Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 2
Verzlunarbanki íslands í örum vexti
Rætt við Höskuld Ólafsson, bankastjóra
Höskuldur
Olafsson
Fyrir um 10 árum tók til starfa í Reykjavík nýr
sparisjóður, Verzlunarsparisjóðurinn. Ekki lét hinn
ungi sparisjóður mikið yfir sér í upphafi, þar sem
hann var til húsa á horni Vesturgötu og Hafnar-
strætis, en honum óx brátt fiskur um hrygg. Ekki
leið á löngu þar til húsnæðið við Hafnarstræti var
orðið of lítið, og viðbótarhúsnæði, sem þar fékkst,
sprengdi sparisjóðurinn af sér áður en langt var um
liðið. Þau liðlega 10 ár, sem liðin eru frá því að
starfsemi Verzlunarsparisjóðsins hófst, hafa verið
ár stöðugs og þróttmikils vaxtar. Verzlunarspari-
sjóðurinn varð að Verzlunarbanka íslands hf., flutti
í ný húsakynni við Bankastræti og viðskiptin hafa
aukizt hröðum skrefum frá ári til árs.
Viðskiptamönnum Verzlunarbankans hefur ekki
dulizt af heimsóknum sínum í bankann í viðskipta-
erindum, að öll árin í sögu bankans hefur eitthvað
verið að gerast þar, stöðugt unnið að nýjum inn-
réttingum, bættu þjónustukerfi o. s. fr. Má raunar
um bankann segja, að hann sýnist dæmigert tákn
um fyrirtæki, sem er í örum og heilbrigðum upp-
gangi. Bankinn hefur um margt verið brautryðjandi
í bankamálum, og er t. d. á þessu ári að taka upp
fullkomið IBM Data Processing bókunarkerfi, fyrst-
ur íslenzkra viðskiptabanka.
í húsi Verzlunarbankans við Bankastræti er enn-
fremur unuið að innréttingum og breytingum á
tveimur hæðum, fyrir dyrum stendur endurskipu-
lagning á aðalafgreiðslu bankan.% og í kjallara er
nýlokið gerð nýrrar peninga- og skjalageymslu, þar
hafa og verið sett upp geymsluhólf, sem á næstunni
verða leigð almenningi, og ýmislegt fleira rnætti
nefna.
I tilefni 10 ára afmæli bankans á þessu ári gekk
tíðindamaður Frjálsrar verzlunar á fund Ilöskuldar
Ólafssonar, bankastjóra, sem veitt hefur fyrirtæk-
inu forstöðu frá upphafi, og átti við liann viðtal það,
sem hér fer á eftir.
310 stoínendur
— Hver voru tildrög þess, að ráðizt var í stofnun
Verzlunarsparisjóðsins á sínum tíma?
— Það hafði lengi verið áhugamál hjá samtökum
kaupsýslumanna að koma á fót peningastofnun, sem
sérstaklega hefði það að markmiði að greiða fyrir
fjármálaviðskiptum fyrirtækja og einstaklinga, er
verzlun og viðskipti hafa með höndum. Hugmyndin
að þessu var nokkuð gömul, en hún hafði ekki kom-
izt í framkvæmd og voru til þess ýmsar ástæður.
— Síðan gerðist það á öndverðu ári 1955 að fyrir
forgöngu Sambands smásöluverzlana (nú Kaup-
mannasamtaka íslands) var skipuð nefnd til þess
að vinna að undirbúningi málsins. í nefndinni áttu
sæti fulltrúar Sambands smásöluverzlana og Verzl-
unarráðs íslands. Þessi nefnd vann að undirbúningi
að stofnun sparisjóðsins, og var stofnfundurinn hald-
inn 4. febrúar 1950. Voru stofnendur 310 talsins,
allir úr röðum kaupsýslu- og verzlunarmanna. Lagði
hver fram 5.000 kr. sem stofnfé. I fyrstu stjórn
Verzlunarsparisjóðsins voru kjörnir þeir Egill Gutt-
ormsson, Þorvaldur Guðmundsson og Pétur Sæ-
mundsen.
— Verzlunarsparisjóðurinn tók til starfa haustið
1956, en tíminn frá stofnuninni var notaður til að
undirbúa opnun, afla húsnæðis, ráða starfsfólk o. fl.
Iíinn 28. september var fyrsti viðskiptadagur spari-
2
FR.TÁLS VERZLUN