Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 16
Tækni við gatnagerð
og byggingar hefur
fleygt fram á síðustu
aldamóta. Undanfarið hefur okkur íslendingum
fjölgað um 2% á ári. Með sama áframhaldi verðum
við orðnir hátt á fjórða hundrað þúsund um næstu
aldamót. Þessu fólki öllu verður að sjá fyrir vinnu
og til þess, að lífskjör fari ekki versnandi, verður
þjóðarframleiðslan því að aukast að minnsta kosti
um 2% á ári, aðeins til þess að haldið sé í horfinu.
En þó verður að telja, að 5% árleg meðalaukning
þjóðarframleiðslunnar sé lágmark, ef lífsskilyrði hér
eiga að batna eins og í nágrannalöndunum. Þjóðar-
framlciðslan þyrfti þá að sjöfaldast á næstu 40 árum
og verða orðin nálægt sextíu þúsund milljónir króna
um aldamótin miðað við óbreytt verðlag.
Sumum kann að hrjósa hugur við þessum tölum
og álykta, að slíkt sé ekki hægt, en vitanlega er
það hægt. Hins vegar má lengi um það deila á
hvern hátt það skuli gert. Við skulum því staldra
við og líta lauslega á uppbyggingu þjóðarfram-
leiðslunnar og athuga, hvernig nýta má betur þau
hráefni og náttúruauðæfi, sem við þekkjum í dag.
Við munum þá sjá, að þetta verður ekki gerl með
því einu að margfalda hina einstöku liði eftir þörf-
um. Okkur mun verða ljós nauðsyn aukinna vís-
inda og tækni á öllum sviðum.
Þjóðartekjur okkar Islendinga voru áætlaðar
8.100 milljónir kr. árið 1900 og þær skiptast þannig,
samkvæmt upplýsingum, sem ég hef nýlega fengið:
Slcipting j>já()arteknanna árið 1960
Frósenta
1. Landbúnaðarafurðir, óunnar 9,0
2. Vinnsla landbúnaðarafurða 1,7
3. Sjávarafli, óunninn 7,5
4. Vinnsla sjávarafurða 9,3
9. Verkstæðis- og verksmiðjuiðnaður 12,5
6. Byggingariðnaður 11,8
7. Opinber starfsemi 0,3
8. Tekjur af eigin íbúðum 7,7
9. Onnur þjónusta 33,0
Samtals 100,0
Auðvelt er að verja miklum tíma í það að velta
vöngum yfir þessari töflu. Það hlýtur t. d. að vekja
nokkra undrun, að hlutdeild sjávaraflans er tölu-
vert minni en landbúnaðarafurða, þegar hvort
tveggja er óunnið. En hins vegar er hlutdeild fisk-
iðnaðarins langtum meiri en landbúnaðariðnaðar-
ins og næstum því eins mikil og landbúnaðarafurða.
Einnig kemur í Ijós, að verkstæðis- og verksmiðju-
iðnaður er einhver stærsti einstaki liðurinn í þess-
ari töflu.
Hér er vitanlega hlutur frystihúsanna mjög stór.
Á grundvelli þessarar skiptingar má vel setjast
niður og bollaleggja um það, hvaða atvinnugreinar
mundu helzt skapa þann vöxt þjóðarteknann, sem
við þörfnumst. Á hvaða greinar ber að leggja
áherzlu? Menn liafa ekki orðið sannnála. Ýmsir
hafa haldið því fram, að varhugavert sé og jafnvel
óhugsandi, að auka verulega sjávarútveg og fisk-
afla. Vilja þessir menn flestir leggja höfuðáherzlu
á uppbyggingu verksmiðju- og verkstæðisiðnaðar.
Aðrir telja aukningu sjávarútvegs sjálfsagða og
benda á stórfellda möguleika í aukinni vinnslu
sjávarafurða.
16
FR.TÁLS VERZLUN