Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 31

Frjáls verslun - 01.01.1963, Page 31
IN MEMORIAM EINAR ASMUNDSSON hæstaréttarlögmaður og íyrrv. ritstjóri Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður lézt í Iíeilsuverndarstöð Reykjavíkur 20. janúar sl. Hann var rúmlega fimmtugur að aldri, en fyrir löngu þjóðkunnur sem blaðamaður, lögfræðingur og nú nýverið gaf hann út sína fyrstu ljóðabók, sem vakti mikla athygli. Einar var fyrsti ritstjóri Frjálsr- ar verzlunar. Einar er fæddur 10. apríl 1912 á Hálsi í Fnjóska- dal, þar sem faðir hans, séra Ásmundur Gíslason, var prestur og prófastur og bjó með konu sinni, Önnu Pétursdóttur. Einar settist í Menntaskólann á Akureyri ungur og brautskráðist þaðan stúdent 1931. Hann innritaðist um haustið í lögfræðideild Háskóla íslands og lauk embættisprófi vorið 1935. Segja má, að hann hafi hafið málflutningsstörf og blaðamennsku samtímis, því að árið eftir lög- fræðiprófið vann hann á Akureyri sem málfærslu- maður og ritstjóri blaðsins íslendings. Haustið 1936 fluttist hann lil Reykjavíkur og var þar búsettur til æviloka. Frá október 1936 til apríl 1938 starf- aði hann sem blaðamaður við dagblaðið Vísi. Hann varð héraðsdómslögmaður 7. marz 1939 og hæsta- réttarlögmaður 20. des 1941. í rúm tuttugu ár rak hann málflutningsskrifstofu í Reykjavík, fyrst í félagi við Eggert Claessen hæstaréttarlögmann. Þeg- ar Frjáls verzlun var stofnuð 1939, gerðist Einar fyrsti ritstjóri hennar og gegndi því starfi til árs- loka 1943. Ekki lagði liann þó blaðamennskuna á hilluna við svo búið. Hann varð einn af ritstjórum Morgunblaðsins 1. november 1956 og var í því starfi til 1. ágúst 1959. Lengi vissu það ekki aðrir en skólabræður Einars og vinir, að hann fékkst við að yrkja og gerði það vel, þótt ekki vildi hann hafa það í hámæli. Loks lét hann þó til leiðast fyrir þrábeiðni vina sinna að búa kvæði sín til prentunar, og varð úr því kvæðabókin „Fjúkandi lauf“, sem Almenna bóka- félagið gaf út 1961. Sama ár kom á forlagi ísafold- arprentsmiðju ferðabók eftir Einar, „Frá Græn- landi til Rómaborgar“. Fáum árum áður kom út eftir Einar bók um Þýzkaland, Austurríki og Sviss í ritsafninu Lönd og lýðir, sem Menningarsjóður gefur út. Af einstökum greinum Einars má nefna eina í Blaðamannabókinni 1948 og fjallar um Þjóð- ólf á fyrstu árunum. Einar átti mörg hugðarefni utan sinnar sérgreinar, var fjölhæfur og víðlesinn í sögu, stjórnmálum og bókmenntum, lét sér einkar annt um íslenzka tungu. Margir hefðu viljað, að hann hefði látið fleiri Ijóð af hendi rakna, og mun fleiri mun hann raunar hafa átt í fórum sínum en prentuð hafa verið, því kunnugir segja, að hann hafi ort allt síðan á skólaárum sínum. Kona Einars er Sigurbjörg Einarsdóttir, sem lifir hann og þrjú börn þeirra, sonur þeirra Ásmundur blaðamaður við Vísi og tvær dætur. frjalsverzlun 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.