Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 16
og myndarbrag á framfaramálum eins og byggingu
barnaskóla, kaupum á bæjarlandi af prestsetrinu
Eyri, lagningu vatnsveitu, stofnun slökkviliðs,
skipulagsmálum, stofnun sparisjóðs, byggingu
sjúkrahúss og öðru því, sem til heilla horfði fyrir
bæjarbúa.
Samfara þessu fjölgaði íbúum ört og atvinnuveg-
irnir blómguðust, eins og þeir menn höfðu vonað,
sem treystu því og trúðu, að eigið frumkvæði ís-
firðinga væri þeim hollast í blíðu og stríðu, eða eins
og þeir orðuðu það í bænarskránni til Alþingis:
„að sérhvert jélag, og þar á meðal innbúar þessa
verzlunarstaður, til þess að blómgast og taka jram-
jörum, þarf stjórnenclur eða oddvita, sem sjái um
jélagsins þarfir, sem frumlcvöðlar úrrœða í bágind-
um, og gangist jyrir samtökum og jyrirtækjum, sem
miða til sameiginlegs gagns‘!.
Þeir sáu vonir sínar rætast. Um aldamót var ris-
inn hér á Skutulsfjarðareyri einn af blómlegustu
bæjum landsins.
Skip voru í förum héðan milli landa, hingað kom
fyrsta gufuskipið. hér var fyrst. sett vél í fiskibát,
byggð fyrsta hafskipabryggjan og hvergi var verk-
aður eins góður saltfiskur. Sparisjóðurinn, sem stofn-
aður var 1876 var orðinn stærsti sparisjóður lands-
ins árið 1904, þegar hann gekk inn í útibú Lands-
bankans, sem þá var stofnað hér. ísafjörður var á
þessum árum ein mesta útflutningshöfn landsins.
Árið 1900 voru íbúar kaupstaðarins orðnir 1067, og
þegar gamla öldin var kvödd en nýrri heilsað á
nýársdag 1901, þá sungu menn glaðir og reifir hið
snjalla Islandsljóð þáverandi bæjarfógeta, Tíann-
esar Hafstein, sem byrjar þannig:
Drot.tinn, sera veittir frægð og heill til forna,
farsæld og manndáð vek oss endnrborna.
Strjúk oss af augum nótt og harm |>es.s horfna
lmiginnar aldar tárin láttu þorna.
Dagur er risinn, öld af öld er borin,
aldarsól ný er send að skapa vorin.
Ardegið kallar, áfram liggja sporin.
Enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn.
NÚ er hækkandi sól yfir ísafirði, og bæjarbúar
geta horft björtum augum til framtíðarinnar vegna
árvekni og forsjálni þeirra manna, sem komu því
til leiðar, að ísafjörður fékk kaupstaðarréttindi og
bæjarstjórn fyrir 100 árum, og sýndu það síðan í
verki, áður en þeir skiluðu af sér til nýrrar aldar og
nýrrar kynslóðar, að þeir höfðu haft rétt fyrir sér.
Um leið og við minnumst þeirra með virðingu
og þakklæti, skulum við einnig minnast Skutuls-
fjarðar með sínum bláa fjallafaðmi og háu hamra-
sölum.
Ég veit, að allir sem hér liafa dvalið um lengri
eða skcmmri tíma, taka heilshugar undir með skáld-
konunni, sem sagði:
Þú átt bæði skart og skjól
þótt skyggi haust og vetur.
Og annars staðar íslenzk sól
aldrei skein mér betur.
Megi ísafirði og ísfirðingum vel farnast á ókomn-
um árum.
„Frændi minn varð undir valtara í gær.“
„Hvað gerðirðu?“
„Ég fór með hann heim og stakk honum inn um
bréfarifuna.“
★
Frúin: „Mér lízt ekki á útlitið á þessum þorski."
Fisksalinn: „Ef það er útlitið, sem þér hafið áhuga
á, þá skuluð þér fá yður gullfisk.”
★
Frakka einum, sem var í heimsókn í New York,
var sýnd hin mikla bygging Empire State. „Minnir
mig á bogalínur konunnar,“ sagði Frakkinn. Næst
var farið með hann í Rockefeller Center. „Þetta
minnir mig einnig á bogalínur konunnar sagði
Frakkinn ábúðarfullur.
Gestgjafi hans áræddi nú að spyrja, hversvegna
Jjetta minnti hann á bogalínur konunnar.
„Það minnir mig allt á þær,“ svaraði Frakkinn.
★
Kokkurinn: „Hamborgara eða steik?“
Gesturinn: „Hver er munurinn?“
Kokkurinn: „Einn dagur.“
★
Róni einn stöðvaði mann á götu, og bað um hinn
eilífa tíkall.
„Ég gef fólki aldrei peninga úti á götu,“ var svarið.
„Nú, hvað ætti ég svo sem að gera? Opna skrif-
stofu?“ svaraði róninn.
★
Peningar eru ekki ávallt undirrót hamingju. Mað-
ur, sem á níu milljón krónur er til að mynda ekk-
ert hamingjusamari en sá, sem á tíu milljónir.
★
Ilenry Morgan sagði eitt sinn: „Peningar eru ekki
allt — en ]>eir eru allsæmilega nákvæm eftirlíking!"
16
FRJÁLS VERZLUN