Frjáls verslun - 01.08.1971, Page 33
þegar það miklir, að á slíkt
hefði naumast verið bætandi
fyrir dagblöðin f jögur, sem flest
hafa átt við mikla fjárhagsörð-
ugleika að etja. Öðru máli gegn
ir um Morgunblaðið. sem eitt
dagblaðanna hefur sýnt fjár-
hagslegan hagnað svo árum
skiptir. Um hagnað Morgun-
blaðsins og tap hinna blaðanna
er örðugt að fá upplýsingar.
Tapið er áreiðanlega mjög mis-
munandi og líklegast að Vísir
standi þó einna bezt að vígi.
Þar hafa, raunar eins og á
hinum dagblöðunum, verið
gerðar markvissar tilraunir til
að skera niður útgjöld og auka
tekjurnar. Margt bendir til
þess að Vísi hafi tekizt þetta
betur en hinum blöðunum af
því að hann hefur lengi verið
eina síðdegisblaðið auk þess
sem á því hafa ekki hvílt kvað-
ir sem flokksblöðin stynja und-
ir, ekki sízt þegar útgáfan eykst
fyrir kosningar.
Upplag allra blaðanna nema
Alþýðublaðsins hefur aukizt ár
frá ári. Alþýðublaðið hefur m.a.
goldið þess að hafa ekki getað
endurnýjað tækjakost sinn
nægilega ört. enda er prentun
blaðsins stórgölluð, þannig að
efni blaðsins nýtur sín ekki,
einkum myndirnar. Setjaravél-
ar blaðsins eru einnig komnar
til ára sinna og hefðu vissulega
þarfnazt endurnýjunar. Prent-
vél Tímans er sennilega á síð-
asta snúningi, auk þess. sem
hún er mjög dýr í rekstri, en
það hefur hjálpað Tímanum
við rekstur hennar, að prentun
Vísis hefur um nokkurt árabil
farið fram í þessari vél. Prent-
un í vélinni er mjög misjöfn
og hún þarfnast töluverðar
natni ef vel á að vera. Nokkur
endurnýjun í setjarasal Tímans
hefur farið fram á síðustu ár-
um. Þjóðviljinn kostaði tals-
verðu fé fyrir nokkrum árum
til endurnýjunar og skipulags-
breytinga vegna hagkvæmra
prentvélakaupa og var umbroti
blaðsins þá breytt þannig að
síður stækkuðu til muna. Þá
hefur á Morgunblaðinu átt sér
stað mikil skipulagsbreyting í
prentsmiðju og hefur verið
kostað miklu fé til endurnýjun-
ar í setjarasal. Um leið og hin
nýja prentsmiðja tekur til
starfa verður sennilega óhjá-
kvæmilegt að setja á markað
innanlands eða erlendis setjara-
vélar fyrir margar milljónir
króna. Þó mun ekki í öllum
tilfellum afráðið hvernig tækj-
gætu bent til þess að íslending-
ar væru duglegustu blaðales-
endur í heimi. Alþjóðlegar upp-
lýsingar benda þó til að svo
sé ekki og eru Svíar nú fremst-
ir meðal blaðalesenda. Auk þess
er rekstrargrudvöllur íslenzkra
blaða að því leyti hæpnari en
dagblaða í mörgum öðrum
löndum, að auglýsingamarkað-
ur er mjög takmarkaður. Aðeins
ÞRÖNGAR AÐSTÆÐUR HJÁ
ÍSLENZKUM BLÖÐUM.
Eins og áður sagði hefur upp-
lag flestra blaðanna aukizt ár
frá ári. Upplagstölur þær, sem
dagblöðin senda frá sér eru hins
vegar ekki að öllu leyti ábyggi-
legar í öllum tilvikum. Þær
unum verður ráðstafað, eða því
húsnæði. sem þau standa nú í.
Þessar frabæru eld-
varnarhurðir eru smið-
aðar eftir sænskri fyrir-
mynd og eru eins
vandaðar að efni og
tæknilegri gerð og
þekking framast leyfir.
Eldvarnarhurðirnar
eru sjálfsagðar fyrir
miðstöðvarklefa, skjala-
skápa, herbergl sem
geymd eru í verðmæti
og skjöl, milll ganga
í stórhýsum, sjúkrahús-
um og samkomuhúsum,
þar sem björgun
mannslífa getur oltlð
á slikri vörn gegn
útbreiðslu elds.
Eldvarnarhurðir
GLÓFAXA eru viður-
kenndar af Eldvarnar-
eftirliti ríkisins.
Glófaxi hf
Armúla 24.
Simi 34236.
FV 8 1971
33