Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Síða 18

Frjáls verslun - 01.01.1963, Síða 18
sannfærð um, að sú leið ein er okkur fær. Við get- um alls ekki byggt eingöngu á erlendri tækniþróun. Framfarir þar vcrða vissulega ávallt mikilvægar, einnig fyrir okkur Islendinga, en nýjungarnar verð- ur að aðlaga innlendum staðháttum, og við einir getum kannað, svo viðunandi sé, sérstaka aðstöðu okkar á ýmsum sviðum. En það er ekki nægilegt að vinna að vísindalegum rannsóknum sem slíkum, eða jafnvel að framkvæma miklar vísindalegar rann- sóknir. Við verðum að skii)uleggja rannsóknastarf- semi okkar og kappkosta að nýta niðurstöður í at- vinnuvegum landsins. Skipuleggja verður vísindastarfsemina Fyrir fáum áratugum voru það fyrst og freinst vel gefnir einstaklingar, sem störfuðu oft einir, hver í sínu horni, að vísindaiðkunum sínum. Þeir höfðu aðeins fá og ódýr tæki og úr litlu fjármagni að spila. Nú er þetta breytt. Að vísu starfa að vísindum, ekki síður en þá, vel gefnir einstaklingar, en nú vinna þeir fæstir hver út í sínu horni, heldur iðu- lega saman í hópum, og tækin, sem þeir nota eru mjög dýr, kosta jafnvel margar milljónir króna. Frelsi vísindámannsins verður að vísu að varðveit- ast, en með auknum kostnaði starfseminnar eykst ábyrgð hans, og því er nauðsynlegt að skipuleggja störf hans meira en áður var. Eins og starfsemi hinna einstöku vísindamanna hefur gjörbreytzt, hefur svið vísinda í heild stækk- að gífurlega og er jafnvel nú svo komið, að hinar stærri þjóðir viðurkenna, að þær hafa ekki aðstöðu til að spanna sviðið allt. Flestar þjóðir hafa marg- faldað framlög sín til rannsókna, en engu að síður hcfur það orðið nauðsynlegra með hverju ári að velja og hafna á milli rannsóknaverkefna, og að beina fjármagninu inn á þær brautir, sem arðvæn- legastar eru fyrir þjóðarbúskapinn. í þessu sam- bandi má hafa það í huga, að talið er gott et' 5% af því fjármagni, scm varið er til raunverulegra vísindarannsókna, leiðir til árangurs, sem hefur bein áhrif á hagþróun landsins. Það er því ljóst, að ekki má dreifa því fjármagni, sem fáanlegt er, yfir alltof stórt svið, þannig að hvergi megi takast að komast yfir „þröskuldinn“, eins og' það hefur verið orðað. Ilvað þarf að gera! I frumdrögum að skýrslu, sem nýlega hefur komið út á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París og kalla mætti skýrslu um vísindi og vísindastefnur, er þetta mál ýtarlega rætt og ákveðnar niðurstöður birtar. Skýrslan er skrifuð af eins konar vísindaráði þeirr- ar stofnunar, sem i eiga sæti menn, sem ekki liafa verið valdir sem fulltrúar meðlimaríkjanna, heldur aðeins með tilliti til framiirskarandi starfa þeirra sjálfra á sviði vísinda og hagþróunar. I skýrslu þessari er á það bent, að vandamál vísinda og vís- indastefnunnar séu svo mörg og mikil, og áhrif þeirra á efnahags- og fjármálaákvarðanir þjóðanna svo sterk, að hverri þjóð sé nauðsvnlegt að setja á stofn einhvers konar áhrifamikinn ráðgjafahóp eða ráð, sem marki vísindastefnu þjóðarinnar, samræmi vísindastarfsemina og aðstoði við tengsl vísinda og hinnar almennu efnahagsstefnu. Vegna hinna augljósu tengsla vísinda og hagþró- unar, sem ég hef lagt áherzlu á, hefur það grund- vallarþýðingu fyrir efnahagsþróun landsins, að vís- 18 FRJÁl/g VEIÍZPTJN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.