Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 17
Matthías Bjarnason:
Öigerð, fiskvinnsla og
hafnarskilyrði á ísafirði
Ræða ílutt í Ríkisútvarpið ó 1C0 óra afmæli ísa-
fjarðarkaupstaðar 26. janúar 1966
IJtgerð og fiskiðnaður hefur verið og er aðalat-
vinnuvegur okkar ísfirðinga. Eins og að líkum læt-
ur liafa skipzt á skin og skúrir í sögu þessa at-
vinnuvegar frá upphafi bæjarfélagsins og til þessa
dags. — Útgerðarfélög hafa risið og lifað blómleg
tímabil og markað spor í sögu kaupstaðarins, erfið-
leikar hafa dunið yfir og þau orðið fyrir þungum
áföllum og gefizt upp að lokum.
En á rústum þeirra hafa risið ný útgerðarfélög,
sem tekið hafa upp merki þeirra föllnu, haldið
áfram baráttunni að skapa traustari atvinnugrund-
völl til hagsbóta fyrir fólkið, sem bæinn byggir.
Isafjörður var fyrir og eftir síðustu aldamót á
undan öðrum stöðum í framförum og nýjungum á
sviði útgerðar og skulu hér nefnd nokkur dæmi
þessum orðum til sönnunar:
Fyrsta gufuskipið í eigu íslendinga var Ásgeir
litli, sem kom til ísafjarðar 30. júlí 1890 og annaðist
hann ferðir um Isafjarðardjúp og til Onundarfjarðar
í mörg ár.
Fyrsta millilandaskipið í eigu íslendinga var As-
geir Ásgeirsson, sem var 564 tonn og kom til ísa-
fjarðar fyrst 8. maí 1884. — Bæði þessi skip voru
eign Ásgeirs G. Ásgeirssonar etatsráðs.
Fyrsta vélin, sem sett var í íslenzkan fiskibát
var dönsk vél frá C. Möllerup, aðeins 2 hestöfl, og
var hún sett í sexæring, er Stanley hét og var hann
cign Árna Gíslasonar, síðar yfirfiskimatsmanns og
Sophusar J. Nielsen verzlunarstjóra Tangsverzlun-
ar á Isafirði. — Það var mikill viðburður, sem mark-
aði tímamót í þróunarsögu íslenzkrar útgerðar. —
ísfirðingar eignuðust snennna góða vélbáta og hafa
lengst af átt góðan og fríðan fiskibátaflota. Togara-
Matthías Bjarnason
útgerð var rekin frá ísafirði í áratugi, en frá árinu
1961 liefur enginn togari verið gerður út.
Á tímabili voru togararnir aðallyftistöng atvinnu-
lífsins, einkum á árunum frá 1952 til 1957, en þá
var vélbátaútgerðin í mestri niðurlægingu, sakir
langvarandi aflaleysis. Eftir þann tíma fer vélbáta-
útgerðin að blómgast, ný útgerðarfélög eru stofnuð,
sem flestum hefur vegnað vel, og útgerðin stunduð
árið urn kring.
Á þessum vetri eru gerðir út til þorskveiða 8 stórir
vélbátar, 14 bátar stunda rækjuveiðar, 1 skip er á
síldveiðum og á sumrin eru gerðir út fjöldi minni
báta, einkum á handfæraveiðar.
Nú er í byggingu 1 stórt fiskiskip, sem bætist
við flotann á næsta ári. — Á sl. ári nam heildarafli
ísfirzka bátaflotans á bolfiskveiðum rúmlega 10
þúsund tonnum, en auk þess voru stærri bátarnir
á síldveiðum yfir sumarmánuðina.
Það mun láta nærri að heildarútflutningsverð-
mæti þess afla, sem hér kom á land á sl. ári hafi
numið urn 100 milljónum króna. — Aðalatvinna
landverkafólks er vinnsla sjávarafurða og þjónusta
við útgerðina. Fyrr á árum var allur fiskur saltaður
FRJÁLS VERZTAIN
17