Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.01.1966, Blaðsíða 11
Hæstikaupstaður á ísafirði um 1910 Við tækifæri sem þetta er margs að minnast, og vandi að velja og hafna. Ég mun því bregða á það ráð, að rekja hér, eftir því sem unnt er í stuttu máli, tildrög þess, að reglu- gjörðin frá 26. janúar 1866 hlaut staðfestingu kon- ungs, en um allt það, sem ég verð að láta ósagt, vísa ég til afmælisrits, sem Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, hefir í smíðum fyrir bæjarstjórnina, og út mun koma á þessu ári. Hefi ég haft tækifæri til að kynna mér þetta rit og tel, að það verði bæði girnilegt til fróðleiks og skemmtilegt aflestrar. Við skulum þá, háttvirtir tilheyrendur, gera okkur nokkra grein fyrir því, hvernig byggðin í Skutulsfirði þróaðist stig af stigi, unz verzlunar- staður var risinn hér á Skutulsfjarðareyri, sem þótti það álitlegur, að ástæða var talin til að veita hon- um full kaupstaðarréttindi. Landnáma getur þess að Helgi Hrólfsson úr Gnúpufelli og Þórólfur brækir hafi numið land í Skutulsfirði. í Gísla sögu Súrssonar er sagt að Odd- ur Örlygsson hafi búið á Eyri, en hann hafði tekið austmennina tvo, Þóri og Þórarinn, á vist. Þorgrímur goði Þorsteinsson felldi þessa menn þar sem síðan heitir Dagverðardalur og Austmanns- fall, og þekkja allir hér um slóðir þau örnefni. Sennilegt er að prestssetur hafi verið á Eyri frá því að kristni var lögtekin, og að nokkrir bæir hafi byggzt hér við fjörðinn þegar á landnámsöld, en byggðin síðan haldizt óbreytt að kalla öld eftir öld. Skilyrðin til landbúnaðar hafa þó ekki ráðið mestu um þessa byggð, heldur nálægð fiskimiðanna og höfnin við Skutulsfjarðareyri og Skipeyri. Hefir hún frá fyrstu tíð verið talin ein hin allra bezta á landinu. Af því leiddi einnig, að staðurinn varð snemma verzlunarmiðstöð, og fiskveiðar urðu drjúgur þátt- ur í lífsafkomu fólksins. í manntalinu árið 1703 eru 16 býli talin í Skut- ulsfjarðarhreppi, sem þá náði yfir Arnardal, Skutuls- fjörð og Hnífsdal og var talinn með V.-ísafjarðar- sýslu. Alls voru þá 228 manns í hreppnum, þar af 19 á Eyri og Eyrar afbýli. Verzlunin hefir öldum saman verið stunduð af erlendum lausakaupmönnum og erlendum fiski- mönnum, og vitað er, að hér við ísafjarðardjúp verzluðu Þjóðverjar, Englendingar og trar allt fram á daga dönsku Einokunarverzlunarinnar, sem hófst árið 1602. M. a. s. er þett getið í Einokunarsögunni, að fslendingar hafi sjálfir tekið að bera sig eftir björginni, og að Eggert Hannesson, lögmaður, hafi fengið verzlunarleyfi í Skutulsfirði og Dýrafirði ár- ig 1579, en að hann muni hafa rekið þar verzlun í félagi við Hamborgara. í upphafi einokunartímabilsins var Skutulsfjörð- ur ein þeirra 20 hafna, sem ákveðið var að siglt FR.TÁLS VF.RZT.UN u

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.