Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 5
Skipling innstæbna milli sparisjóös og hlauparoikninga.
v/'ð árslok í milljónum króna.
heimild til þess að liafa gjaldeyrisviðskipti með
höndum.
— Þá liafa að undanförnu farið fram gagngerðar
endurbætur á húsnæði bankans í Bankastræti 5.
Hefur bankinn nú fengið þar aðstöðu, sem er full-
komlega sambærileg við það, sem bezt gerist hér-
lendis.
— Jafnframt breytingunni á húsnæði bankans
hafa verið gerðar ráðstafanir til endurbóta á öllu
afgreiðslu- og bókunarkerfi hans. Eru nú þegar í
notkun IBM bókunarvélar, er vinna eftir gata-
spjaldakerfi (Data Processing Systern), en í þeim
verður allt bókhald bankans unnið. Mun þessi
breyting spara öllum viðskiptamönnum bankans
bið, þegar þeir þurfa að leita til afgrciðslunnar með
erindi sín.
— Verzlunarbankinn mun í starfi sínu kappkosta
að vinna ötullega að því hlutverki sínu að efla
frjálsa verzlun í landinu. Hann hefur nú þegar með
starfi sínu náð árangri, en vafalítið mun áhrifa hans
gæta í vaxandi mæli eftir því, sem árin líða, sagði
Ilöskuldur Ólafsson að lokum.
Merk nýjung: Sfofnlánadeild
verzlunarfyrirfækja
Á meðan þetta tölublað Frjálsrar verzlunar var
í undirbúningi samþykkti Alþingi frumvarpið um
Stofnlánadeild verzlunarfyrirtækja. Fjárhagsnefnd
þingsins varð sammála um að mæla með frum-
varpinu, og fer hér á eftir ræða framsögumanns
nefndarinnar í Efri deild, Sveins Guðmundssonar:
„Frumvarp til laga um Stofnlánadeild verzlun-
arfyrirtækja, 154. mál N. d., hefir verið til um-
sagnar hjá Fjárhagsnefnd. Nefndin hefir orðið sam-
mála um að mæla með frumvarpinu.
Frumvarpið gefur Verzlunarbanka íslands h. f.,
rétt til að stofna sérstakan verzlunarlánasjóð inn-
an Verzlunarbankans, sem sérstaklega er ætlað að
aðstoða verzlunarfyrirtæki við byggingu eða end-
urbyggingu verzlunarhúsnæðis.
Verzlunarbanki íslands er stofnaður samkvæmt
heimild í lögum nr. 46/1900. Samkvæmt þeim lög-
um var ábyrgðarmönnum Verzlunarsparisjóðsins
heimilað að bcita sér fyrir stofnun hlutafélags til
bankareksturs, er jafnframt yfirtæki alla starfsemi
Verzlunarsparisjóðsins, en liann hóf starfsemi sína
á árinu 1956 og náði þegar í byrjun góðum árangri
í starfsemi sinni.
Það má segja að með stofnun Verzlunarbankans
hafi rætzt gamall draumur margra kaupsýslu- og
verzlunarmanna um að verzlunarstéttin ætti eigin
banka. Er það raunar sarns konar þróun og átt
hefir sér stað með öðrum þjóðum, nema hvað hér
gerist það miklu síðar en annars staðar og liggja
til þess ýmsar ástæður. Ilins vegar hefir sannazt
Framhald á bls. 8
FRJÁLS VERZLUN
5