Frjáls verslun - 01.08.1971, Síða 7
að sömu málum og sérmálum
sínum. Er starfsemi aðila að
viðskiptum og þjónustu þannig'
sundurlausari og þróttminni en
efni standa til, og hefur það
að margra dómi komið greini-
lega fram í ófullnægjandi ár-
angri á ýmsum mikilsverðum
sviðum viðskiptalífsins. Vissu-
lega má búast við samræmdari
starfsemi með því einu að aðil-
ar sameinist um húsnæði og al-
menna sameiginiega þjónustu,
en sterkara hlýtur þó að vera,
ef samkomulag næst um fast-
ara skipulag í grundvallaratrið-
um.
Ef horfið verður að því að
taka upp svipað kerfi og kom-
ið hefur upp í Noregi, þ. e.
að einungis félög myndi verzl-
unarráð, er m. a. sá vandi ó-
leystur, að ýmsar greinar við-
skintalífsins eru ekki bundnar
slíkum félögum, t. d. á sviði
samgangna, svo aðeins eitt
dæmi sé nefnt. Þyrfti því að
mynda nokkur ný félög. ef end-
urskipulagt verzlunarráð ætti
að ná til allra viðkamandi að-
ila. Má af þessu sjá, að hér er
um all viðamiklar breytingar
að ræða, ef af þeim verður.
Hins vegar getur allt eins farið
svo, að Verzlunarráð íslands
verði einungis þjónustustofnun,
náist ekki samkomulag um
annað.
Þá hefur komið fram sú hug-
mynd, að nafni Verzlunarráðs
íslands verði breytt í Viðskipta-
ráð íslands og heitinu þannig
gefið víðtækara gildi. í hugum
manna hljómar verzlunarráð
vissulega fyrst og fremst sem
samnefnari verzlunarinnar, en
Verzlunarráð íslands, hvort
sem það verður öflugra eða
veikara ráð en nú er, á að
vera samnefnari allra. sem
vinna að viðskiptum og þjón-
ustu, en þar er verzlunin að-
eins einn hlekkur af mörgum.
IVBatvöruverzlun
Aukin hag-
ræðing?
Um nokkurt skeið hafa starfað
í Reykjavík og fyrir Reykja-
víkursvæðið tvö félög matvöru-
og kjötkaupmanna, Matkaup
h. f. og Innkaupasamband mat-
Kaupmannasamtök Islands lagfcera nú húsakynni sín að Marar-
götu 2.
ljúki fyrir aðalfund Verzlunar-
ráðsins, sem halda á í október-
mánuði.
Á þessu stigi málsins eru all-
ar horfur taldar á því, að fram-
angreindir aðilar sameinist um
húsnæði og sameiginlega þjón-
ustu í meiri eða minni mæli.
Hins vegar verður lítið sagt um
mögulega endurskipulagningu
samtakanna í heild enn sem
komið er, og eru ýmis ljón á
veginum. Helztu hugmyndirnar
í því efni eru sniðnar að fyrir-
mynd frá Noregi, sem talin er
hafa gefizt vel, en þar er verzl-
unarráð byggt upp einvörð-
ungu af félögum og er sam-
nefnari og sverð og skjöldur
viðskipta- og þjónustugreina at-
vinnulífsins. Norska skipulagið
er tiltölulega nýtt af nálinni,
en annars staðar á Norðurlönd-
um er skipulag samtaka í við-
skiptalífinu álíka vandamál og
hér. Verzlunarráð íslands er nú
þannig upp byggt, að í því eru
annars vegar félög og hins veg-
ar fyrirtæki, stofnanir og ein-
staklingar. Starf þess felst mest
í ýmissi fyrirgreiðslu og upp-
lýsingaþjónustu, svo og er þvi
beitt í meiriháttar sameiginleg-
um málum. en félögin sem að-
ild eiga að Verzlunarráðinu,
starfahins vegar jafnhliða jafnt
Verzlunarrcrð fslands hefur aðsetur að Laufdsvegi 36.
FV 8 1971
7