Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Qupperneq 13

Frjáls verslun - 01.08.1963, Qupperneq 13
Annar fallegur staður 1 Vestur-Berlín er Ernst-Reuter Platz, sem nefnt er eftir hinum kunna borgarstjóra Vestur-Berlínar, Ernst Reuter, sem leiddi borgarbúa farsællega gegn- um erfiðleika eftirstríðsáranna og samgöngu- bann Sovétríkjanna. Að öðru leyti eru nýbyggingarnar hver ann- arri fallegri, hvort sem um er að ræða verzl- unarbyggingar eða íbúðarhús. Enda hafa marg- ir frægustu arkitektar heims lagt hönd á plóg- inn að gera borgina sem bezt úr garði. Blómlegt og fjölskrúðugl menningarlíf Menningarlíf stendur með miklum blóma í A/'estur-Berlín og er það raunar ekki nýtt fyrir- brigði. Fyrir valdatöku nazista gnæfði Berlín hátt á sviði lista og mennta og sumir segja, að á tónlistarsviðinu hafi hún jafnvel varpað skugga á sjálfa Vínarborg og er þá mikið sagt. í Berlín er mjög glæsilegt óperuhús, Deutsche Oper. Það er nær ókleyft að afla sér miða á sýn- ingar í Deutsche Oper, nema með mjög löng- um fyrirvara, enda sækir þangað jafnan mikill fjöldi fólks frá V-Þýzkalandi. Leikhús eru þar einnig mörg og eitt glæstasta þeirra Schiller- teater. Það sem kannski vekur einna mesta at- hygli íslendinga, sem sækja leikhús í Berlín, er hve tækni í sambandi við leiksýningar stend- ur þar á háu stigi. Öll leikhús í Vestur-Berlín eru mikið sótt, sem og aðrir listaviðburðir í borginni. í Vestur-Berlín er hið fræga Freie Universi- tet. Þangað sækja stúdentar frá öllum hlutum heims, ekki sízt frá þróunarlöndunum. Áður en Smánarmúrinn var reistur stunduðu nám við þennan skóla fjöldi stúdenta, sem búsettir voru austan megin við mörkin. Sumir þeirra sluppu yfir áður en Múrinn var fullbyggður, en meiri hluti þeirra lokaðist inni. Stúdentarnir við Freie Universitet skipulögðu þá víðtækar björgunar- aðgerðir og tókst að koma töluverðum fjölda þessara ólánsömu félaga sinna yfir (eða undir) Múrinn eftir leiðum, sem enn eru ókunnar og tóku prófessorar við háskólann fullan þátt í þeim aðgerðum. í Berlín er auk FU sérstakur Tækniháskóli. Deutsche Oper FRJÁns YEBznuN 13

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.