Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 23
nýju Afríkulönd. Að vísu eru kommúnistaflokk- ar þeirra svo nýstofnaðir að ekki er hægt að byggja mikið á þeirra afstöðu. En aðal barátt- an fer nú fram innan verkalýðssamtakanna í þessum löndum og í þeim vegnar Kínverjum heldur betur vegna hörundslitar síns. Þeir eru Afríkumönnum ekki jafn ógeðþekkir og hinir hvítu Rússar. Meginvopn Rússanna er hins veg- ar efnahagsaðstoðin til þessara landa. Þess má geta í þessu sambandi að einn Afrísk- ur kommúnistaflokkur hefur tekið upp stefnu Titos hins júgóslavneska, það er flokkurinn í Malagasy. Ástandið í Rómönsku Ameríku og Evrópu. 1 Rómönsku Ameríku er ástandið mjög óljóst. Kínverjar hafa leitað þar mjög eftir fylgi sér- staklega í Chile, Brazilíu, Argentínu, Paraguay og Mexíkó. í þessum heimshluta eru kommún- istar taldir um 2.2 milljónir. í megindráttum mun ástandið vera það að forystulið þessara flokka styður yfirleitt Rússa, en meðal al- mennra flokksmanna eru mjög skiptar skoðan- ir. Eftir ferðalag Castrós til Moskvu virðist hann endanlega hafa tekið afstöðu með Rúss- um en gætir þess þó að halda góðu sambandi við Kína. Það er hins vegar í Evrópu, sem Kín- verjum gengur verst að afla sér fylgis og þar eru líka tiltölulega sæmileg lífskjör af kommún- istalöndum að vera. Leppríki Rússa virðast styðja þá algjörlega, þótt Rúmenía hafi nú að undanförnu reynt að notafæra sér erfiðleika Rússa til þess að fá hagkvæmari efnahagssamn- inga og auka sjálfstæði sitt. Albanía er eina landið 1 Austur-Evrópu sem hefur látið í Ijós fylgi sitt við hugmyndir Kínverja. í Vestur-Evrópu eru aðeins um tvær milljón- ir flokksbundinna kommúnista en heildarfjöldi Evrópumanna mun vera um 200 milljónir. f Bretlandi eru aðeins 30.000 skráðir kommúnist- ar. f írlandi aðeins 150 og í Luxemburg um 500. Franski kommúnistaflokkurinn kveðst hafa 429.000 meðlimi innan sinna vébanda en sú tala er almennt talin ýkjur og mun 250.000 vera nærri lagi. ítalski kommúnistaflokkurinn kveðst hafa 1.729.000 flokksmeðlimi en talið er að 1.200.000 sé nærri lagi. í þessum löndum hefur megin stuðningurinn við Kínverja verið á ítalíu, Svíþjóð og Belgíu. Fylgjendur Kínverja á ítalíu segjast hafa 30.000 fylgismenn og er það raunar ekki furða að flokk- ur með þá stefnu sem ítalski kommúnistaflokk- urinn hefur rekið að undanförnu verði fyrir því að stórir hópar innan hans styðja Kínverja. Þannig er heildarmyndin sú að sovézki kommúnistaflokkurinn hefur enn yfirráð í hinni alþjóðlegu kommúnistahreyfingu, en Kín- verjum eykst stöðugt fylgi og benda líkur til þess að svo verði í auknum mæli í framtíðinni. „Komdu strax aftur! Þú hagar þér eins og ég gefi þér ekki nóg að borða!“ 23 FRJÁLJS VFRZLPN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.