Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1966, Side 3

Frjáls verslun - 01.01.1966, Side 3
sjóðsins, sem fengið hafði luisnæði í Hafnarstræti 1. Þann dag voru lagðar inn í sparisjóðinn röskar 1,2 milljónir króna, sem segja má að hafi verið ágætt á þeirn tíma. Reksturinn miðaður við bankastoínun — Segja má, að starfsemi sparisjóðsins hafi þegar í upphafi vaxið hröðum skrefum, svo sem þróun fyrirtækisins frá ári til árs ber ljóslega með sér. Við sniðum starfsemi Verzlunarsparisjóðsins þegar í upphafi eftir rekstri viðskiptabanka með það þá þegar í huga, að breyta sparisjóðnum í banka síðar- meir, þegar aðstæður til þess væru fyrir hendi. — Ilvenær hóst hinn raunverulegi undirbúningur að bankastofnuninni? — A aðalfundi Verzlunarsparisjóðsins 7. marz 1959 var samþykkt tillaga, þar sem sagði, að fund- urinn teldi tímabært að stofnaður yrði Verzlunar- banki íslands. Fól fundurinn stjórn sparisjóðsins að hefjast þegar handa um stofnun bankans. — A öndverðu ári 19(50 sneri stjórn sparisjóðsins sér til ríkisstjórnarinnar og óskaði eftir að ábyrgðar- mönnum Verzlunarsparisjóðsins yrði heimilað að beita sér fyrir stofnun ldutafélags um rekstur banka, er yfirtæki alla starfsemi Verzlunarsparisjóðsins. Hafði þá þegar verið gerð athugun á því af hálfu sparisjóðsins með hverju móti slíkt yrði gert á sem hagkvæmastan hátt, og hafði prófessor Armann Snævarr unnið að þessari athugun og undirbúningi tillagna ásamt stjórninni. Málaleitan sparisjóðs- stjórnarinnar mætti þegar í upphafi skilningi ríkis- stjórnarinnar, og beitti hún sér fyrir flutningi frum- varps til laga um Verzlunarbanka íslands hf. Voru lög þessi lögð fram á Alþingi vorið 1960 og afgreidd á því þingi. — Hinn 14. júní sama ár samþykktu ábyrgðar- menn Verzlunarsparisjóðsins að neyta heimildar laganna um stofnun banka og var stjórn sparisjóðs- ins falið að undirbúa samþykktir og reglugerð fyrir bankann, og leggja síðan fyrir stofnfund. Til stofn- fundar bankans var síðan boðað 4. febrúar 1961 og var sá fundur haldinn í Tjarnarbíó. Sátu hann um 350 manns, og var var formlega gengið frá stofnun bankans. Úr afgreiSslusölum Verzlunarbanka fslands aS Bankastræti S FRJÁLS VERZLUN 8

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.