Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.08.1963, Qupperneq 18
Sérstakar lagalegar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að tryggja, að blaðið verði jafn- an stjórnmálalega óháð. Og til að koma í veg fyrir að eignarhluti í blaðinu lendi í höndum óverðskuldaðra, var sérstök nefnd sett á stofn árið 1924. Er hún skipuð nokkrum háttsettum mönnum á sviði laga, mennta og viðskipta. í því tilviki að eigendaskipti standi fyrir dyrum á blaðinu, hefur þessi nefnd vald til þess að sam- þykkja þau eða synja og ber henni í því sam- bandi að sjá til þess að einkennum blaðsins og hefðum verði viðhaldið. í eina tíð var Times mjög sterkt pólitískt afl. Frægur hagfræðingur á 19. öld, Walter Bagehot, sagði eitt sinn, að ,,Times hefði myndað mörg ráðuneyti“. í dag mundi enginn halda slíku fram. Blaðið siálft telur sér nægilegt að hafa orð fyrir þroskaða dómgreind og að veita les- endum sínum víðtækar og hlutlægar upplýs- ingar um menn og málefni. Lesentíur þess hafa alltaf verið úr hinum ráðandi öflum þjóðfélags- ins, en nú er það einnig lesið af kaupsýslu- og menntamönnum almennt. Það er selt í u. þ. b. 250.000 eintökum á dag. Stórblað í Manchester Vera má að eitt annað dagblað í Bretlandi jafnist nú orðið á við Times í áliti innan lands og utan, en það er The Guardian sem áður nefndist The Manchester Guardian og hóf göngu sína árið 1821. Af því blaði eru seld um 177.000 eintök dag hvern. Guardian er mjög mik- ið lesið af stiórnmálamönnum og öðrum þeim sem við stjórnsýslu fást, ekki sízt vegna þess að það hefur sterka tilhneigingu til þess að veitast að þeim, sem með völdin fara. í rauninni er það stefna frægasta ritstjóra blaðsins, C. P. Scott (1872—1929) sem ávann því í upphafi það traust er það nú nýtur, en hann lagði á það áherzlu, að alltaf væri sagt frá því sem væri rétt, en ekki hinu, sem heppilegast væri að segja frá. Þessi stefna hefur síðan tryggt blaðinu þann sérstaka sess, sem það nú skipar í blaðaheiminum. Upphaflega talaði Guardian máli Frjálslynda flokksins, en fylgir nú óháðri stefnu. Guardian hrindir frá sér stórum lesendahóp vegna þess, að það flytur engar veðreiðafréttir, nema þær teljist stórfréttir, svo sem það hver hafi unnið Derby-veðreiðarnar. Þetta er hluti arfleifðar C. P. Scott, sem leit hvers kyns mannlegan veikleika illu auga, þar á meðal veð- málastarfsemi og annað slíkt. Vandað efnisval — mikil útbreiðsla Dagblað, sem er einstakt í sinni röð vegna þess, að það sameinar efnisleg gæði Times og Guardian mikilli útbreiðslu, er The Daily Tele- graph, sem selt er í yfir einni milljón eintaka. Daily Telegraph var stofnsett árið 1855 og ár- ið 1937 var það sameinað elzta dagblaði Lund- únaborgar, The Morning Post (stofnað 1772). Með nákvæmri og áreiðanlegri fréttamennsku og skemmtilegri uppsetningu hefur útbreiðsla blaðsins aukizt til mikilla muna án bess að dregið hafi verið úr efnislegum gæðum þess. Hinn frægi dagbókarhöfundur blaðsins, Peter- borough, (dulnefni) nýtur álits um heim all- an og er talinn eiga mikinn þátt í velgengni þess. Daily Telegraph túlkar yfirleitt sjónarmið íhaldsflokksins og á síðum þess eru oft birt í framhaldsgreinaformi ritverk Sir Winston Churchill og annarra frægra rithöfunda nútím- ans. Blaðið er einkum sniðið fyrir hinn mennt- aða lesanda með hægri sinnaðar stjórnmála- skoðanir. The Scotsman er um sumt líkt Daily Tele- graph og er lesið og virt langt út fyrir heima- hérað sitt. The Scotsman var stofnað 1817 og er prentað í Edinborg. Blaðið er selt í um 60.000 eintökum og eitt af einkennum þess er að það eyðir miklu rúmi í að birta bréf lesenda sinna. Það er einnig þekkt fyrir sérstaklega góðar ljós- myndir. The Glasgow-Herald (útbreiðsla 75.000) er gamalt og gróið blað, stofnsett árið 1783. Eins og nágranni þess í Edinborg flytur það ekki einungis staðbundnar fréttir frá Glasgow og ná- grenni, heldur svipar því um efnisval mjög til stórblaða Lundúnaborgar. Financial Times er mjög virt blað, sem eink- um er lesið af kaupsýslumönnum enda flytur það fyrst og fremst viðskiptafréttir. Dagblöð fyrir fjöldann En snúum okkur nú að öðrum flokki blaða, blöðum sem eru mun útbreiddari en þau er 18 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.