Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 17

Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 17
Það er sannfæring mín, að enn megi auka sjáv- araflann töluvert, og sérstaklega megi hæta öryggi þcirrar atvinnugreinar með nýjum tækjum og auk- inni vísindalegri þekkingu á miðunum kringum landið og fiskigöngum. Vafalaust er að margfalda má verðmæti sjávarafurða með auknum fiskiðnaði og margs konar vinnslu, og það hlýtur að verða markmið okkar að flytja engan fisk úr landi óunn- inn. Hins vegar getur verið áhættusamt að festa mikið fjármagn í dýrum fiskiðjuverum, án þess að aflinn sé sæmilega tryggður. Vísindin verða hér að koma til og skapa öruggan grundvöll. Fiskrækt er álitleg atvinnugrein, sem nú er að hefjast hér á landi og gæti orðið töluverður at- vinnuvegur. Fyrstu árin munu eflaust vei'ða ei'fið. Þá þarf að verja miklu fjármagni til vísindalegra rannsókna og tilrauna. Um framtíð landbúnaðarins er einnig deilt. Til dæmis hefur sauðfjárrækt aukizt mjög á síðustu árum, en nú telja ýnxsir, að beitilöndin séu næst- um fullnýtt með óbreyttum aðferðum og aukning sauðfjárræktar því vafasöm með sama hætti og ver- ið hefur. Afla verður nýrrar þekkingar á nýt.ingu beitilanda. Vísindin verða enn að koma til á öll- um sviðum, ef landbúnaðurinn á að vaxa eins og við þörfnumst. Verksmiðju- og verkstæðisiðnaður hefur aukizt mjög hér á landi á undanförnum árum. Aðstæður hafa þó iðulega verið óeðlilegar vegna tollvernd- ar og viðskiptahafta og þykir mér ekki ólíklegt, að við verðum að stokka upp þau spil og ef til vill fyrr en okkur grunar. Af þessum sökum er einnig stundum deilt um framtíð þessara atvinnugrcina, en ég er sammála þeinx, sem því halda fram, að okkur beri að leggja mjög mikla áherzlu á eflingu iðnaðarins í landinu, þó ekki væri nema vegna þess, að okkur er brýn nauðsyn að breikka grund- völlinn fyrir þjóðarframleiðslunni. En sá iðnaður, sem hér kann að myndast, verður að grundvallast á víðtækri þekkingu á þeinx aðstæðum, sem geta gert hann samkeppnisfæran við erlenda framleiðslu. Þá verða vísindin að konxa til í mjög vaxandi nxæli. Við þurfum að nýta til fullnustu þau hráefni, senx til eru í landinu og hverja þá aðstöðu, senx hér kann að vera betiá til iðnaðar, en á meðal keppinauta okkar. Landið okkar er fremur snautt af náttúruauð- æfum, öðrum en vatnsorku og jarðhita. Hins vegar er áætlað að virkja megi vatnsafl, sem nemur að minnsta kosti l(i. þús. millj. kwst. á ári. í dag not- um við ái'lega aðeins unx 500 millj. kwst., eða rúmlega 3% af virkjanlegu vatnsafli. Þessi oi-ka getur orðið undirstaða að miklum iðnaði. Svo eigum við jarðhita, og loks nxá ekki gleyma mannkostum þjóðarinnar, sem nýta verður betur með aukinni þekkingu og sérmenntun. Fi'óður maður sagði ekki alls fyrir löngu, að við íslendingar hefðum varla nýtt meira en 3—5% af nát.txiruauðæfum okkar í dag. Þetta má vel vera nokkuð rétt, eix hins vegar virðist íxiér alls ekki liggja ljóst fyrir, livar og hveniig við eigunx að auka þjóðarframleiðslu eins og við þörfnumst. Jafnvel þótt við séum sannfærð um getu þessa lands til þess að sjá fyrir margföldum íbúafjölda á íxæstu áratugum, verður það því eðlileg spurning, hvort við eigum að láta tilviljun ráða unx xpxpbyggingn atvinnuveganna, eða að kveðja til rannsóknir og vísindi í vaxandi nxæli og kappkosta að skipuleggja uppbyggingu nýrra atvinnugreina og efliixgu þeirra. senx fyrir eru. Eg held við hljótum öll að vera FU.TÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.