Frjáls verslun - 01.04.1964, Page 19
Fiugfélag Isiands
almenningshlutafélag!
Á aðalfundi Flugfélags íslands, sem haldinn
var að Hótel Sögu 3. júní sl. var samþykkt
samhljóða tillaga frá Eyjólfi Konráð Jónssyni,
ritstjóra, þess efnis, að fundurinn fæli stjórn
félagsins að athuga möguleika á útgáfu jöfn-
unarhlutabréfa, en bjóða síðan út nýtt hluta-
fé meðal almennings.
í samræmi við þetta mun nú fara fram at-
hugun á því á þessu ári, hvort fært þykir að
bjóða út nýtt hlutafé meðal almennings. Ef af
því verður mun Flugfélag íslands verða fyrsta
almenningshlutafélagið á íslandi og jafnframt
gjörbreytast allur rekstursgrundvöllur þess.
Hér fer á eftir frásögn af aðalfundi Flugfé-
lagsins.
Fundarstjóri var Guðmundur Vilhjálmsson
og fundarritari Jakob Frímannsson. Eftir að
fundur hafði verið settur, flutti forstjóri Flug-
félagsins, Örn Johnson skýrslu um starfsemi fé-
lagsins á liðnu ári.
Flugið:
í skýrslu forstjórans kom fram að flugið,
bæði innan lands og milli landa hafi árið 1963
verið rekið með svipuðu sniði og árið á undan.
Nýr þáttur var tekinn upp, þar sem var flug
til og frá Færeyjum, sem átti að hefjast í maí-
mánuði, en vegna flugvallarframkvæmda í Fær-
eyjum hófst það ekki fyrr en í júlí.
Á áætlunarflugleiðum milli landa voru fluttir
28,937 arðbærir farþegar (25,750 árið á undan)
og í leiguflugi 6,510. Auk þessara farþega voru
fluttir 600 farþegar í Færeyjafluginu þann tíma
sem það var starfrækt í fyrrasumar. Arðbærir
vöruflutningar milli landa námu 332,5 lestum
(286,5) og póstflutningar 90,6 lestum (72).
í innanlandsflugi voru fluttir 62,056 arðbærir
farþegar (61,554) og fluttar voru 937 lestir af
vörum (1109) og 17,4 lestir af pósti (126,9). Alls
voru flugvélar félagsins á lofti 9,819 klst.
Samanlagður fjöldi arðbærra farþega í innan-
lands- og millilandaflugi varð því árið 1963,
90.993 og auk þess í leiguflugi 6,510. Samtals
97.503.
Þá ræddi Örn forstjóri afkomu félagsins. Þrátt
fyrir aukinn tilkostnað á ýmsum sviðum skilaði
félagið nú tekjuafgangi að upphæð 260 þús. og
höfðu þá eignir verið afskrifaðar um yfir 12
millj. króna.
Hagnaður af millilandaflugi varð 5,4 millj. kr.
en tap á innanlandsflugi 5,2 millj. Miðað við
fyrra ár, batnaði afkoma innanlandsflugs um
1,7 millj. kr.
Heildarvelta félagsins á árinu varð rúmlega
153,8 millj. króna.
Forstjóri ræddi ýmsa þætti starfsemi félags-
ins, landkynningarstarf þess, en til þess ver fé-
lagið miklu fé.
Ein flugvél félagsins er staðsett í Grænlandi
og annast þar ískönnunarflug. Nýr þáttur Græn-
landsflugs var upp tekinn á árinu, skíðaflug til
einangraðra staða á austurströnd landsins. Auk
þessa efndi félagið til eins og fjögurra daga
skemmtiferða til Grænlands.
Starfsfólk félagsins var á árinu 350 manns.
Á fundinum var samþykkt að greiða hluthöf-
um 10% ársarð.
Endurnýjun flugflotans:
Örn Ó. Johnson skýrði frá því, að undanfarið
hefðu farið fram athuganir á flugvélakaupum
fyrir innanlandsflugið.. Hann upplýsti, að stjórn
Flugfélags íslands hefði samþykkt að leita eftir
kaupum á skrúfuþotu af gerðinni Fokker Friend-
ship. Viðræður við fulltrúa verksmiðjunnar
hefðu farið fram en ennþá væri of snemmt að
segja um hvort af samningum yrði. (Síðan hef-
ur F.f. gert samning um kaup slíkrar flugvélar
og verður hún afhent vorið 1965.)
Ljóst væri að með slíkri flugvél stórbatnaði
aðstaða innanlandsflugsins, enda þótt hér væri
um mikla fjárfestingu að ræða, eða um 40 millj.
kr..
Þá ræddi forstjóri vandamál sem skapaðist
við skefjalausa samkeppni á flugleiðum félags-
ins innanlands og sem gætu leitt til minnkandi
þjónustu við landsmenn ef ekki yrði tekið á
þeim málum með festu.
Óttar Möller forstjóri Eimskipafélags íslands
kvaddi sér hljóðs og þakkaði Flugfélaginu störf
þess frá öndverðu og góða þjónustu við lands-
(Framh. á bls. 9)
FRJÁLS VERZLUN
19