Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 17
AF ERLENDUM VETTVANGI______________ TEKST GOLDWATER ÁÐ SIGRA! Ákvörðun Landsþings Repúblikana í San Fransisco að útnefna Barry Goldwater, öldunga- deildarmann frá Arizona, forsetaefni flokksins við forsetakosningar þær, sem fram fara í Banda- ríkjunum þ. 3. nóv. nk. hefur að vonum vakið mikla athygli og umræður um heim allan. Yfirleitt hefur útnefningu Goldwaters verið mjög illa tekið og virðist svo sem margir telji heimsendi á næstu grösum, nái Goldwater kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Margt bendir til þess að útnefning Goldwat- ers muni hafa víðtækari áhrif og meiri þýðingu en þá, að hægri menn hafi með henni náð völd- um í Repúblikanaflokknum að þessu sinni. Þess sjást ýmis merki, að þungar undiröld- ur séu að verki undir tiltölulega friðsælu yfir- borði bandarísks stjórnmálalífs og vænta megi ýmissa tíðinda þaðan á næstunni. Fylgi það, sem George Wallace, ríkisstjóri í Alabama hlaut í prófkosningum demókrata í vet- ur og vor sýnir, að jafnvel 1 Norðurríkjunum er kynþáttavandamálið erfiðara viðfangs, en talið hefur verið, sem og nú er komið á daginn með þeim óeirðum sem orðið hafa í New York borg. En þótt kynþáttamálin séu þýðingarmikill þáttur í þessu sambandi er ekki ólíklegt að ýmis önnur öfl séu einnig að verki. Okkur hættir stundum til að gleyma því, að það eru ekki nema rúmlega tuttugu ár síðan Bandaríkjamenn sneru frá einangrunarstefnu sinni og fóru að hafa meiriháttar afskipti af mál- efnum þjóða um víða veröld. Á þessum árum hafa þeir staðið í fylkingarbrjósti frjálsra þjóða í baráttunni við heimsvaldastefnu kommúnista. Þeir hafa borið þyngstu byrðarnar af herbúnaði vestrænna ríkja á þessum tíma og þeir hafa aus- ið fé á báða bóga til endurreisnar Vestur-Evrópu eftir stríðið og síðar til þess að viðhalda áhrif- um og aðstöðu vestrænna ríkja meðal hinna ný- Barry Goldwater, öldungadeildarmaður frjálsu þjóða Asíu og Afríku. Allt hefur þetta kostað bandaríska skattgreiðendur mikið fé og oftar en hitt virðist árangurinn minni en efni hafa staðið til. Það þyrfti því engan að undra þótt bandarísk- ir kjósendur væru nú þeirrar skoðunar að breyta ætti til og reyna aðra og harðari pólitík, þá póli- tík, sem Goldwater býður upp á og lofar að fram- fylgja, verði hann kjörinn næsti forseti Banda- ríkjanna. í þessu virðist mér liggja mikilvægi útnefn- ingar Goldwaters, hún er merki þess að þeirri skoðun vaxi nú fylgi í Bandaríkjunum að þau hafi verið gjöful og undanlátssöm undanfarin ár og því sé nú ekki úr vegi að reyna aðra og nýja stefnu í samskiptum við aðrar þjóðir. FRJÁLS VERZI.UN 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.