Frjáls verslun - 01.08.1971, Qupperneq 9
Sjónvarpift
Mlundi kosta
um 15 mili-
jónir að
sjónvarpa í
júlí
Sumir eru guðs-lifandi fegn-
ir. aðrir álíta sjónvarpið bregð-
ast skyldu fjölmiðils — en alla
vega lokar íslenzka sjónvarpið
í júlímánuði ár hver’t, og margt
getur gerzt á styttri tíma, eins
og raun ber vitni. FV hefur
reynt að afla sér upplýsinga
um það. hver kostnaður fylgdi
því, að hætta að loka sjónvarp-
inu þennan mánuð. Svörin voru
á þá leið, að fastur efniskostn-
aður ykist í hiutfalli við aðra
Margvísleg störf eru unnin áð-
ur en myndin birtist á sjón-
varpsskerminum.
mánuði, svo og útsendingar-
kostnaðurinn, en erfiðara væri
að álykta um kostnað við starfs-
mannahald, þar sem það væri
í lágmarki miðað við 11 mánaða
útsendingu og þyrfti því að öl'l-
um líkindum að bæta við starfs-
mönnum allt árið. En ágizkun-
in sem út úr þessu kom. var
sú. að það kostaði a.m.k. um
15 milljónir að hafa sjónvarpið
opið í júlí, en það þýddi um
4-500 króna hækkun á afnota-
gjaldi hvers notanda.
Framkvæmdastjóri sjón-
varpsins. Pétur Guðfinnsson,
tjáði FV, að ekki væri hlaupið
að því að halda uppi fullum
rekstri allt árið, nema með veru-
legum breytingum á starfs-
mannahaldi og vinnutilhögun,
sem þýddi aukinn reksturs-
kostnað svo miklu næmi, þ.e.a.s.
ef unnt ætti að vera að halda
uppi a.m.k. sama magni af inn-
lendu efni. Ekki væri til neins
að stytta dagskrána eða fara
annan milliveg, því þannig yrði
ekki komizt undan þeim vanda,
Litasjónvarp
að hafa starfslið í lágmarki en
gefa því jafnframt sumarleyfi
með eðlilegum hætti.
Það virðist því ekki vera
nema um tvennt að velja, að
hver sjónvarpsnotandi bæti á
sig 500 króna útgjöldum á ári,
eða að sjónvarpið loki áfram
í júlí. Og líklegast verður þetta
óbreytt um sinn, þannig að þess
vegna gætum við skipt um rík-
isstjórn þrjátíu og einu sinni
á ári án þess að sjónvarpið
vissi af því.
Gjaldeyrissjóðurinn
hyrfi eins og dögg
fyrir sólu!
„Tæknilega er það ekki mik-
ið vandamál fyrir sjónvarpið
að hefja útsendingu á litmynd-
um, og það yrði ekki svo til-
finnanlegur kostnaður við það,“
sagði Pétur Guðfinnsson fram-
Andrés Indriðason stjórnar upptöku ásamt aðstoðarfólki.
kvæmdastjóri, þegar FV spurði
hann um hvenær litasjónvarp-
ið kæmi hingað. En á hverju
stendur þá? „Þetta yrði fyrst
og fremst vandamál fyrir not-
endur sjónvarpsins, sem yrðu
að kaupa sér ný og þrefalt dýr-
ari sjónvarpstæki og e.t.v. að
borga eitthvað hærri afnota-
gjöld þar ofan á, og svo þjóð-
arbúið með tilliti til gjaldeyris-
eyðslunnar. Nú eru sjónvarps-
notendur um 41 þúsund tals-
ins. og ef keypt væru 41 þús-
und litasjónvarpstæki i stað
þeirra tækja sem nú eru í notk-
un og yrðu þar með verðlaus,
kostaði það nokkuð á 4. mill-
jarð króna, eða næstum allan
gjaldeyrissjóðinn. eins og hann
er nú. En auðvitað yrði breyt-
ingin ekki hespuð af á einu
bretti og tæki nokkurn tíma.
Engu að síður er þetta fyrst og
fremst pólitísk spurning um
notkun fjármuna og gjaldeyris.
Persónulega hef ég ekki trú á
því, að við skiptum yfir í lita-
sjónvarp á allra næstu árum,
og býst við því fyrst jafnhliða
því, að þau sjónvarpstæki, sem
til eru í landinu frá fyrstu ár-
um sjónvarpsins, ganga úr sér.
Þá gætum við sagt að skiptin
hæfust eftir svona 5 ár“.
FV 8 1971
9