Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 20
forstjórn hótelsins. í nóvember 1964 voru fleiri sér- fræðingar valdir til starfa. í teiknistofu Stefáns Olafssonar var hafin gerð teikninga af vatns- og skolpkerfi, en Einarsson og Pálsson teiknuðu liita- og loftræstingakerfi. Rafmagnskerfi teiknaði Jóhann Indriðason, og Jón A. Skúlason fjarskiptakerfi, en danskur verkfræðingur, Jörgen Pcdersen, gerðist ráðgjafi um hljóðdeyfingar. Framkvæmdir hafnar Um miðjan febrúar 1965 hófust byggingafram- kvæmdirnar. Almenna byggingafélagið hf. hafði þá tekið að sér yfirumsjón þeirra, og eftirtaldir meist- arar verið ráðnir: Þórður Kristjánsson, trésmíða- meistari, Þórður Þórðarson, múrarameistari, Þórður Finnbogason, rafvirkjameistari og Benóný Krist- jánsson, pípulagningameistari, og blikksmiðjan Vog- ur vegna loftræstingakerfis. Af hálfu Almenna byggingafélagsins var Páll Flygenring verkfræðingur ráðinn framkvæmdastjóri á staðnum, en Þorvaldur Daníelsson gerðist trún- aðarmaður Loftleiða um eftirlit með öllum bygg- ingafrainkvæmdunum. í deiglunni Frá því er verkið hófst á staðnum eru nú liðnir 15j4 mánuður, en þá var búið að ljúka 2% mánaða vinnu í teiknistofum. Er þetta mjög stuttur tími, einkum þegar þess er gætt, að öll hönnun (projekt- ering) varð að mestu að fara fram samtímis því sem byggt var, og einnig öll efniskaup. I upphafi var ljóst, að djarft var teflt er ákveðið var að hótelið skyldi fullbúið til opnunar 1. maí 1966, einkum þar sem nær allt efni varð að flytja frá útlöndum. Var því horfið til þess ráðs, að byggja sem mest úr byggingaeiningum, framleiddum í verk- smiðjum, og skipuleggja nákvæmlega allar fram- kvæmdir þeirra, er samkeppnisfærir reyndust heima og erlendis, en árangurinn hlaut að byggjast á því, að vel tækist til um góða samvinnu hinna fjölmörgu innlendu og erlendu aðila, er hér þurftu að leggja margar hendur á einn plóg. Byggingariðjan hf. í Reykjavík tók að sér fram- leiðslu lofta og burðarbita úr steinsteypu. Útveggir voru smíðaðir í einingum af belgíska fyrirtækinu Chamebel, og voru veggeiningar þessar fluttar frá Belgíu með fullbúnum gluggum og íset.tu gleri. Ann- að belgískt fyrirtæki, De Coene, smíðaði alla inn- veggi í hótelhæðir, hurðir og skápa. Bretar gerðu flísar og skreytingar í sundlaug. Teppi voru einnig ofin af Bretum. Svíar brenndu flísar í eldhúsdeildir og gerðu hreinlætistæki. Þjóðverjar smíðuðu lyftur, innréttingar og öll tæki í eldhús. Danir framleiddu loftin í veitingasali og hótelgang. Frakkar skáru spón á harðviðarinnréttingar, Finnar gerðu gut'u- böð, Bandaríkjamenn smíðuðu loftræstingartæki og vélar þeirra, og þannig mætti lengi telja. Mörg íslenzk fyrirtæki hafa unnið að ýmis konar verksmiðjuframlciðslu við innréttingar, svo sem þiljur, vínstúkuborð, húsgögn, hurðir, skápa o. fl., en helzt þeirra eru: Gamla Kompaníið, Trésmíða- verkstæði Jónasar Sólmundssonar, Trésmiðjan hf., Valbjörk hf., Stálhúsgögn hf. og Sólóhúsgögn hf. Sigrað með samstarfi Oft var miklum vandkvæðum bundið að afla efnis, utanlands og innan, og koma Jiví á réttum tíma til byggingarinnar, en sá vandi var stundum leystur ineð því að flytja það flugleiðis, einkum smærri tæki í leiðslukerfi hússins. Þá varð vegna fannkyngis að flytja nokkra flugfarma af húsgögn- um frá Valbjörk á Akureyri til þess að unnt væri að koma þeim fyrir í tæka tíð, og má þannig segja að margt hafi verið í mótun utanlands og innan, fram á síðustu stund. Á byggingastaðnum varð skipulag framkvæmda á margan hátt sérstætt, því að enda þótt íslenzkir iðnaðarmenn bæru hita og þunga dagsins undir stjórn innlendra verkfræðinga og meistara, þá var þar jafnan allmargt útlendinga, sem leita varð til, bæði vegna manneklu í byggingariðnaðinum og sér- þekkingar þeirra á ýmsum sviðum. Þannig unnu norskir múrarar mikinn hluta múrverksins, Svíar lögðu allar flísar í eldhúsdeildir, Belgíumenn reistu útveggi og innveggi hótelhæðanna, Þjóðverjar settu niður öll eldhúsgögn og tæki í þvottahús, en Danir settu upp loft í veitingasölum. Fjölmörg íslenzk fyrirtæki hafa, auk þess sem að framan er greint, lagt lið sitt til þess að koma upp húsinu, bæði með vinnu í því sjálfu og verksmiðjum. Samvinna hinna mörgu aðila, sem í húsinu unnu, hefir verið hin ákjósanlegasta og öllum til mikillar sæmdar,, einkum þegar þess er gætt, að þar voru oft samtímis að verki 130—140 manns af ýmsum þjóðernum, sem allir þurftu að ljúka á tilskyldum tíma þeim sérstöku störfum, sem þeir höfðu ábyrgzt að vinna, án þess að tefja framkvæmdir annarra hópa eða einstaklinga, sem einnig voru að verki. 20 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.