Frjáls verslun - 01.01.1963, Qupperneq 3
Noregs í þessu efni. Noregur yrði að fá mikið erlent
fjármagn til að standa að uppbyggingunni, en áhug-
inn á vatnsorkunni i Noregi gæti minnkað veru-
lega, er fram líða stundir. Bæði væri stöðugt verið
að vinna að nýjum framleiðsluaðferðum, sem gætu
haft afstöðubreytingar í för með sér, og svo mætti
búast við, að áhugi framleiðenda færi vaxandi á
öðrum heimshlutum, þar sem nú þykir ekki væn-
legt að festa fé vegna stjórnmálalegrar ókyrrðar.
I viðbót við þetta bættust svo áhrifin frá hinni
nýju markaðaðstöðu í Evrópu. Endurskipulagning
og stækkun væri fyrirsjáanleg í flestum iðngrein-
um og áhugi Bandaríkjamanna á evrópska markaðn-
um væri meiri en nokkru sinni. Af þessu leiddi, að
fjárfestingarákvarðanir yrðu bæði margar og stórar
á næstu árurn og þyrftu Norðmenn að fylgjast sem
bezt með þróuninni, og þá alveg sérstaklega með
því að auka orkufreka iðnaðinn, eftir því sem
vinnuafl og aðrar efnahagsaðstæður frekast leyfðu.
Ný aluminíumverksmiðja mun bráðum rísa í
Noregi, og er það í Kvinnherad, suðaustur af Berg-
en. En auk þess eru nú uppi ráðagerðir um 3—4
aðrar slíkar verksmiðjur, sem norsk fyrirtæki munu
sennilega koma upp og þá yfirleitt í samvinnu við
erlenda aðila. Innan orkufreka iðnaðarins er, auk
aluminíumvinnslu, einnig verið að tala um verk-
smiðju til bræðslu á titan-málmi, og Norsk Hydro
hefur til yfirvegunar að auka framleiðslu sína á
magnesium (en meginhlutinn af núverandi fram-
leiðslu þeirra af málminum er seldui til Volkswagen-
verksmiðjanna).
Ráðuneytisstjórinn benti á, að á einstökum stöð-
um mætti ekki ganga of langt í því að selja orkuna
til aluminíumvinnslu eða annars iðnaðar, sem greið-
ir lágt verð fyrir liana, þannig að ekki verði nóg
eftir í fyrirsjáanlegri framtíð handa öðrum neyt-
endum. En í þessu sambandi þyrfti jafnframt að
athuga, að víða væri ekki liægt að koma upp hag-
kvæmum virkjunum, nema að selja verulegan hluta
orkunnar frá byrjun til liinna stóru verksmiðja.
Að lokum ræddi Skjerdal ráðuneytisstjóri um
það, hve orkufreki stóriðnaðurinn gæfi góð tækifæri
til lands- og héraðaskipulagningar, sem nú væri
mikið unnið að í Noregi. Bæði væri hægt að koma
upp nýjum framleiðslumiðstöðvum og styrkja þær
sem fyrir væru, því að nú væri tæknin í því að senda
rafmagn um langa vegu komin á það stig, að fjár-
liagslega kemur vel til greina að staðsetja verk-
smiðjur allfjarri virkjunarstað.
Ekki fer hjá því, að allar þessar hugleiðingar um
norskar aðstæður og opinbera afstöðu þar í landi
leiði til þess, að íslendingum verði hugsað til allra
sinna óbeizluðu fljóta og vanþroskuðu iðnaðar-
stöðva.
En hvernig eru þá hin norsku aluminíumfyrir-
tæki, sem hafa reynzt þjóðarbúinu svo vel, að höf-
uðáherzlu á að leggja á að fjölga þeim? Þessari
spurningu verður reynt að svara að nokkru leyti
hér á eftir, í von um, að það geti haft nokkra hag-
nýta þýðingu hér á landi.
Höyanger
Árið 1915 var stofnað hlutafélagið NACO (Norsk
Aluminium Company) til að koma npi> aluminíum-
verksmiðju í Höyanger, sem liggur við smáfjörð,
er gengur norður úr Sognfirði. Idlutaféð var að
rálfu leyti norskt, að liálfu lagt fram af Alumin-
ium Limited, Kanada. Staðsetningin var ákveðin
með tilliti til þess að nýta vatnsfall rétt ofan við
staðinn, enda var tæknin J)á á því stigi, að nauð-
synlegt þótti að hafa raforkuverið staðsett við verk-
smiðjuvegginn.
Framleiðslan hófst með innfluttu alumina, en á
árunum 1927—28 var reist aluminaverksmiðja í
Höyanger, er framleiddi aluminíum-oxyd úr bauxiti.
Er það eina slíka verksmiðjan í Noregi. Og hún
er líka einstök að því leyti, að hún er eina alumina-
verksmiðjan í heiminum, þar sem notuð er svo-
kölluð Pedersen framleiðsluaðferð, sem kennd er
við prófessor Harald Pedersen frá Þrándheimi. Nær
alls staðar annars staðar er svonefnd Bayers-aðferð
notuð við aluminaframleiðslu.
Bauxit fyrir verksmiðjuna er keypt frá Grikklandi
og einnig þarf til framleiðslunnar koks, sem flutt
er frá Newcastle, og kalkstein sem er innlendur.
Hráefnið er sett í geymsluturna, sem taka tveggja
mánaða birgðir. Framleiðslugeta alumina-verk-
smiðjunnar er 17. þús. tonn af aluminium-oxydi á
ári (auk 5 þús. tonna af hrájárni), sem svarar til
vinnslu úr 31 þús. tonni af bauxiti og til endanlegrar
framleiðslu á 9 þús. tonnum af aluminíum.
Alumina-vinnslan nægði framleiðslugetunni í
Höyanger á aluminíum lengi vel, en árið 19.58 var
bætt við nýrri rafgreiningarsamstæðu, er gat fram-
leitt 4 þús. tonn á ári. Ársframleiðslan á aluminíum
komst þá upp í 13.500 tonn. Var þá farið að flytja
inn alumina frá Jamaica, sem svarar til % hluta
af notkuninni.
Auk þess er svo í Ilöyanger framleiddur elek-
tróðumassi vegna aluminíumvinnslunnar og hefur
FHJÁLS VEHZLUN
3