Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Síða 9

Frjáls verslun - 01.04.1964, Síða 9
um langan tíma, að þangað komu í viðlegu fiski- bátar víðsvegar að. Fyrstu lendingabætur sem gerðar voru á Akranesi eru trébryggjur þær sem fyrstu kaup- mennirnir létu byggja í Lambhússundi. Um 1895 byggir Thor Jensen fyrstu trébryggjuna sem byggð var við Krossavík, og um 1915 bygg- ir hinn góðkunni athafna- og sjógarpur, Bjarni Ólafsson, steinbryggju í Lambhússundi. Bygg- ing aðalhafnarinnar við Krossavík, er svo haf- in árið 193,1. Segja má að í vaxandi útgerðarbæ séu verk- efni eins og hafnarbætur, ótæmandi viðfangs- efni, og með auknum skipastól og aukinni fram- leiðslu sjávarafla, verða Akurnesingar, enn um langa framtíð, að halda áfram með auknar og endurbættar hafnarframkvæmdir. Þó að Akranes hafi alla tíð verið talin góð og fengsæl verstöð til sjávarins, þá má ekki gleyma því, hversu gróðurmoldin og hið frjó- sama land, sem umlykur kauptúnið, milli fjalls og fjöru, hefur átt veigamikinn þátt í að gera staðinn byggilegan, á þetta bentu þeir, sem bænarskjalið sömdu á Hafnarfundinum 1863, og það er vissulega rétt. Um langan tíma stóðu Akurnesingar báðum fótum, ef svo mætti segja, í tveim aðalatvinnu- vegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og landbúnaði. Akranes hefur einnig tileinkað sér hinn til- tölulega unga en ört vaxandi atvinnuveg, iðn- aðinn. Fyrir hagstæða legu staðarins var hér reist eitt mesta iðjuver landsmanna, Sements- verksmiðjan, og hefur hún nú verið rekin um árabil með góðum árangri. Með stórhug og fyrirhyggju tryggðu forráða- menn Akraness á sínum tíma þennan þátt at- vinnulífsins. Virkjun Andakílsárfossanna, sem Akurnesingar og nágrannahéruðin tóku hönd- um saman um að framkvæma, var og er stór- mál, sem á liðnum árum hefur fært íbúunum meiri hagsæld, en flestir gera sér grein fyrir í dag. Um hagnýtingu sjávaraflans hafa fiskiðju- verin á Akranesi verið í fremstu röð í landinu. Þau hafa jafnóðum tileinkað sér þær nýjung- ar og tækni sem átt hefur sér stað á undanförn- um árum. Sama má segja um fiskiskipaflot- ann, þar hafa Akurnesingar jafnan verið í far- arbroddi, búið skip sín öllum þeim tækjum, sem fullkomnust eru, hvort heldur er til ör- yggis sjómönnum, eða til tæknilegra aðstoða við fiskveiðarnar. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru um sögu og byggingu Akraness, mörgu hefi ég sleppt, sem vert væri að minnast, en Akranes væri ekki í dag slíkur bær menningar og fram- taks, sem hann er, aðeins fyrir það, að staður- inn er vel í sveit settur. Iiér hafa farið saman góðir landskostir frá náttúrunnar hendi, og atorka og dugnaður þeirra manna sem bæinn hafa byggt. Akranes á sína sögu. Hún er samofin baráttu allrar íslenzku þjóðarinnar, fyrr og síðar, fyrir frelsi, menn- ingu og efnahagslegri uppbyggingu. íslendingar eru í eðli sínu fylgjandi frjálsri verzlun, þær skoðanir eru hluti af andlegum arfi þjóðarinnar frá fyrstu tíð. Slík afstaða er ekki óeðlileg þegar á það er litið hvaða áhrif og afleiðingar leiddu af hinni illræmdu verzlunar- einokun, sem þjóðin varð við að búa um margra alda skeið. FLUGFÉLAG í S L A N D S (frh. af bls. 19) menn. Hann benti á þá hættu, sem leiguferðir erlendra flugfélaga á vegum íslenzkra ferða- skrifstofa hafa í för með sér fyrir íslenzk flug- mál og taldi jafnframt hættu á að innanlands gætu litlu flugfélögin skert svo afkomu Flug- félags íslands, að það neyddist til þess að draga úr þjónustu sinni við landsmenn á þeim vett- vangi. Þá tók til máls Eyjólfur Konráð Jónsson rit- stjóri, og bar fram tillögu þess efnis, að fundur- inn fæli stjórn félagsins að láta athuga mögu- leika á útgáfu jöfnunarhlutabréfa, en bjóða síð- an út nýtt hlutafé meðal almennings. Taldi flutn- ingsmaður tillögunnar, sem var samþykkt sam- hljóða, að margan fýsti að leggja hönd á plóg- inn í því að auka starfsemi Flugfélagsins, sem nyti hylli alþjóðar. Að ræðu Eyjólfs Konráðs Jónssonar lokinni var lýst stjórnarkjöri, en stjórnin var öll endur- kjörin. Hana skipa Guðmundur Vilhjálmsson, Bergur G. Gíslason, Björn Ólafsson, Richard Thors og Jakob Frímannsson. í varastjórn voru kosnir Jón Árnason og Sigtryggur Klemenzson. Endurskoðendur þeir Magnús Andrésson og Ein- ar Th. Magnússon. FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.