Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 23
Öllum þessum aðilum vil ég f. h. skólanefndar- innar þakka ágæt og samvizkusamlega unnin störf. Allmörg verzlunarfyrirtæki, samtök og stofn- anir hafa lagt hönd á plóginn með fjárframlög- um til byggingarinnar. Reykjavíkurborg og ríkis- sjóður hafa veitt ómetanlegan stuðning með fjárframlögum og anarri fyrirgreiðslu. Vil ég sérstaklega þakka hæstvirtum fjármálaráðherra Gunnari Thoroddsen fyrir alla hans ágætu að- stoð og stuðning, fyrst sem borgarstjóri og síð- ar sem fjármálaráðherra. Of langt yrði upp að telja alla þá aðila, sem skólinn stendur í þakkar- skuld við, en þó finnst mér skylt að geta þeirra, sem hér fara á eftir: Félag ísl. Stórkaupmanna ca. kr. 250.000,00, Verzlunarbanki íslands h.f., Útvegsbanki íslands, Framkvæmdabanki ís- lands, Eimskipafélag íslands, Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna og Sveinn Valfells, sem hver um sig lögðu fram kr. 50.000,00 til byggingarinnar. Auk þess hefur Verzlunarbankinn veitt skólan- um rekstrarlán og víxillán, sem gerðu kleift að fullgera skólann. Landsbanki íslands veitti skól- anum kr. 500.000,00 lán til 10 ára. Lífeyrissjóður Verzlunarmanna kr. 1.000.000,00 lán til 15 og 10 ára. Þessum þrem aðilum vil ég þakka sér- staklega fyrir þeirra ágætu aðstoð, stuðning og skilning á málefninu. Þegar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur var gert að launþegafélagi afhenti stjórn V. R., í samráði við þá aðila, sem við þær aðgerðir urðu að víkja úr félaginu, skólanum að gjöf lóð á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, sem síðar var seld fyrir kr. 1.000.000,00 auk veðskuldabréfs í húsi V. R. Vonarstræti 4, að upphæð kr. 450.000.00. Allt hefur þetta fé runnið til skólabyggingar- innar og verður því fagur minnisvarði fyrir hina gömlu félaga V. R. og félagið sjálft í heild. Með tilkomu hinnar nýju skólabyggingar hef- ur skólinn getað reist sér víðara starfsvið og fullkomnari og nýtízkulegri kennslu. Á sl. hausti var haldin glæsileg sýning á skrifstofuvélum og tækjum í samkomusal skólans og kennslustof- um. Sýningin var haldin á vegum Stjórnunar- félags íslands og þótti takast ágæta vel. Til að nýta sem bezt samkomusalinn var pöntuð frá Ameríku Hansahurð með hljóð-ein- angrun, sem hólfar þann hluta salarins alveg af. Við það hefur myndast pláss fyrir 30—40 manna kennslustofu, sem notuð er fyrir Verzlunar- og skrifstofu námskeið, sem skólinn stendur fyrir og sér um í þá sex mánuði, er það stendur yfir. Prófskírteini eru veitt að námskeiðinu loknu. Auk þess hefur skóli Vátryggingarfélaganna ver- ið hér til húsa, þann tíma sem hann stendur yf- ir. Það myndast, sem sagt, óteljandi möguleik- ar fyrir framgangi og þróun verzlunarstéttarinn- ar, með tilkomu hinnar nýju skólabyggingar. Þá má ekki gleyma hlutdeild nemenda, gam- alla og nýrra, að byggingunni og skrifstofutækj- um í skólann. Þeir hafa á margvíslegan hátt stutt skólann með fjárgjöfum og tækjum. Rækt- arsemi þeirra og hlýhugur til skólans ber fagurt vitni um þá samheldni og vináttubönd, sem myndast hafa, er þeir voru í skólanum. Félags- líf skólans hefur alltaf verið með ágætum og mjög til fyrirmyndar. Hefur það, ekki hvað sízt, átt sinn stóra þátt í velgengni og framgangi skól- ans og þess álits, sem hinir mörgu, ágætu nem- endur, hafa skapað skólanum með dugnaði sín- um og forystu þegar út í lífsstarfið var komið. Það er uppörfun fyrir skólanefndina og alla aðra aðila þegar svo vel gengur, ekki hvað sízt fyrir skólastjóra og kennara, sem leggja sig alla fram til að ná sem beztum árangri í kennslunni og sjá hér margfaldan ávöxt verka sinna.. Hagnýt og fullkomin menntun er það bezta veganesti, sem fáanlegt er á vegferð lífsins, auk þess sem hún er sá höfuðstóll er við sjálf get- um ráðið um hvort sýnir hagnað eða tap. Að endingu vil ég f. h. skólanefndarinnar, óska Verzlunarskóla íslands velgengni og framgangs í nútíð og framtíð, að hann megi eflast og full- komnast til hagsældar fyrir frjálsa verzlun og þar með fyrir land og lýð. Eftirmáli: Skólaárið 1964—65 eru rúmlega 500 nemend- ur í Verzlunarskóla íslands, þar með talið nám- skeiðið, sem skólinn stendr fyrir. Allir bekkir eru fjórskiptir, nema lærdómsdeildin. Fastir kennarar eru 14. þar með talinn skólastjóri, en als eru kennarar 33 talsins. FRJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.