Frjáls verslun - 01.04.1964, Síða 13
sem sé nótina, sem kostar svona upp undir eina
milljón hver, og á hverjum bát þurfa að vera
fyrir hendi 3—4 nætur. Við þekkjum það af
reynslunni að útgerðarfyrirtæki sé fyrir beztu
að hafa eigin viðgerðarmönnum á að skipa, því
að sífellt þarf að vera að dytta að einhverju.
— Þær eru orðnar miklar breytingarnar síð-
an þér hófuð útgerð 17 ára gamall og þangað
til nú, þegar þér hafið fimm um sjötugt?
— Já, ekki er því að neita. Fyrsti báturinn,
sem ég eignaðist, var sexæringur, og sá fyrsti
með vél aðeins átta tonn, nefndist Höfrungur.
Nýjasti báturinn okkar heitir líka Höfrungur,
hinn þriðji er 276 tonn og að flestu leyti öðru
feikiólíkur nafna sínum hinum fyrsta, sem ekki
er nema von, því að nýiasti Höfrungurinn okk-
ar að einu leyti einstætt fiskiskip í allri veröld-
inni. Hann er sem sé eini báturinn í heiminum,
. sem búinn er þrem skrúfum, einni að framan,
annarri á stýrinu og hinni þriðju á venjulegum
stað. Það hefur sannarlega margt breytzt og ekki
nema eðlilegt. áður var stutt á miðin að sækja,
fiskurinn lá undan landi rétt fyrir utan land-
steina. Nú er svo komið, að bátarnir geta þurft
að fara alla leið austur fyrir Vestmannaeyjar
til að kasta á síld. Það er margt, sem orsakað
hefur breytta tækni. Þegar ég var 15 ára á
skozka togaranum forðum daga, og fékk hvorki
meira né minna en 50 krónur á mánuði, fyrir
að hausa allan fiskinn um borð, þótti það að
vísu hátt kaup, en það hefur víst ekki verið of
mikið fyrir alla orkuna, sem í þetta fór. Þá varð
maður að beygja sig eftir hverjum einasta fiski
og örþreyttur eftir hverja hrotu. Nú orðið renn-
ur fiskurinn á færibandi til þeirra sem gera að
honum í nýtízku aðgerðarstöð okkar.
— Þér hafið komið með ýmsar nýjungar í fisk-
veiðum og fiskiðnaði, hefur það allt borið þann
árangur, sem þér væntuð?
— Flest, en ekki allt. Við höfum gert ýmsar
tilraunir, ég og Sturlaugur sonur minn, sem ver-
ið hefur meðstjórnandi fyrirtækisins um mörg
ár. Eg var árum saman að „agitera“ fyrir Faxa-
síldinni, og þar kom að því, að farið var að
sinna henni sem vert var. Við höfum verið lang-
hæstu saltendur á Faxasíld hin síðustu ár, og hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna urðum við þriðju
í röðinni. Um tíma áttum við tólf báta, og voru
skipverjar þá 132, en nú höfum við selt 5 af tré-
bátunum og eigum í dag aðeins sjö, á þeim eru
77 menn. En hjá fyrirtækinu hafa unnið 100—
500 manns eftir því sem verkefni hafa gefizt
hverju sinni. Við fluttum inn fyrstu kraftblökk-
ina til fslands alla leið frá Seattle vestur á
Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Það var 1956,
og við leigðum sérstaka flugvél frá Braathen til
að flytja fyrstu stóru síldarnótina hingað alla
leið, og þó komst nótin ekki öll með í einni ferð.
En Kraftblökkin er verkfæri, sem borgar sig.
Aftur á móti eyddum við einni milljón í tilraun-
ir, sem ekkert fékkst út úr. Það var að vinna
gúanín, lakklitaða silfrið úr síldarhreistrinu
(sem nú er notað í bílalökk) í þeim tilgangi að
húða með perlur í festar. Við réðum hingað tvo
Þjóðverja, sem þóttust vera sérfræðingar, ekki
vantaði það. Þeir voru nú ekki burðugri en svo,
Skrifstofu- og verzlunarhús Haralds Böðvarssonar.
FRJÁLS VERZLUN
13