Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 10
Fyrsta kosningin fór síðan fram þann 16. júlí 1866, um hádegisbil, í húsi Jóns Vedhólms, gestgjafa. Kosningarrétt höfðu 21 karlmaður, og var fyrstur á kjörskránni Asgeir Ásgeirsson, kaupmaður. Sam- tals höfðu 5 kaupmenn og verzlunarfulltrúar kosn- ingarrétt, 9 iðnaðarmenn, 4 skipherrar eða formenn, 1 veitingamaður, læknir og bæjarfógeti. Kjörstjórnina skipuðu Stefán Bjarnarson, bæjar- fógti, Þorvaldur Jónsson, héraðslæknir og Brynjúlf- ur Oddsson, bókbindari. Kosningin fór þannig að kjörnir voru þessir menn: Brynjúlfur Oddsson, bókbindari , Þorvaldur Jónsson, héraðslæknir, Lárus Árni Snorrason, verzlunarfulltrúi, William Theobald Thostrup, verzlunarfulltrúi, Guðbjartur Jónsson, skipherra. Þessir 5 menn skipuðu þannig hina fyrstu löglega kjörnu bæjarstjórn Isafjarðar ásamt Stefáni Bjarn- arsyni, bæjarfógeta. Fyrsti endurskoðandi bæjarreikninga var kosinn Ásgeir Ásgeirsson, kaupmaður með 14 atkvæðum. Bæjarstjórn ísafjarðar hélt fyrsta fullskipaðan fund sinn 24. ágúst og lcaus þá Mikael P. Riis, verzl- unarstjóra, fvrsta bæjargjaldkera á ísafirði. Þann 15. ágúst höfðu bæjarfulltrúarnir einir komið saman til fundar, og kosið þessa menn í byggingarnefnd: Lárus Á. Snorrason, verzlunarstjóra, Guðbjart Jónsson, skipstjóra, Jens Kristján Arngrímsson, járnsmið og Þorvarð Þórðarson ,smið, sem kosinn var ritari nefndarinnar. Byggingarnefndin hafði mikið og sjálfstætt verk- efni. Hún skyldi taka til húsastæði til allra nýrra húsa, og ákveða götur og opin svæði, og yfirleitt fara með það, sem við í dag köllum skipulagsmál. Á fyrsta fundi byggingarnefndar 18. október 1866 voru þessum götum gefin nöfn: Aðalgata, Kirkjustígur, Brunngata, Sjávargata, Strandgata og Torgið. Gerðabækur byggingarnefndar eru til frá bvrjun, en gerðabækur bæjarstjórnar frá 1886—1905 glötuð- ust í fangahúsbruna árið 1924. Á fyrsta fundi bæjarfulltrúanna einna var Þor- valdur Jónsson, læknir, kjörinn oddviti þeirra, en Brynjúlfur Oddsson varaoddviti. Fyrsta niðurjöfnun bæjargjalda fór fram 29. des. 1866. Var jafnað niður á gjaldendur 190 ríkisdölum og 41 skildingi. Lagafyrirmæli um bæjarstjórn ísafjarðar og bygg- ingarnefnd hafa mikið breytzt síðan getta gerðist fyrir 100 árum. Þá var bæjarstjórnin í raun réttri þrískipt eftir því hvað um var fjallað hverju sinni: Bæjarfull- trúarnir einir, bæjarfulltrúarnir með bæjarfógeta og bæjarfulltrúarnir með prestinum, þegar fjallað var urn skólamál og málefni þurfamanna. í 26. grein reglugerðarinnar voru settar allstrang- ar hömlur á bæjarstjórn varðandi lántökur, launa- greiðslur og ráðstöfun fasteigna o. fl., og skyldi amt- maður, eða hlutaðeigandi stjórnarráð, skera úr slík- um málum, þegar með þurfti. Þótt margt sé í þessum reglugjörðum báðum, sem breytt hefir verið með breyttum tímum, þá hafa þær einnig inni að halda ýms ákvæði, sem enn eru í fullu gildi. Alls hefir verið kosið í bæjarstjórn 65 sinnum, þar af 28 sinnum fyrir aldamót, en 37 sinnum á þessari öld. Lengi framan af var kosið árlega, en síðan á þriggja ára fresti um einn bæjarfulltrúa, eða fleiri, sem úr gengu, en síðan 1930 hefir bæjar- stjórnin öll verið kosin á fjögurra ára fresti. Bæjar- fulltrúar og varabæjarfulltrúar, sem setið hafa í bæjarstjórn um lengri eða skemmri tíma frá upp- hafi eru orðnir 181 talsins. íbúatala ísafjarðar árið 1866 var 220. Það mundi í dag þykja fámennur kaupstaður og ekki líklegur til þess að standa á eigin fótum. íbúatalan sl. ár var 2.780, en hæst hefir hún orðið 2919 árið 1945. Lagaheimild var fyrir hendi frá 1917 til þess að kjósa bæjarstjóra, er færi með framkvæmd bæjar- mála í stað bæjarfógeta, en %hlutar kjósenda þurftu að samþykkja heimildina. Þetta var sex sinnum fellt við atkvæðagreiðslur hér á ísafirði, og bæjar- stjóri ekki ráðinn fyrr en 1930. Var það Ingólfur Jónsson, lögfræðingur, sem áður hafði verið „bæjar- ráðsmaður", eins og það var kallað, frá 1926. Núverandi bæjarstjóri, Jón Guðjónsson, hefir gegnt þessu vandasama embætti lengst allra, eða samtals um 18 ára skeið, og gert það með miklum ágætum. Sambúðin við hinn forna heimilishrepp okkar ís- firðinga, Eyrarhrepp, hefir jafnan verið hin ákjósan- legsta. Árið 1917 höfðu báðir aðilar samþykkt að sameina sveitarfélögin á ný, en þá varð ekki af því vegna synjunar sýslunefndar N.-ísafjarðarsýslu um samþykki. Nú er að margra dómi tímabært að taka sameiningarmálið upp aftur. Þannig breytast tím- arnir og viðhorfin. 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.