Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 8
ur Jónsson, formaður, Gunnlaugur J. Briem, Guð-
mundur H. Garðarsson, Barði Friðriksson og Guð-
mundur Árnason.
Stofnun L. í. V. og A. S. I.
Meðal merkustu áfanga í sögu V. 11. síðustu tíu
árin, auk þeirra, sem getið hefur verið, er án efa
stofnun Landssambands ísl. verzlunarmanna, sem
stofnað var fyrir frumkvæði V. R., aðild verzlunar-
fólks að Alþýðusambandi íslands og stofnun Verzl-
unarbanka Islands með þátttöku verzlunarmanna.
L. í. V. var stofnað vorið 1958 og var fyrsti for-
maður þess kjörinn Sverrir Ilermannsson, þáverandi
skrifstofustjóri V. R. og er hann enn formaður sam-
takanna. L. í. V. hefur þegar gegnt mikilsverðu
hlutverki í þágu verzlunarfólks, og á m. a. aðild að
samtökum skrifstofu- og verzlunarfólks á Norður-
löndum.
600 vinnustaðir
Það er af mörgu að taka í sögu jafns stórs telags
og V. R. er, en segja má, að æðar þess liggi út til
rúmlega 600 vinnustaða víðsvegar um borgina og
nágrenni. Fáir starfshópar munu vera í jafn dag-
legri snertingu við hinn almenna borgara sem verzl-
unar- og skrifstofufólk.
Einlægni og einhugur félagsfólks er styrkur
félagsins
Styrkur félagsins, einhugur og árangur barátt-
unnar á hverjum tíma byggist að sjálfsögðu á hverj-
um einstökum félagsmanni og síðan félagsmönnum
sem heild. Einlægni og góðvild hefur ríkt meðal fé-
lagsmanna og forystumanna þess. Á það ríkasta
þáttinn í þeirri hröðu og sterku uppbyggingu, sem
orðið hefur innan V. R. sl. tíu ár. Það mætti vissu-
lega nefna mörg nöfn, sem komið hafa við sögu og
er ekki hægt að komast hjá að nefna Guðjón Ein-
arsson, sem var formaður fyrstu tvö árin eftir
skiptinguna (1955—57), Guðmund II. Garðarsson,
sem verið hefur formaður síðan, varaformennina
tímabilið 1955—66, Pétur Sæmundsen, Gunnlaug J.
Briem, Eyjólf Guðmundsson og Magnús L. Sveins-
son. Forstöðumenn skrifstofunnar á sama tíma hafa
verið Ólafur í. Hannesson, lögfræðingur, Sverrir
Hermannsson, viðskiptafræðingur og Magnús L.
Sveinsson.
Stjórn V. R. skipa nú þessir menn:
Guðmundur H. Garðarsson, formaður, Magnús
L. Sveinsson, varaformaður, Hannes Þ. Sigurðsson,
ritari, Björn Þórhallsson, gjaldkeri, Bjarni Felixson,
Halldór Friðriksson og Ilelgi Guðbrandsson. Vara-
stjórnarmenn eru þeir Grétar Haraldsson, Óttar
Októsson og Richard Sigurbaldursson. í trúnaðar-
mannaráði félagsins eru 35 manns auk stjórnar.
Stofnlánadeild verzlunarfyrirtækja
Framhald af bls. 5
þann skamrna tíma, sem bankinn hefir starfað, að
fullkominn grundvöllur var fyrir hann og brýn nauð-
syn að hann yrði stofnaður. Máli mínu til stuðn-
ings vil ég benda á að innstæður í Verzlunarspari-
sjóðnum voru 160 millj. kr. þegar Verzlunarbank-
inn yfirtók starfsemi hans á öndverðu ári 1961, en
innistæður námu í lok síðasta árs 545 millj. kr., og
voru heildarútlán bankans þá að upphæð 429 millj.
króna.
Ilinn öri vöxtur Verzlunarbankans sýnir betur
en nokkuð annað hve mikil gróska hefir verið í
allri starfsemi verzlunar nú hin síðari ár.
Nú hafa forráðamenn bankans uppi áætlanir um
stofnun sérstakrar stofnlánadeildar við bankann,
svo sem fram kemur í frumvarpi þessu. Er þar gert
ráð fyrir að bankanum sé heimilt að stofna sérstaka
deild, verzlunarlánasjóð, er hafi það að meginmark-
miði að veita verzlunarfyrirtækjum stofnlán. Er
hér um algjöra nýjung að ræða, því enn hafa verzl-
unarfyrirtæki ekki haft aðgang að neinum sérstök-
uni sjóðum til stofnlána, en í flestum tilfellum hafa
þau orðið að skerða rekstursfé sitt, þegar þau hafa
ráðizt í endurbætur eða uppbyggingu.
Samkvæmt 3. grein frumvarpsins er gert ráð fyrir
að Verzlunarbankinn leggi fram árlegt gjald til
verzlunarlánasjóðs. Skal það gjald ekki vera lægra
cn 2 milljónir á ári fyrstu 5 árin sem sjóðurinn
starfar.
Ekki er gert ráð fyrir að sjóðnum berist annað
ákveðið fé, en gert er þó ráð fyrir að sjóðurinn liafi
heimild til þess að gefa út vaxtabréf svo og heimild
til lántöku til endurlána. En hinsvegar er ekki gert
ráð fyrir fjárhagslegri fyrirgreiðslu ríkisvalds eða
ríkisábyrgðar.
Verzlunarstéttin leggur mikla áherzlu á að frum-
varp þetta fái fram að ganga, en það ætti að geta
orðið mikilvægt til stuðnings þess að verzlunarfyrir-
tæki byggist meir upp í nútímahorf og veiti lands-
mönnum betri og ódýrari þjónustu. Er þess því að
vænta að hv. þingdeildarmenn veiti þessu frum-
varpi um Verzlunarlánasjóð stuðning.“
8
FRJÁLS VERZLUN