Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 12
skyldi til, en það er þó ekki fyrr en á öndverðri 18.
öld, sem dönsku kaupmennirnir byggja yfir starf-
semi sína hér, og elzta hús bæjarins, sem enn stend-
ur, „tjöruhúsið" í Neðstakaupstað, er byggt árið
1734, sennilega af Níels Birch, kaupmanni, eða Fé-
lagi lausakaupmanna, þar sem hann var stjórnar-
maður.
„Gamla búð“ í Neðstakaupstað er byggð árið
1761 og Faktorshúsið árið 1763, en turnhúsið senni-
lega um 1790.
Arið 1801 voru tveir kaupmenn búsettir í „Gamle
Kjöpstad“ og „Nye Kjöpstad“ ásamt fjölskyldum
sínum og starfsliði, samtals 19 manns, en á prest-
setrinu Eyri voru þá 17 manns, þannig að alls
bjuggu þá á Skutulsfjarðareyri 36 manns af 270
íbúum í Eyrarhreppi.
Einokunin var farin að sæta töluverðri gagnrýni
þegar á 18. öld, enda gekk á ýmsu með þau verzl-
unarfyrirtæki, sem verzlunarleyfi fengu.
Aðbúnaður og afkoma landsmanna var allt hið
lakasta, sbr. þessa lýsingu í ferðabók Eggerts og
Bjarna héðan frá Vestfjörðum:
„Fátæklingarnir borða feitan steinbít bæði nýjan
og hertan viðbitslausan, því að þeim reynist þorsk-
urinn, sem hafa verður smjör með, of dýr fæða.“
Andstæðurnar voru miklar. Annarsvegar fleyttu
erlendir kaupmenn rjómann af gæðum landsins og
erfiði íbúanna, en meginþorri landsmanna bjó við
sult og seyru, en verkleg menning hafði staðið í
stað í mörg hundruð ár.
Skynsamir Danir voru farnir að sjá það tiltölu-
lega snemma, að ástandið var óþolandi. Þannig
skrifaði t. d. Ilans Becker, lögmaður, sem verið
hafði skrifari Árna Magnússonar og ferðazt með
honum um landið, gagnmerka ritgerð þegar árið
1736 um afnám einokunarinnar.
Hann lagði m. a. til, að 5 staðir yrðu gerðir að
kaupstöðum, þ. e. Grundarfjörður, ísafjörður, Ak-
ureyri, Reyðarfjörður og Hafnarfjörður, sem hann
vildi gera að höfuðborg. Segir Becker í ritgerð sinni,
að íslendingar vinni baki brotnu, en hafi ekkert
upp úr sér, enda séu þeir orðnir úrkula vonar um
viðreisn og endurbót, og alveg búnir að leggja árar
í bát.
Annar danskur maður, Joachimsen Vagel, skrifaði
einnig árið 1829 ágæta ritgerð um framfaramál ís-
lands, og bar fram athyglisverðar tillögur til úrbóta,
þar á meðal um kaupstaðarréttindi nokkurra staða.
Meðal Islendinga sjálfra var einnig að hefjast
sú vakning, sem átti fyrir sér að leysa þjóðina úr
viðjum einokunar og ófrelsis.
Þannig lagði Erlendur Ólafsson m. a. til árið
1770, í ritgerð um framfarir á Islandi, að á Sknt-
ulsfjarðareyri yrði byggt þorp og fengnir þangað út-
lendingar til að kenna íslendingum fiskveiðar á þil-
skipum og margskonar handverk og iðnað.
Konungsverzlnnin síðari, sem tók við af Almenna
verzlunarfélaginu, og starfaði frá 1774—1787, varð
ekki gróðafyrirtatki, og varð til þess að konungur
gaf verzlunina frjálsa við alla þegna sína frá og með
1. janúar 1788.
Þessi ákvörðun var birt í opnu bréfi 18. ágúst
1786 og þar eru í 7. grein ákvæði um það, við
hvaða sex hafnir á landinu skuli vera kaupstaðir.
Staðirnir eru: Reykjavík, Grundarfjörður, Skutuls-
fjörður eða ísafjörður, Akureyri eða Eyjafjörður,
Eskifjörður og Vestmannaeyjar.
Veitti konungur þessum stöðum: „kaupstaða rétt
og þvílíkt frelsi, sem vér með annarri allramildastri
fyrirskipan viljum sérílagi síðarmeir kunngjöra, og
skal þessum stöðum þar með unnast slík fríheit, er
Vér álítum nægileg til þess að áfýsa bæði nokkra
framandi og eins vora eigin þegna, til að taka þar
bústaði og hagnýta öll þau gæði, er íslands ágóði
fram býður“, eins og það er orðað í 7. grein hins
opna bréfs.
Danska stjórnin ætlaði sér með þessu að efla
byggðina í kaupstöðunum og bauð upp á álitleg
fríðindi, en vöxtur ísafjarðar var þó hægur fram
eftir 19. öldinni.
Var það m. a. áfall fyrir staðinn, að með tilskip-
un frá 11. september 1816 var ísafjörður aftur tek-
inn úr tölu kaupstaða og gerður að „útliggjarastað“
frá Grundarfirði, og er talið að kaupmenn hér hafi
beitt sér fyrir þeirri ráðabreytni.
En með auglýsingunni um verzlunarfrelsið feng-
um við þó „jörð til að standa á“, því samkvæmt
henni gaf konungur kaupstaðnum stóra lóð, og sam-
kvæmt mælingu 24. apríl 1787 var hún talin vera
400.725 ferálnir, og átti að nægja fyrir 30—35 fjöl-
skyldur.
Lausleg teikning af tanganum og lóðinni, gerð af
Jóni Arnórssyni, sýslumanni, samkvæmt mælingu
hans og Guðmundar Bárðarsonar, hreppstjóra, og
Ólafs Guðmundssonar, er ennþá til, en síðar hefir
komið í Ijós, að þeir reiknuðu ekki stærð lóðarinnar
rétt.
Út frá þessu má með nokkrum rétti telja að nú,
þegar bæjarstjórn ísafjarðar er 100 ára, séu kaup-
staðarréttindi bæjarins orðin 180 ára gömul, og í
12
FRJÁLS VERZLU^