Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 6
Magnús L. Sveinsson
Verzlunarmannaíélag Reykjavíkur 1956—1966
Öflugt og einhuga félag
Fyrstu árin eftir að V. R. varð hreint launþega-
félag mátti greinilega nierkja það, að margir hinna
eldri félaga V. R. úr kaupsýslustét.t áttu erfitt með
að skilja, að þeir ungu menn, sem tóku við félaginu,
þurftu að reka félagsmálastarfsemina og kjarabar-
áttuna á allt öðrum grundvelli en fyrr hafði verið
gert.
Þó er þess að geta, að í formannstíð Guðjóns
Einarssonar, frá 1946—57, var stöðugt unnið meira
að hinum almennu kjaramálum launþeganna í fé-
laginu, en sú barátta hlaut að sjálfsögðu að vera
meiri örðugleikum bundin, þar sem félagið var meg-
inhluta þess tímabils sameiginlegt félag kaupsýslu-
og verzlunarfólks. Frumsamningarnir eru þó gerðir
á þessu tímabili og það, sem mest er um vert, að
undir lok tímabilsins er Lífeyrissjóður verzlunar-
manna stofnaður, en hann tók til starfa 1. febrúar
1956.
Þau verkefni, sem við blöstu eftir skiptinguna árið
1955 voru:
1) Að vinna að raunhæfari kjarasamningum, sem
næðu yfir störf meginþorra þess fólks, sem
vann við verzlunar- og skrifstofustörf.
2) Að fá viðurkenndan samningsrétt félagsins hjá
þeim samtökum vinnuveitenda, sem hefðu
skrifstofu- og verzlunarfólk í sinni þjónustu.
3) Að vinna að fjölgun félagsmanna.
4) Að vinna að stofnun landssamtaka verzlunar-
fólks.
5) Að berjast fyrir því, að verzlunarfólk öðlaðist
aðild að A. S. í.
6) Að vinna að því, að verzlunarfólk fengi at-
vinnuleysistryggingar eins og aðrar stéttir.
Samningsréttur viðurkenndur
í sambandi við kjaramálin er það að segja, að
Magnús L.
Svöinsson
áður en hægt var að beita sér sterklega í þeim efn-
um, var nauðsynlegt að fá almennt viðurkcnndan
samningsrétt félagsins og fá fólkið í félagið. Árið
1956 voru aðeins fjögur sarntök vinnuveitenda, sem
höfuð undirritað samninga V. R., en það voru
Verzlunarráð íslands, Samband smásöluverzlana (nú
Kaupmannasamtök íslands), Félags ísl. iðnrekenda
og KRON. En á næstu árum var gengið ötullega
að því að fá önnur sarntök vinnuveitenda til þess
að viðurkenna samningsaðild V. R. fyrir hönd verzl-
unarfólks í Reykjavík og vorið 1957 undirrituðu
Vinnuveitendasamband íslands og Félag ísl. stór-
kaupmanna samningana í fyrsta skipti. Ari síðar
eða 10. október 1958 voru samningar milli V. R. og
S. í. S. undirritaðir, en við þá undirritun var ótví-
ræður samningsréttur V. R. viðurkenndur af öllum
samtökum vinnuveitenda á félagssvæði V. R.
Var það rúmum þremur árum eftir að V. R. varð
lireint launþegafélag og má hiklaust segja, að þá
liafi mikilsverðum áfanga verið náð, sem gjör-
breytti sanmingsaðstöðu félagsins og sameinaði allt
verzlunarfólk undir eitt merki — merki V. R. — í
kjara- og hagsmunabaráttunni. Auk aðalsamnings-
ins, sem jafnan er gerður vegna verzlunar- og skrif-
stofufólks, hefur félagið á undanförnum árum gert
átta samninga vegna sérhópa, eins og t. d. stúlkna
í apótekum, starfsmanna í flugafgreiðslum flug-
félaganna og starfsfólks í kvikmyndahúsum.
Þýðingarmestu kjarasamningarnir frá upphafi
Án nokkurs vafa voru samningar, sem félagið
náði í árslok 1963 þýðingarmestu samningar, sem
6
PRJÁLS VERZLUN