Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 31
Fjölmiftlar Islenzku dagblöðin á tímamótum Offsetprentun fjögurra dagblafta hefst á næstuni, mikilvægur liftur í framfaraþróun ísl. blaftamennsku og blaftaútgáfu Snemma í vetur, sennilega í október eða nóvember, mun rætast gamall draumur í ís- lenzka blaðaheiminum. en þá tekur til starfa ný og fullkom- in prentsmiðja fjögurra dag- blaða í Reykjavík, allra dag- blaðanna nema Morgunblaðs- ins. Þetta er offsetprentsmiðja og er með þeirri ákvörðun að innleiða offset í íslenzka dag- blaðagerð, aðeins fylgt þeirri þróun, sem nú er orðin nokkuð almenn erlendis, að smærri blöðin hagnýti sér tækni off- setsins, jafnskjótt og þau þurfa á nýjum tækjakosti að halda. Um leið hafa þessi fjögur dag- blöð náð þeirri tæknilegu for- ystu, sem Morgunblaðið hafði lengstum áður. Á Morgunblað- inu hefur á síðustu árum átt sér stað mikil endurnýjun í prentsmiðju, en á eldri grund- velli. Hins vegar hefur Morg- unblaðið í athugun möguleika sína á að hagnýta sér offset- tæknina og mundi hiklaust gera það ef endurnýjun ætti að eiga sér stað í dag. Og líklega verð- ur af því fljótlega hvort eð er, enda hefur Morgunblaðið til þess mikið bolmagn. AÐDRAGANDI FRÁ 1968 — NORSK AÐSTOÐ. Aðdragandi þeirra fram- kvæmda, sem að undanförnu hafa átt sér stað í prentsmiðju- málum dagblaðanna fjögurra verður rakinn til ársins 1968. Stjórnendum dagblaðanna var þá ljóst að blöð þeirra mundu á allra næstu árurn standa frammi fyrir nauðsyn þess að endurnýja tækjakost sinn. Eink- um átti þetta við um Alþýðu- blaðið og Tímann og Vísi að því leyti. sem 'hann skorti eig- in prentvél og fékk sína prent- un í prentsmiðju Tímans, en sá sjálfur um setningu. Þjóð- viljinn var þá fyrir fáeinum árum búinn að endurnýja og endurskipuleggja sína prent- smiðju og hafði því nokkra sér- stöðu, enda var hann ekki að- ili að fyrstu samstarfsnefndinni, sem mynduð var til athugunar á offsetmöguleikum fyrir ís- lenzk dagblöð, en þá nefnd skipuðu Pétur Pétursson frá Alþýðublaðinu, Kristján Bene- diktsson frá Tímanum og Sveinn R. Eyjólfsson frá Vísi. Það var ekki fyrr en nökkru eftir myndun samstarfsnefnd- arinnar að Eiður Bergmann tók sæti í henni af hálfu Þjóðvilj- ans. Um það leyti, sem sam- starfsnefndin hóf athuganir sín- ar kom hingað til lands Johann Ona. framkvæmdastjóri Norsk Arbejderpress A/S, en þetta hlutafélag er samstarfsfyrirtækj 34 norskra dagblaða og nokk- urra tímarita og sérblaða, sem öll eru málgögn fyrir norska Verkamannaflokkinn. Hinn norski framkvæmdastjóri hafði mikla reynslu af rekstri offset- prentsmiðju í dagblaðaútgáfu og átti hingaðkoma hans og sú aðstoð sem hann og fyrirtæki hans áttu eftir að veita, eftir að hafá úrslitaáhrif á þann árang- ur, sem nú hefur náðst í prent- smiðjumálum blaðanna. Johann Ona gat sparað samstarfsnefnd dagblaðanna miklar eigin athug- anir og skapað þeim tækifæri til að kynnast rekstri offset- prents hjá norskum blöðum. Þangað fóru fulltrúar blaðanna í september 1969, eftir að sam- komulag hafði náðst um könn- un á tækjakaupum til offset- prentunar dagblaðanna fjög- urra. BLAÐAPRENT H.F. STOFNAÐ. Eftir allmiklar athuganir á tækjaútbúnaði og aðstöðu til nýtingar offsetprents á íslandi og eftir að kostnaðarhliðin hafði verið athuguð, stofnuðu dag- blöðin fjögur samstarfsfyrir- tæki um prentsmiðjurekstur á sl. ári. Fyrirtækið hlaut nafnið Blaðaprent h.f. Skráðir hluthaf- ar eru fimm fyrir hvert dag- blaðanna. Hlutafé er ein Morgunblaðið hefur sérstöðu meðal íslenzku blaðanna og selur auglýsingar sínar á raunhœfu verði. FV 8 1971 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.