Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Page 36

Frjáls verslun - 01.11.1961, Page 36
Athafnamenn og frjálst framtak J Tryggvi Tryggvi Ólafsson cr fæddur 30. október 189!) að Litla-Skarði í Stafholtstungum. Foreldrar hans voru Olafur Kjartansson, bóndi þar, og kona hans, Þórunn Þórð- ardóttir. Börn þeirra hjóna voru níu, og er Tryggvi vngstur þeirra. Tryggvi missti föður sinn á unga aldri og fluttist þá með móð- ur sinni og systkinum niður í Borgarnes og ólst þar upp. Eftir /ermingu fluttist hann til Reykja- víkur. Hann stundaði nám við Verzlunarskóla íslands og útskrif- aðist þaðan 1918. Tryggvi starfaði fyrst sem skrifstofumaður hjá Jóni Þorlákssyni, verkfræðingi, og síðar hjá vegamálastjóra. Haustið 1924 fluttist haiin lil Hafnarfjarðar, og hóf þar kola- verzlun. Um svipað levti reisti hann lifrarbræðslustöð í Hafnar- firði til bræðslu á lifur frá togur- um, en 1927 lagðist sú starfsemi niður vegna þess að farið var að bræða lifur um borð í togurunum. Árið 1928 fluttist Tryggvi aft- ur til Reykjavíkur og stofnaði með Þórði bróður sínum Kola- firði, og er það danskur maður, sem er lífið og sálin í þeim tilraun- um. Vonandi er, að þetta hepnist og vcrði ekki aftur látið falla nið- ur; í því er hin stórkostlegasta framför. Á einni öld mætti, ef til vill, gjöra landið að skóglendi, ef vel væri að verið. Ólafsson söluna s.f. Og um sama leyti stofn- uðu þcir, í félagi við aðra, fisk- veiðahlutafélagið Hcimi, sem gerði út togarann Barðann. Fjórum ár- um síðar tóku þeir við rekstri Fylkis h.f., sem gcrði út togarann Belgaum og síðar togarann Fylki. Nokkrum árum síðar stofnuðu þeir, með öðrum, fiskveiðahluta- félagið Ask. Árið 1936 komst Tryggvi í sam- band við amerískt lyfjafirma, sem notaði mikið af þorskalýsi, bæði til sölu í flöskum og einnig til að vinna úr því vitamín. Þá var ekki farið að framleiða A og D vita- mín efnafræðilega (synthetiskt), en íslenzka „vertíðarlýsið“ var þá mun D-vitamínríkara, en lýsi sem framleitt var annars staðar. Með fjárhagslegri aðstoð þessa firma reistu þeir Tryggvi og Þórður lýs- isvinnslustöð í Reykjavik árið 1937, og stofnuðu Lýsi h.f., sem Tryggvi hefur stjórnað síðan. Síð- ustu ár hafa þeir Pétur Péturs- son og Ólafur Tryggvason orðið meðeigendur og meðstjórnendur fyrirtækisins. Tilgangurinn með stofnun Lýsis h.f. var fyrst og fremst sá að verzla með þorskalýsi, gera það sem hæf- ast lil útflutnings, með flokkun eftir gæðum og vítamíninnihaldi, og á annan hátt að fullnægja scm bezt kröfum kaupenda og skapa þannig meira verðmæti til handa framleiðendum. Starfsemi var haf- in í lýsisstöðinni með kaldhreins- un og frekari vinnslu á lýsi og lifur. Síðar var bætt við tækjum til framleiðslu á lifrarmjöli og lil bræðslu á mör. Félagið hefur nýlega keypt vél- ar til eimingar á vítamíni úr lýsi (molecular distillation). Enn frem- ur rekur það lýsisherzlustöð og fóðurblöndun, í félagi við aðra. Félagið hefur frá byrjun sclt sjáli't og flutt út framleiðslu sína, fyrst aðallega til Bandaríkjanna, en seinni árin einnig til annarra landa. Sérstök áherzla hefur ætíð verið liigð á að selja lýsið sem mest unnið, ýmist sem með- alalýsi eða fóðurlýsi. Hefur mikill hluti framleiðslunnar verið flutt- ur út í tunnum og smærri umbúð- um. Árið 1942 gerðist Tryggvi með- stofnandi að hlutafélaginu Garði í Sandgerði, og 1944 meðstofnandi að hlutafélaginu ísbjörninn í Reykjavík. Kona Tryggva er Guðrún, dótt- Magnúsar kaupmanns Sæmunds- sonar. Eiga þau þrjú börn: Ólaf, verksmiðjustjóra, kvæntan Ruth Ólafsson, Erlu, gifta Pétri Péturs- syni, framkvæmdastjóra, og Svönu, gifta Agli Snorrasyni, kaupmanni. 36 FRJÁLS VEUZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.