Frjáls verslun - 01.08.1971, Qupperneq 13
fVlatvöruverzlunin í Reykjavík
tapaði 31 miiljón árið 1967.
Áætlað að tapið hafi aukizt
verulega 1968 og 1969,
samkvæmt skýrslu verzlunar-
máianefndar.
í nóvember 1970 skilaði af
sér skýrslu svoköiluð verzlun-
armáianeínd, sem viðskipta-
málaráðherra skipaði 16. apríl
1968 að undirlagi fulltrúa laun-
þegasamtakanna í verðlags-
nernd og Verzlunarráðs íslands.
Neínd þessi átti upphaflega að
rannsaka allt verðmyndunar-
kerfið og gera tillögur, sem
miðuðu að samhæfingu þess og
verzlunarþjónustunnar, þannig
að framleiðniaukning, afkoma
og hagur verzlunarinnar stæð-
ist samanburð við aðrar grein-
ar. Ákveðið var að hefja starf
neíndarinnar með athugun á
afkomu smásöluverzlunarinnar
í Reykjavík 1967. Skýrsla verzl-
unarmálanefndar frá í nóvem-
ber er um það efni, svo og
áætlun um afkomuna 1968 og
1969, en jafnframt nokkrar
upplýsingar um afkomu kaup-
félaga úti á landi.
Meginniðurstaða nefndarinn-
ar er sú, að smásöluverzlunin
í Reykjavík hafi tapað árið 1967
rúmlega 31 milljón króna, sam-
kvæmt úrtaki og útreikning-
um nefndarinnar og starfs-
manns hennar. Jafnframt kem-
ur fram í áætlun fyrir 1968 og
1969, að tapið muni hafa auk-
izt verulega þau ár.
Úrtak smásöluverzlanaþeirra,
sem hér um ræðir, var valið
þannig, að fyrirtækjum í Félagi
matvörukaupmanna og Félagi
kjötverzlana í Reykjavík var
raðað eftir stærð, og miðað við
söluskattsskylda veltu. Skatt-
stofan bætti við fyrirtækjum,
sem hún hafði á skrá, en ekki
voru í fyrrnefndum félögum.
Fimm fyrirtæki skáru sig úr að
stærð, og voru þau öll tekin í
úrtakið. Minni fyrirtækjum var
skipt í tvennt og valin fimm úr
hvorum hópi, þannig að fyrsta
fyrirtækið var valið af handa-
hófi og síðan tekið tólfta hvert.
Loks var verzlunum KRON
bætt við.
í úrtakið voru og tekin fimm
kaupfélög úti á landi, en vegna
skorts á upplýsingum var að-
eins unnt að skilgreina rekstur
þeirra að hluta, og er því ekki
um sambærilega niðurstöðu að
ræða, hvað þau snertir, og mat-
vöruverzlunina í Reykjavík.
Útreikningar á rekstraraf-
komu voru byggðir á upplýs-
ingum úr reksturs- og efna-
hagsreikningum fyrirtækjanna,
.SKÝIiSI.A
vKiizi.t \.\inHi
Skýrsla Verzlunarmálanefndar
staðíestir orð kaupmanna um
tap vegna úreltra verðlags-
ákvœða.
framlögðum til skattauppgjörs,
en ýmsir kostnaðarliðir voru
endurmetnir svo sem nefndin
taldi þörf á.
VELTA
Samkvæmt yfirliti verzlun-
armálanefndarinnar um af-
komu matvöruverzlunarinnar í
Reykjavík fyrrgreint ár, 1967,
og úrtaki, er náði til 31.7% af
heildarsölu allra verzlananna,
var heiidarveltan 1.030 milljón-
ir, þar af 106.6 milljónir hjá
KRON, 276.4 milljónir hjá
fimm stærstu fyrirtækjunum í
Félagi matvörukaupmanna og
Félagi kjötverzlana, og 647.0
milljónir hjá öðrum.
TAP
Heildartapið var kr. 31.372,-
147.00, hjá smærri fyrirtækj-
unum í einkarekstri 274.708.00
kr. á sölustað og hjá stærri
fyrirtækjunum 567.298.00 kr. á
sölustað, en þar eru sölustaðir
KRON meðtaldir.
MEIRA TAP
í áætlun fyrir 1968 og 1969
er gert ráð fyrir, að tap hafi
aukizt hjá smærri fyrirtækj-
unum um nálega 100.000.00 kr.
á sölustað 1967-1968 og um
rúmlega 50.000.00 kr. 1968-
1969, en stærri fyrirtækjunum
um 57.000.00 kr. á sölustað 1967
-1968 og um 153.000.00 1968-
1969.
ÞYKK BÓK, EN HVAÐ SVO?
Að þessu sinni er ekki unnt
að gera frekari grein fyrir
skýrslu verzlunarmálanefndar-
innar um afkomu matvöru-
verzlunarinnar, hún er þykk
bók og drjúg aflestrar, þannig
að þar leynast vafalítið fjöl-
þættar upplýsingar allt í allt.
Hins vegar segir svo í skýrsl-
unni, að umrædd athugun
nefndarinnar hafi í raun orðið
hennar eina verkefni, enda þótt
hún hafi átt upphaflega að
spanna miklu víðtækara svið.
Bent er á þörf áframhaldandi
athugana, ríka þörf, og má því
væntanlega búast við frekari
aðgerðum — eða hvað?
FV 8 1971
13