var
alltaf stýrt í róðri. Bátnum fylgdi svokallað spækju-
spil. Þetta var nærri sívalt kefli, sem náði yfir bát-
inn þveran miðskips, í endum þess voru járntollar,
sem féllu í járnlegur í borðstokkum, og á endum
voru járngjarðir til að varna klofnun. Nokkuð frá
báðum endum á keflinu voru ferköntuð göt i gegn
og stóðust eigi á í keflinu, þannig að þegar spækj-
unum var stungið í gegnum þau mynduðu þær
kross, önnur lárétt hin lóðrétt. Með þessum spækj-
um var spilinu snúið þannig að fjórir menn spiluðu,
tveir og tveir hvor á móti öðrum. Tóinu var þrí-
vafið um kcflið, og einn maður tók af. Heldur var
aðdráttaraðferð þessi scinvirk, en örugg. Notkun
sveifarspils í nótabátunum var óframkvæmanleg,
því hvergi var hægt að hafa þau þar sem þau voru
ekki fyrir nót og árum. Spilkeflið og spækjurnar
lágu undir nótinni í bátnum og var strax sett í
skorður, þegar búið var að kasta. Ennfremur var
í bátnum rúlla, scm sett var á borðstokk, þegar
nótin var köfuð inn. Sömuleiðis nokkrir járnbentir
trékútar, tó og dregg.
Frammi á stafnpalli lá langur og sterkur kaðall
og fjórflauga dregg á cnda, sem hékk á borðstokk.
Þetta voru landfestar nótabátsins. Annar framá-
ræðarinn var dreggmaður, það var hans hlutverk
að festa bátinn við land þegar kastað var. Oft kom
það fyrir, að hann varð að fara fyrir borð þar sem
vond var landtaká og vaða sjóinn upp undir hend-
ur til lands með dreggið í fanginu, leita þar að not-
hæfri festu, gæta þess að ckki losnaði og færa ef
með þurfti. Þetta þótti illt verk og hraustum einum
hcnt, enda þurftu dreggmenn oft að húka tímum
saman holdvotir og skjálfandi á landi, þegar báta-
vélamennirnir sveittust á spilinu við aðdráttinn.
Þegar nótin var lögð í bátinn, var aðdráttartóið
lagt fyrst í löngum lykkjum miðskips á botninn,
síðan var nótin lögð í lykkjum, sem náðu súða á
milli, og var vandaverk að hlaða nótinni þannig,
að búlki væri ekki óhæfilega hár og nótin vel lögð
til kasts. Þessu verki stjórnuðu nótkastarar jafnan
og bjuggu þannig sjálfir í hendur sér. Korkateinninn
var lagður skutmegin, og honum kastaði stýrimaður
eða nótabátsformaður eins og hann var oftast kall-
aður. Ég hef nú lýst nótabátnum allrækilega, tækj-
um hans og áhöfn og verkaskiptingu. Á nótabátnum
voru oftast 8 menn, þó kom það fyrir að þeir voru
aðeins 7.
Spilbáturinn cr fylgibátur nótabátsins og tengd-
ur við hann með dráttartaug, en annars róið tveim
árum. í spilbátnum er annað aðdráttartó nótar-
innar, og er cndi þess festur við nótareyrað, sem
ofan á liggur í nótabátnum. Það, sem einkennir
spilbátinn sérstaklega, er spilið. Það er úr járni, á
einum fæti, sem gengur niður í gegnum næstfremstu
þóftu, og fellur endinn á fætinum í skorður niðri
við kjöl. Þetta er tannhjólaspil með tveim sveifum
og mótstöðuloku, sem hindrar, að það geti snúizt
til baka. Svokölluð „ballansspil" höfðu útbúnað,
sem létti verkið, en þau voru víst fágæt. í spil-
bátnum var sams konar landfestarútbúnaður og í
nótabátnum, á honum voru vcnjulega 3 menn, og
einn þeirra formaður.
Síldarleit
Þá eru það loks bassabátarnir tveir, venjuleg
tveggja manna för, norskar skektur. Auk bassans,
er á hvorum báti einn ræðari. Embættistákn bass-
ans, ef svo mætti að orði komast, er síldarlóðið.
Það er lítið, perulaga blýlóð, um það bil 800 gr.
að þyngd, fest á örmjóa, sterka, þríþætta snúru,
cn snúran er undin upp á ferstrenda grind, er snýst
um ás, sem er framhald af skaftinu. Síldarlóðið
var „asdictæki“ þeirra gömlu bassanna, en það var
tilfinningin í fingurgómunum, sem tók við boðun-
um neðan úr djúpinu frá síldartorfunum, um stærð
þeirra, útbreiðslu og þykkt. Ilinn þandi strengur
frá lóðinu titraði og skalf, þegar hann skarst í
gegnum síldartorfurnar, og kölluðu bassarnir það
„stuð“. Því fleiri og þéttari sem stuðin voru, þeim
mun meiri síld.
Það var næsta furðulegt, live beztu bassarnir
voru naskir að finna á þennan hátt, hve síldar-
torfurnar voru þéttar og fljótir að kanna stærð
þeirra og hreyfingar. Annað tæki höfðu bassarnir
líka til hjálpar við síldarleitina, það var sjókíkir-
inn. Þetta var málmhólkur, um það bil 1 metri á
lengd, víðari í annan endann, um 10 þml. í þver-
mál. Þeim enda var lokað með venjulegu rúðugleri,
og var tækið þannig notað, að víðari endanum
með glerinu var stungið niður í sjóinn, en kíkt í
hinn. Einkum var þetta gert, þegar vindur gáraði
yfirborðið og sjóskyggni var slæmt, einnig þegar
kannað var síldarmagn í lásum. Lóðið var þó aðal-
könnunartækið, en eitthvert gagn mun þó hafa ver-
28
FRJÁLS VERZLUN