Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Page 19

Frjáls verslun - 01.08.1963, Page 19
nefnd hafa verið hér á undan, en standa þeim ekki jafnfætis að efnislegum gæðum og skír- skota til annars lesendahóps. Daily Mail (1896) og Daily Express (1900) eru tvö þekkt dagblöð, sem um margt eru mjög lík. Bæði reka hægri sinnaða stjórnmálastefnu, enda þótt Daily Express túlki fyrst og fremst persónulegar skoðanir eiganda síns, hins fræga Beaverbrooks lávarðar. Daily Mail, sem stofnað var af hinum þekkta blaðaútgefanda Northcliff lávarði, var áður fyrr það blað í þessum flokki, sem var útbreiddast, en verður nú að láta sér nægja annað sæti með rúmlega tveggja milljón eintaka sölu á eftir Daily Express, sem selt er 1 rúmlega fjórum milljónum eintaka. Megin munurinn á þessum tveimur blöðum er sá, að Daily Mail er skrifað í nokkuð alvar- legri og kannski mætti segja ábyrgari tón, og sjálft telur það sig raunar fremur í flokki með blöðum á borð við Daily Telegraph. Flestir les- enda þess mundu hins vegar flokka það eins og hér er gert. Daily Express er mjög líflegt blað, það gneist- ar af fjöri og er skrifað af mikilli framhleypni og dirfsku. Það er líklega það brezkra blaða sem gefið er út af mestri kunnáttu og raun- sæi enda hefur það í sinni þjónustu marga af hæfustu blaðamönnum Bretlands. Kvöldblaðið Evening Standard er tengt Daily Express en út- breiddasta kvöldblaðið í Lundúnum er Evening News sem er í tengslum við Daily Mail. Andstætt þessum hægri sinnuðu blöðum er svo Daily Herald sem stutt hefur Verkamanna- flokkinn. Það var stofnað 1912 af nokkrum með- limum verkalýðshreyfingarinnar en árið 1929 tók þekkt útgáfufyrirtæki í Bretlandi að sér útgáfu þess gegn því skilyrði þó, að það styddi áfram Verkamannaflokkinn. Fyrir örfáum ár- um var svo sú breyting á gerð, til þess að efla vinsældir blaðsins, að því er ekki lengur skylt að styðja stefnu flokksins út í yztu æssr. News Chronicle hét blað sem nýlega hefur hætt útkomu, en var sérstætt fyrir þær sakir, að þóct það væri í rauninni óháð stjórnmála- flokkum hallaðist það þó iafnan að Frjálslynda flokknum. Það varð upphaflega til við samein- ingu fjögurra dagblaða, Daily News (stofnað 1876) sem Charles Dickens ritstýrði, Morning Leader, Westminster Gazette og Daily Chron- icle. Allt voru þetta Frjálslynd blöð. Útbreiðsla blaðsins var 1.400.000 eintök. Fyrir nokkrum ár- um var það sameinað Daily Mail sem keypti það upp. Myndadagblöð Daily Mirror (1903) og Daily Sketch (1909) eru eins konar myndadagblöð. Daily Mirror er selt í a. m. k. fjórum og hálfri milljón eintaka og er útbreiddasta dagblað í Bretlandi og lík- lega í öllum heiminum, ef til vill að Pravda undanteknu. Stjórnmálalega er það óháð vinstra blað, en háir jafnan harða baráttu við ríkis- Á þessari mynd má sjá nokkur af hinum helztu brezku dagblaða, sem fjall- að er um í þessari grein. FRJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.