Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 13
ágústmánuði árið 1930 var þcss minnst hátíðlega hér á staðnum að 150 ár voru þá liðin frá útgáfu opna bréfsins 1786. Með opnu bréfi 28. desember 1836 var svo ísa- fjörður ásamt fleiri stöðum aftur hækkaður í tign og gerður að „autoriseruðum höndlunarstað", og þegar Alþingi sendi bænaskrá til konungs árið 1849, um að verzlunin yrði gefin frjáls við alla, þá var ísafiörður meðal þeirra 6 kaupstaða, sem siglt skyldi til. Til aðgreiningar frá prestsetrinu Eyri var kaup- staðarlóðin kölluð Tanginn, og um miðja 19. öld var fólki tekið að fiölga að ráði á Tanganum. Þilskipa- útgerðin var hafin, og góður hagnaður af hákarla- veiðum og þorskveiðum, og voru ísfirðingar fljótir að tileinka sér nýjungarnar. Um þetta leyti lýsir séra Eyjólfur Kolbeinsson atvinnulífi í Eyrar- og ITólssókn þannig í sóknar- lýsingu: „Hákallaveiði er hér mikil og kunna menn hér til hennar manna bezt og stunda hana af harðfvlgi, róa stundum svo langt á haf út, nð „vatnar aðeins fvrir hæstu fiallatindum“ og liggja xiti mörgum skammdegisnótum í senn í kafaldi og grimmdar- frostum, ef ekki byrjar til lands, en svo eru þeir því vanir, að þá sakar sjaldan, þó þeir séu á opn- um skipum. Allan annan fisk veiða menn á lóðir, og sitja þá ekki lengur í senn en meðan þeir draga upp lóðirnar en leggja aðrar, og að öllum veiðiskap eru þeir skjótari og fimari en flestir aðrir.“ íbúatalan á Tanganum var sem hér segir um miðja 19. öldina, Eyri ekki meðtalin: 1835 37 manns 1840 40 — 1845 43 — 1850 90 — 1855 146 — 1860 218 manns og húsbændur þá taldir 34 ITafði nú verzlunum fjölgað og margir iðnaðar- menn setzt að í bænum, svo sem snikkarar, segla- saumari, járnsmiðir, bókbindari og beykjar, en fjöl- mennastir voru sjómennirnir og skipherrarnir, sem stjórnuðu þilskipunum og sigldu þeim frá útlöndum. Var mikill framfarahugur ríkjandi, og upphófst nú hreyfing til aðskilnaðar frá Eyrarhreppi. Leiddi hún til þess að Isafjörður fékk bæjarstjórn fyrir réttum 100 árum. Ennþá var verzlunin að vísu í dönskum höndum að nokkru leyti, en hér, sem annars staðar, voru landsmenn sjálfir farnir að gera út og verzla, og hér á staðnum var fyrirtæki Ásgeirs Ásgeirsson eldra orðið að verzlunarstórveldi og í fararbroddi í at- vinnumálum. Þegar íbúatalan á Skutulsfjarðareyri var orðin FRJÁLS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.