Frjáls verslun - 01.04.1964, Qupperneq 24
LESTRARVÉLIN
Tommi hafði mikið dálæti á páfagaukum og
átti nokkra heima í stofunni sinni. Dag nokk-
urn kom hann auga á einn bráðlaglegan í fugla-
búð, en við nánari eftirgrennslan gaf hann ekk-
ert hljóð frá sér. Tommi sneri sér að kaupmann-
inum og spurði: „K-ka-nn þ-þe-þessi f-fugl að
t-t-tala?“
Kaupmaðurinn svaraði: „Herra minn, ef þessi
páfagaukur væri ekki betur talandi en þér,
mundi hann fljótlega verða höfðinu styttri.“
Mike við Pat: „Jemundur minn! Hvar í ósköp-
unum fékkstu glóðarauga og blóðnasir?"
Pat við Mike: „Tja, það var þessi ítali, Con-
solino, sem byrjaði að slást við mig.“
Mike við Pat: „Og þú, sem ert af göfugri ætt,
að þú skulir láta bölvaða blók eins og þennan
ítala berja þig sundur og saman!“
Pat við Mike: „Segðu nú ekki fleira í þessum
dúr að sinni, Mike. Tölum ekki illa um þá, sem
ekki eru lengur í lifenda tölu.
*
Amerískt blað hefur nýlega lagt þessa spurn-
ingu fyrir nokkra heimsfræga menn: — „Hvað
dreymdi yður ungan um að verða, þegar þér
yrðuð fullorðinn?“ — Og þessi svör bárust m. a.:
Dr. Albert Sshweitzer: Mig langaði mest til
að verða orgelsmiður.
Richard Nixon, fyrv. forsetaefni Bandaríkj-
anna: Ég ætlaði að verða íþróttafréttaritari.
James Stewart kvikmyndaleikari: Ég lét mig
dreyma um að verða töframaður.
Aristoteles Onassis skipamilljónari: Ég var
ákveðinn í að verða hraðritari.
Hver þeirra ætli að hefði orðið hamingjusam-
ari, ef bernskudraumarnir hefðu rætzt?
*
Þeir eru, því miður, allt of fáir, sem eru það
skynsamir að geta komizt að raun um, hvað þeir
eru heimskir og fáfróðir.
24
FRJ ALS VERZLUN