Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 10
stræti og hús Nathans & Olsen. Þessar gömlu
myndir eru ekki aðeins fögur listaverk, heldur
og líka sögulegar heimildir fyrir höfuðborgina
okkar.
Ég er ákaflega þakklát forstjórum þeirra fyr-
irtækja og stofnana sem kortin keyptu, og hafa
með því óbeint átt stóran hlut 1 björgun hinna
gömlu listaverka.
Jólakort safnsins þetta ár er gert eftir mál-
verki Ásgríms úr Borgarfirði, og frá þeim stað
sem hann tók miklu ástfóstri við. Sú ákvörðun
var tekin að gefa út aðeins eitt litkort á ári
hverju, og vanda sem bezt til prentunar þess,
frekar en prenta fleiri, og þá kannski ver úr
garði gerð.
Að innramma myndir
— En hvernig er það t. d. með innrömmun
mynda, — er ekki slíkt verk mikið vandaverk,
sérstaklega innrömmun vatnslitamynda?
— Að ramma inn listaverk svo vel fari er
vandaverk. Til þess þarf kunnáttu og skilning
á verðmæti listaverka, ef svo mætti til orða
taka. Og svo auðvitað gott efni til slíkra hluta.
Ekki sízt er vandi að ramma inn vatnslitamynd-
ir. Þær eru mjög vandmeðfarnar. Má segja að
vatnslitamyndirnar séu á sífelldri hreyfingu,
— þær þurfa jafnt hitastig. Ef breyting á hita-
stigi verður snögg má búast við að myndirnar
verði hrukkóttar. Ég hefi kynnzt smávegis hinni
réttu meðferð og innrömmun vatnslitamynda.
Fyrst og fremst fræddi Ásgrímur frændi minn
mig um þessa hluti. Einnig Jón Þorleifsson list-
málari, sem var mjög lesinn um allt það sem
við kom málverkum. Jón gat ætíð leyst úr spurn-
ingum um slíkt þegar til hans var leitað. Og
síðast en ekki sízt Poul Lunöe hjá Statens Mus-
eum. Það sem ég þekki og veit um í sambandi
við innrömmun vatnslitamynda er í fáum orð-
um þetta: Þær eiga aldrei að liggja fast við gler-
ið. Utan um þær á að setja umgiörð úr sýru-
lausum þykkum karton. Á bakhlið á líka að láta
sýrulausan karton. Mislitur pappi, brúnleitur
eða gráleitur, sem yfirleitt er notaður hér á bak-
hlið mynda, getur með tímanum eyðilagt lista-
verkið.
Skömmu áður en Ásgrímur andaðist kom vin-
ur hans Jón Þorleifsson til hans á sjúkrahúsið
með 50 ára gamla vatnslitamynd. sem Ásgrími
hafði láðzt að signera, en átti nú að gerast. Þeg-
ar myndin var tekin úr rammanum blasti við
ófögur sjón. Á baki myndarinnar var þykkur
brúnn pappi, og hafði liturinn úr honum éfið
sig inn í vatnslitapappírinn. Var myndin öll
brúnflekkótt á bakhlið, og sumsstaðar var litur-
inn kominn í gegn. Slíkur pappi er búinn til úr
trjávið, en hinn næmi gljúpi vatnslitapappír er
búinn til úr bómullarefni.
En afleitast af öllu, og hrein eyðilegging á
listaverki, er að líma myndirnar fastar á pappa-
spjöld, eins og gert var við nokkrar myndi; Ás-
gríms. Þær á aðeins að festa lauslega á könt-
um. Utaf þessari vankunnáttu í sambandi við
innrömmun á þessum myndum varð í rauninni
stórmál þótt hljótt færi. Þurfti að senda þær til
útlanda og hreinsa af þeim límið. En annars
ræði ég ekki frekar það mál hér.
Að lokum vil ég segja þetta:
Hefja þarf innflutning á hinu vandaðasta efni,
sem völ er á til innrömmunar, — hvítum sýru-
lausum karton, úrval af römmum o. fl. sem með
þarf til þess að dýrmæt listaverk okkar megi
varðveitast um aldur og ævi í varanlegri, ör-
uggri og fagurri umgjörð. Nokkrar af vatnslita-
myndum Ásgrímssafns hafa verið sendar til
Statens Museum, og fengið þar hina réttu inn-
römmun.
Mér hefur oft dottið í hug, hvort ekki væri
tilvinnandi fyrir ungan listelskan mann, að læra
hina réttu innrömmun listaverka erlendis, og
setja síðan upp verkstæði hér, og hafa þar hið
fullkomnasta efni. Stofnkostnaður við slíkt fyr-
irtæki yrði að sjálfsögðu töluverður, en ekki
trúi ég öðru, en að hann borgaði sig fljótlega.
„Flýttu þér pú! Sólin er alveg að síga í hafið."
10
FR.TÁ US VERZLUN